Vikan


Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 96

Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 96
TEXTI: ANNA HILDUR HILDIBRANDSDOniR r I —' I | I \ "¦" ) *"^ i | \! , *rc SÖGULEGT NAMMI, NAMM! Ef finna á eitthvert eitt sammerki með utan- landsferðum íslendinga seinni hluta þessarar aldar er svarið örugglega litríka dósin sem þau Major Quality og Miss Sweetly prýða. Quality Street sælgætið, sem íslend- ingum er jafnan tamt að kalla Mackintosh eftir framleiðand- anum, fékk það hlutverk að verða punkturinn aftan við ferðalagið til útlanda og þá sérstaklega á þeim árum þeg- ar sælgætisinnflutningur var enn bannaður. Hver man ekki eftir því þegar einhverjir í fjöl- skyldunni eða jafnvel nágrann- ar höfðu átt leið um fríhöfnina að hápunktur móttökunnar var jafnan þegar lok.ið fauk af dósinni góðu og skrautlegt góðgætið ögraði umhverfinu. Það var eins og ákveðin spenna myndaðist því þetta var nammið sem allir höfðu skoðun á. Hver og einn átti sinn uppáhaldsmola og f hita leiksins fuku gjarnan setningar eins og „Bannað að gramsa!" „Hver kláraði jarðarberjamol- ana?" „Ég ætla að finna alla grænu þrihyrningana!" Rétt eins og um pólitíska hags- munabaráttu væri að ræða. Það var þvi lán í óláni þeg- ar bíll blaðamanns tók upp á því að bila í sumar sem leið að það skyldi gerast í Jórvík (York), rétt við höfuðstöðvar Rowntree Mackintosh. Stórt skilti með nafni fyrirtækisins og megn súkkulaðilyktin þyrl- aði upp minningum um þetta nammi sem hefur átt svo sér- kennilegu hlutverki að gegna í þjóðarsál ísendinga. Þar sem ekki var annarra kosta völ en að lengja dvölina í Jórvík um sólarhring lokkaði súkkulaði- lyktin mig á fund þeirra hjá Rowntree Mackintosh til að svala forvitni minni um upp- runa dósanna vinsælu. HUNDRAÐ ÁRA SÆLGÆTISGERÐ Quality Street er reyndar ekki framleitt í verksmiðjunni í Jór- vík heldur í borg skammt frá sem heitir Halifax. Þar hófst sælgætisgerð hjónanna Johns og Violet Mackintosh fyrir rétt um hundrað árum. Quality Street kom ekki strax til sögunnar því sælgætis- gerðin hófst á karamellufram- leiðslu, svokölluðum „Mackin- tosh's Celebrated Toffee" sem taldar eru elstu nú- tfmakaramellurnar. Fyrirtækið óx jafnt og þétt og upp úr aldamótum var opnuð verk- smiðja í Bandaríkjunum. Þegar þau hjónin féllu frá tóku synirnir við en Quality Street var kynnt til sögunnar árið 1936. Nafn þess er dreg- ið af samnefndu leikriti eftir J.M. Barrie, sem meðal annars er höfundur Péturs Pan. Hönnun umbúðanna er grundvölluð á tveimur aðal- persónum leikritsins, Major Quality (Gæði majór) og Miss Sweetly (ungfrú Ljúfleg). Sú markaðssetning hefur verið happadrjúg og umbúðirnar hafa haldist lítið breyttar frá upphafi. Framleiðslan náði strax miklum vinsældum og nú er þetta mest selda sæl- gætið í heiminum. Það er flutt til yfir hundrað landa en í Hali- faxverksmiðjunni eru fram- leiddir yfir tveir milljarðar af Quality Street molum árlega. Árið 1989 sameinaðist Mackintosh alþjóðafyrirtækinu Nestle og nafninu var þá breytt í Rowntree Mackintosh. Viðmælendur mínir eru á einu máli um að íslandsmarkaður- inn hafi verið mjög vænn frá því að innflutningur þar hófst. Sennilega erum við mestu Quality Street molaætur sem sögur fara af miðað við hina frægu höfðatölu. MEÐ GULLFOSSI Árið 1950 fór Gullfoss að sigla til Leith í Skotlandi og áttu þeir íslendingar sem ferðuð- ust með honum kost á að kaupa Quality Street af skosk- um höndlurum. Þannig hófst innflutningur þessara dósa með óeiginlegum hætti. Þegar fríhöfnin var opnuð árið 1958 var í fyrstu ein- göngu verslað með ilmvötn og tóbak en um 1960 var byrjað að selja sælgæti og þá strax prýddi Quality Street hillurnar. Erfitt er að komast yfir inn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.