Vikan


Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 72

Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 72
JOLAVINIÐ ÁR- GANGUR Burgundy Red Burqundy White Beaujolais Chablis Bordeaux Red Bordeaux White Cötes du Rhöne Alsace 1964 8 8 7 6 8 7 7 8 1966 8 7 6 7 9 8 8 8 1967 6 7 7 6 7 8 9 8 1968 4 5 5 5 3 6 6 6 1969 8 8 8 5 5 7 8 7 1970 7 8 8 6 9 8 8 8 1971 7 7 8 9 7 7 7 9 1972 8 7 6 5 4 6 7 6 1973 7 8 7 6 6 7 7 8 1974 7 7 7 5 5 8 7 6 1975 6 7 6 8 9 8 6 7 1976 7 7 9 7 7 7 7 9 1977 6 7 6 7 4 7 6 7 1978 9 7 9 8 8 8 8 7 1979 7 7 6 8 8 8 6 8 1980 7 8 6 7 6 7 7 7 1981 6 6 7 8 7 7 7 7 1982 6 8 6 7 9 8 6 6 1983 7 8 6 7 7 8 7 7 1984 6 6 6 6 6 7 7 6 1985 8 7 7 7 8 7 8 7 1986 7 8 7 7 8 8 7 6 1987 7 7 7 7 6 6 7 6 1988 8 7 8 7 8 7 7 8 1989 8 7 8 8 8 7 7 8 1990 8 7 8 7 8 7 8 7 1991 8 7 7 8 8 8 7 8 GÆÐAMAT FRANSKRA VÍNA EFTIR ÁRGÓNGUM I töflunni, sem hér er birt, má sjá þær meðaleinkunnir sem frönskum vínum hafa verið gefnar með tilliti til mismunandi árganga. I lárétta ásnum eru vínhéruðin tilgreind og árgangarnir í þeim ióðrétta. Þess ber að geta að fjöldi framleiðenda er mjög mikill og því verður að líta á þetta með fyrir- vara. Sum árin geta ýmsir framleiðendur skarað fram úr þó svo að meðaltal ársins sé lágt í við- komandi héraði. að er afar misjafnt hvað fólki þykir gott að drekka með hátíðarmatnum um jól og áramót. Sumir drekka mjólk eða vatn, aðrir geta ekki hugsað sér annað en appelsin og malt sem blandað hefur verið í stóra könnu. Að minnsta kosti hefur það verið nauðsynlegur þáttur jólahaldsins að mati barnanna um áratuga skeið. Sem betur fer drekka flestir vín aðeins til hátíðarbrigða og þá í hófi þó að mörgum þyki meðalhófið vandratað. Með hin fleigu orð úr biblíunni í huga, „hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta", verður nú bent á nokkur vfn sem eiga vel við þann mat sem fjallað er um hér í blaðinu. Halldór Sigdórsson, yfirþjónn í Perlunni, er mikill áhugamaður um vin auk þess sem val á víni með hinum ýmsu réttum er hluti af starfi hans. Hann hefur kynnt sér vfn um margra ára skeið og er tvímælalaust einn af tiltölulega fáum sérfræðingum á þessu sviði hér á landi. Halldór fékk það erfiða verkefni að finna hæfandi vín fyrir hina mismunandi rétti og var beðinn um að hafa það ekki síður í huga að um væri að ræða vín á verði sem allur al- menningur ræður við þegar hann gerir sér glaðan dag yfir hátíðirnar. Hér á eftir birtast því upplýsingar Halldórs um vín sem standast strangar gæðakröfur hans, einkum og sér í lagi miðað við um hve góð kaup getur verið að ræða. Því má segja að hér sé á ferðinni „bestukaupalisti“ Vikunnar. Úrval léttvína hefur stóraukist í ÁTVR á undanförnum árum og má segja að um bylt- ingu hafi verið að ræða á þeim vettvangi. Er það mörgum fagnaðarefni að nú skuli vera unnt að kaupa vín með tilliti til bragðs, keims og krafna hvers og eins en ekki áhrifanna ein- Halldór Sigdórsson, yfirþjónn í Perlunni. göngu. Sumum er reyndar sama hvert bragð- ið er ef liturinn er réttur - en með tímanum hefur fólk orðið vandlátara. Vínin, sem hér um ræðir, er öll unnt að fá í vínbúð ÁTVR í Mjódd og flest eru þau af svokölluðum sérlista. Þeir sem búa utan höf- uðborgarsvæðisins geta pantað sérlistavínin hjá sölumönnum í söludeild ÁTVR og fá þau síðan send í póstkröfu. FORRÉTTIR Humarhalar og blandaðir sjávarréttir: POULLY-FUISSÉ, Dry Reserve (hvítvín) Þetta þurra og frábæra búrgúndívín kemur frá Macon-svæðinu, sunnan til í Búrgúndí. Það er lagað úr Cardonnay-berjunum. Fyllingin og jafnvægið i vfninu gerir það að einu því besta ef ekki því albesta frá Búrgúndí og á það þó harða keppinauta svo sem Chablis. Verð: 1510 kr. Vínið er gott með flestum fiskréttum og Ijósu kjöti. CHATEAU DE RIONS, Special Reserve 1991 (hvítvín) Mörgum þótti það hið furðulegasta mál þegar Jón Ármannsson, sem lengi var kenndur við fyrrum verslun sína, Buxnaklaufina í Reykja- vík, söðlaði um og gerðist vínbóndi í Bor- deaux í Frakklandi. En hann hefur svo sann- arlega sannað sitt mál. Nágrannar Jóns, vín- bændur sem hafa framleitt vín sín nær óbreytt í áratugi, eru nú farnir að taka hann sér til fyr- irmyndar. Það segir sína sögu um árangur hans á stuttum tíma. Þetta vín er þurrt, með góðu eftirbragði sem undirstrikar vel humar- og kryddbragðið. Verð: 1490 kr. HARDY'S COLLECTION FUMÉ BLAINC 1989 Þetta ástralska hvítvín er mjög gott, með þægilegu eikarbragði sem mörgum fellur eink- ar vel. Verð: 1280 kr. Ef fólki þykir gott að merja hvítlauksrif sam- an við matinn, hvort sem um fisk eða kjöt er að ræða, eru Ijós rauðvín oft góður kostur til að 72 VIKAN 24.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.