Vikan


Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 49

Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 49
viö það að eiga einstakling sem er öðruvísi gerð- ur frá skaparans hendi en flestir aðrir. BRÆÐRAFUNDUR Þegar ég eltist og fór að fara til Austur-Þýska- lands á eigin vegum hitti ég Harry hálfbróður minn í fyrsta sinn frá því að við vorum ungir drengir. Það hefur verið í kringum 1960. Þá höfðum við ekki sést í meira en þrjá áratugi og mundum aðeins óijóst hvor eftir öðrum. Ég var staddur í Leiþzig og fannst orðið tíma- bært að við sæjumst - svo að ég hringdi í hann og sagði: „Heyrðu, geturðu ekki komið og hitt mig?“ Síðan gaf ég honum upp hvar ég væri til húsa en það var hjá Piu, frænku okkar beggja. Þeirri stundu, þegar Harry sté út úr bíl sínum og við horfðumst í augu, gleymi ég aldrei. Við vorum eins og tvö nátttröll þarna, stóðum bara og góndum hvor á annan - þar til hann rauf þögnina og sagði: „Ég dett um koll!“ Þá hafði hann ekki gert sér neina grein fyrir því hvernig ég í rauninni leit út og ég ekki heldur hvað hann varðaði nema af einhverjum gömlum Ijósmyndum. Síðan kom margt merkilegt í Ijós. Þegar við Ifórum að tala saman skynjuðum við að í okkur bærðust, má heita, sömu tilfinningar og viö nán- ari kynni virtist undarlega margt líkt með okkur. Við störðum stundum hvor á annan þegar við uþpgötvuðum að hugsanir okkar gengu ná- kvæmlega í sömu átt. Þetta var skrýtin upplifun, ekki síst fyrir mig sem hafði ekki átt annað systk- ini sem komst á legg. Við það að kynnast Harry bróður mínum fékk ég i rauninni staðfestingu á þeim sterku, þýsku rótum sem höfðu náð að festast í mér og sitja I þar enn. Ég finn það í hvert sinn sem ég kem til I Þýskalands að þar á ég heima. Þetta er bara í I eðlinu. Og þessi tilfinning hefur styrkst við hverja ; heimsókn jsangað. Ég sá þetta t.d. vel þegar ég {ij starfaði þar í leikhúsum á fyrrihluta áttunda ára- ■í tugar - og á síðar eftir að segja frá. Ég þurfti ekki :: að brjóta neitt í sjálfum mér til þess að ganga fram fyrir þennan þjóðflokk þarna enda var svör- i unin í samræmi við það; mér var tekið tveim [ höndum. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Það er ekki auðveldast að tjá með orðum það sem manni er eðlilegast. Hvað sem öðru líð- ur þá er það eitthvað i þjóðarsálinni þýsku sem höfðar miklu meira til mín og er mér nærstæðara en í þeirri íslensku. Það tók ótrúlega stuttan tíma fyrir okkur Harry að ná saman eða finna hvor annan - en það gerist nú ekki oft með mig að ég taki fólk fljótt inn á mig. Ég kom nokkrum sinnum á heimili hans á meðan hann lifði. Þá barst margt I tal sem mátti ekki fara lengra, ýmislegt sem snerti samskipti almennings og yfirvalda - en bróðir minn var deildarstjóri I þeirri deild lögreglunnar sem fór með fjársvikamál. Hann þekkti því vel til starfa hinnar almennu lögreglu þó að hann tæki ekki þátt í þeim. Ég fékk m.a. að heyra hvernig lögreglan var látin „terroriserá' fólk I þeim tilgangi að halda því í greipum óttans. Enda var það fyrsta, annað og þriðja boðorð kommúnismans að halda fólki í stöðugum ótta. I þeim tilgangi gerði hún svokall- aðar „rassíur“ á heimilum fólks. Það átti ekki ein- göngu við um Leipzig heldur líka aðrar borgir I Austur-Þýskalandi. Vörubílar voru sendir inn í einhverjar götur, eftir atvikum, og með þeim fylgdi lið lögreglu eða jafnvel hermanna. Þeir réðust inn á einstök heimili, rifu þar úr sambandi útvarpstæki, fleygðu þeim síðan upp á pall og fóru með þau á haugana. Fólkið mátti eiga útvarpstæki en það mátti ekki hlusta á aðrar stöðvar en austantjaldsstöðv- ar. Auðvitað vissu yfirvöld að margir hlustuðu I jafnvel meira á vestrænar stöðvar en hinar I vegna þess hvað þær síðarnefndu voru litaðar. I En til þess að hrella fólk beittu þeir ýmsum að- I ferðum af þessu tagi. Ég vissi líka til þess að þeir I notuðu barnaskólana í þessu skyni. Kennarinn I bað krakkana kannski að teikna sjónvarpsklukk- I una og kvaðst ætla að gefa þeim einkunnir fyrir I frammistöðuna. „En munið að skrifa vel og vandlega nöfnin I ykkar á myndirnar," sagði hann. Þarna var lymskulegri aðferð beitt með hjálþ I kennarastéttarinnar. Auðvitað teiknuðu börnin þá I sjónvarpsklukku sem þau sáu oftast. Og þá er 1 lítill vandi að rekja það hvernig afstaða lögreglu I hefur orðið til fjölskyldna þeirra sem áttu þau I börn sem teiknuðu vestrænu klukkurnar. Ég I heyrði ekki