Vikan


Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 86

Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 86
DRYKKIR . 1 . Jj TEXTI: JÓHANNA HARÐARDÓTTIR Kaffi er ekki bara kaffi, það vita margir kaffiá- hugamenn á íslandi. Enginn veit það samt betur en Aðalheiður Héðinsdóttir, eig- andi Kaffitárs í Keflavík. Aðal- heiður bjó í Madison í Wisconsin í fimm ár og þar lærði hún að meta kaffi og hvernig á að þekkja það, vinna það og njóta þess. EINKAKENNSLA Í VITLAUSU VEÐRI „Ég drakk áður bara iðnaðar- kaffi eins og flestir aðrir. Ég man enn eftir því þegar ég fékk i fyrsta skipti virkilega gott kaffi. Ég var alveg hissa á að þetta skyldi líka flokkast undir kaffi, það var svo gjöró- líkt því kaffi sem ég hafði smakkað áður og rosalega gott. Ég var svo heppin að láta skrá mig á námskeið þarna úti. Það hét „Coffie and tea appreciation” og búist var við miklum fjölda þátttakenda. Það gerði kolvitlaust veður þennan dag, hörkufrost og rok og ég var eini nemandinn sem mætti, kasólétt í lopapeysunni! Kennarinn átti fjórar sérversl- anir með kaffi og bjó yfir geysilegri þekkingu og reynslu og ég fékk þarna einkatima! Upp frá þessu langaði mig alltaf að stofna kaffiverslun hér heima og kynnti mér allt sem ég gat varðandi þetta. Ég var svo heppin að þegar ég var búin að eiga barnið fékk ég að vinna launalaust í tæpt ár hjá þessum sérfræðingi og fékk þar ómetanlega kennslu. Ég lærði að smakka og fékk að fara í öll verk, fór meira að segja með í baunainnkaupin og kynntist þar þeim aðila sem ég versla við núna. Þetta er mjög mikilvægt, það er mikils virði að geta fengið góðar baunir og samkeppnin um þær er hörð.“ GÓÐAR BAUNIR OG RÉTT BRENNSLA Aðalheiður fær sendar ó- brenndar baunir í litlum pökk- um frá New York. Baunirnar eru mjög misjafnar að allri gerð og uppskeran milli ára misgóð þótt um sé að ræða sömu tegund bauna. Venju- lega eru þrjár baunatínslur á ári og sú í miðið er best. Kaffi- baunin sjálf geymist í fjögur til fimm ár óbrennd en eftir það fer hún að breyta um bragð og þá finna vanir kaffismakkarar geymslubragð af kaffinu. Að- alheiður brennir baunirnar, sem hún fær, mismikið og smakkar síðan. Brennslan skiptir miklu máli og reglan er sú að því meira sem baunin er brennd þeim mun minni verð- ur sýran í kaffinu. Eftir þessar tilraunir er ákveðið hvað skuli panta inn. Eftir að nýjar baunir eru komnar í sekkjum hefst vinnsl- an hjá Aðalheiði. Hún brennir baunirnar jafnóðum og á að selja þær þannig að kaffið er alltaf ferskt. Baunirnar breytast nefnilega hraðar eftir að þær hafa verið brenndar og þess má geta að kaffið frá Kaffitári er eina kaffið á markaðinum sem dagsett er með brennslu- degi. Síðan er kaffinu dreift til stórmarkaða á Reykjavíkur- svæðinu og í verslanir á Reykjanesi. MIÐLAR AF ÞEKKINGU SINNI Aðalheiður er kaffikona af guðs náð og reynir að miðla öðrum af þekkingu sinni, kenna fólki að meta gott kaffi. Hún hefur meðal annars hald- ið fræðsluerindi um kaffi fyrir félagasamtök. Hún sýnir kaff- inu virðingu eins og vín- smakkari eðalvíni. „Það er ekki nóg að hafa fyrsta flokks baunir ef þær fá ekki góða meðhöndlun. Vatn- ið þarf að vera 93-97 gráða heitt þegar það snertir kaffið svo olíurnar í kaffinu leysist upp. Þess vegna er „uppá- hellt“ kaffi yfirleitt betra. Kaffi úr kaffivélum getur líka verið gott ef vatnið í þeim hitnar nógu vel. Ef vel á að vera þarf líka að gefa sér tíma til að njóta kaffisins," segir Aðal- heiður. SUDURNESJA- EXPRESSÓ Kaffi og líkjör á einstaklega vel saman. Hér er auðveld og fljótleg uppskrift að ábætis- kaffi með Kahlúa-líkjör en nota má hvaða líkjör sem er: Hellt er upp á sterkt Suður- nesjakaffi eða expressó. í hvern mokkabolla er hellt heitu kaffi og um það bil 2 teskeiðum af Kahlúa. Skreytt með þeyttum rjóma og rifnu súkkulaði eða kakómalti. □ 86 VIKAN 24.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.