talað um það að þeir hefðu tekið I sjónvarpstækin líka. Þeir hafa kannski látið út- I vörpin nægja - sem aðvörun. En svo mikið er I víst að þessar fjölskyldur hafa verið undir sér- I stöku eftirliti. Þetta voru nú þær lýsingar sem mér fannst I einna eftirminnilegastar af þeim sem ég heyrði. Margt fleira fékk ég að heyra um samskipti I stjórnvalda og almennings og mig undraði stund- : um hvað Harry og fjölskylda hans gátu veriö opinská við mig um þessi mál. Ég var úr öðru landi og hvað gátu þau vitað nema ég væri njósnari? En ég brást ekki trausti þeirra. Eftir að við bræðurnir fórum að hafa samband skrifuðumst við lítillega á, sérstaklega ef leið langur tími á milli þess sem við hittumst. Að vísu skrifaði Harry ekki sjálfur heldur lét konu sína | gera það því að hann mátti helst ekki sem starfs- j maður lögreglu eiga samskipti við útlönd. Menn í hans stöðu urðu að þola ýmis höft af þessum toga. Reyndar vissi ég til þess að hann skrifaði mömmu nokkrum sinnum en það hefur líklega verið litið öðrum augum. Þó að Harry væri sjálfur ekki allskostar ánægður með stjórnkerfið í Austur-Þýskalandi varð hann að láta sér það lynda. ( ábyrgðar- stöðu hjá ríkinu gat hann ekki hoppað inn og út eftir geðþótta því að hann var kominn með á- kveðna þekkingu um ýmis mál sem varð að halda leyndri. Þess vegna gat hann engan veg- inn orðið frjáls maður. Honum hefði verið ýtt út í kuldann ef hann hefði verið með einhvern uþþ- steyt - en það vildi hann ekki gera fjölskyldu sinni. PERSÓNUNJÓSNIR Það er ekki fyrr en nú á allra síðustu árum sem farið er að tala um eitthvað sem heitir símahier- anir eða persónunjósnir hér á landi. En á meðan Austur-Þýskaland var og hét brúkaði lögreglan þar þessa aðferð alveg fram á síðasta dag, ég tala nú ekki um á hótelum og öðrum oþinberum stöðum. Ég varð oft var við ótta fólks hvað þetta snerti og get sagt þrjár sögur af því. [ fyrstu ferð okkar Stellu til Austur-Þýskalands, stuttu eftir að Berlínarmúrinn var reistur 1960, buðu ættingjar mínir okkur með sér á frægan veitingastað, Auerbachskeller í Leipzig. Sá stað-1 ur er líklega kunnastur fyrir það að Goethe, eitt I af höfuðskáldum þýskra bókmennta, sótti hann I mikið á sínum tíma og samdi þar m.a. leikritið I Fást. Við fengum borð í kaffisalnum á efri hæðinni en þar voru margir fyrir. Það fyrsta, sem við Stella tókum eftir og furðuðum okkur á, var það hversu hljóðlátt var I salnum. Það hefði mátt heyra saumnál detta. Andrúmsloftið var vægast I sagt undarlegt. Við töluðum þarna I eðlilegri tón- I hæð en tókum eftir því að fólkið okkar svaraði I yfirleitt í miklu lægri tóni, nánast hvíslaði eins og | allir aðrir þarna inni. Ástæðan var sú að það voru 1 ekki bara hlerunartæki sem alþýða manna óttaö- | ist í veitingahúsum heldur treysti það ekki mann- I inum við næsta borð, hann gat verið njósnari, út- | sendari frá lögreglunni. Að hugsa sér! Allt líf I þessa fólks markaðist af óttanum við yfirvöld. Okkur Stellu snerti þetta ekki neitt sérstaklega 8 en það gat verið vont fyrir þau sem voru með : okkur að segja eitthvað ógætilega. Mér er það líka minnisstætt að á fyrsta stefnu- : 5 móti okkar Harrys neitaði hann að koma inn til ; | Piu, frænku okkar. Ég vissi ekki þá hvers vegna : ; en hann sagði mér það síðar undir fjögur augu heima hjá sér. Þá var það þessi hræðsla við Stóra bróður, að íbúð Piu væri ef til vill hleruð. Hann tók enga áhættu og var fullur tortryggni eins og allir aðrir sem lifa í lögregluríki. Það var margt í þessum dúr sem átti eftir að Ijúkast betur upp fyrir mér. Þriðja og síðasta sagan er frá því nokkrum dögum áður en múrinn hrundi. Þá var ég stadd- ur á hóteli í Leipzig. Mig langaði til að hitta Klaus frænda minn, hringdi í hann og bauð hon- um til mín til. En þegar hann birtist vildi hann ekki þiggja að koma inn á herbergið mitt heldur kaus að við töluðum saman á fyrstu hæð hótels- ins þar sem var kaffistofa og bar. Þetta var í eft- irmiðdaginn. Fátt fólk var þar inni og barinn lok- aður. Þegar við vorum sestir niður sagði hann mér að í öllum hótelum væri það sem þeir kalla „wanzen" eða veggjalýs á íslensku, þ.e.a.s. hljóðnemar um allt til að hlera hvað fólki færi á milli. Hann vildi ekki hætta á að samtal okkar yrði hlerað. Þetta var nú sá óhugnaður sem Austur-Þjóð- verjar urðu að lifa við I áratugi. □ 24.TBL. 1993 VIKAN 49 ÆVIÁGRIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.