Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 8

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 8
Toledo, miðaldaborg skammt frá Madrid, sem friöuö hefur veriö í heilu lagi. Kórónusmíði í Toledo. spænska ríkisstjórnin keypti fyrir nokkrum árum á litla 20 milljaröa íslenskra króna. Þetta safn er ekki síður áhugavert, því þar getur aö líta sýnishorn af verkum helstu málara veraldar í for- tið og nútíö. Kristinn R. Ólafsson. GUERNiCA Neöar viö sömu götu er safn Soffíu drottningar þar sem verk þekktra listamanna 20. aldarinnar prýöa veggi, m.a. ein frægasta mynd Picasso og jafnframt ein þekktasta mynd aldarinnar, „Guernica", sem lýsir hryllingi styrjaldar i sinni nöktustu mynd. Mynd- efnið er sótt til árásar þýskra flugvéla á baskneska bæinn Guernica í spænsku borg- arastyrjöldinni (1936-39) þar sem stór hluti bæjarbúa var stráfelldur. Myndina málaði Picasso í tilefni heimssýn- ingarinnar í París áriö 1937 en verkið fékkst ekki flutt til Spánar fyrr en röskum 40 ár- um síðar þegar Franco ein- ræöisherra var allur og leyfi- legt var aö fjalla opinberlega um þetta viökvæma tímabil í sögu Spánar í máli og mynd- um eftir áratuga ritskoöun. Aö sögn Kristins R. Ólafs- sonar hvílir skuggi fortíðar- innar vegna borgarastyrjald- arinnar ekki lengur yfir Spánverjum. Áöur en Franco lést var þjóöfélagið komið lengra í frjálsræðisátt en yfirvöld vildu vera láta og þess vegna gekk svo vel aö endurreisa lýöræði í landinu. Reyndar hefur komiö fram í skoðanakönnunum aö allt aö 30% Spánverja telja aö spænskt þjóöfélag hafi verið betra á Franco-tímanum en það er í dag en hægri öfga- hreyfingar í stjórnmálum eru þó í algjörum minnihluta. DALUR HINNA FÖLLNU Breiögötur í Madrid, sem nefndar voru eftir Franco og stuöningsmönnum hans, hafa nú fengið ný nöfn en hins vegar veröur seint af- máö hiö mikla minnismerki sem hann sjálfur reisti sér í Dal hinna föllnu í fjallgarði um 50 kílómetra norövestur frá höfuðborginni. Einræöis- herrann lét pólitíska fanga klappa og sprengja mikla kirkju um 250 metra inn í granítfjall og reisa 150 metra háan kross ofan á klettinn. Það er sérkennileg tilfinning aö ganga inn í þessa tröll- vöxnu kirkju i fjallinu sem sögö er vera til minningar um alla þá sem féllu í spænska borgarastríöinu 1936-39, alls um 600.000 manns, en í gólfinu framan við kórinn eru grafir Francos sjálfs og Primo de Rivera, stofnanda hinnar fasísku Falangistahreyfingar, sem hrintu styrjöldinni af stað meö því aö hrifsa völdin af löglega kjörinni rikisstjórn. Bygging kirkjunnar tók tvo áratugi og lauk áriö 1958. Aldrei hefur orðiö Ijóst hve margir fangar létu lífiö viö hinar erfiöu byggingafram- kvæmdir en föngum var boðið aö stytta refsitíma sinn með því aö vinna viö kirkju- bygginguna í Dal hinna föllnu. Skammt þarna frá er ann- aö minnismerki af allt öörum toga sem er ekki síður vert að skoða. Þaö er El Escorial klaustriö, mikil steinhöll byggð fyrir tilstuölan Filipp- usar 2. Spánarkonungs á 16. öld til minningar um sigur Spánverja á Frökkum í orr- ustunni viö San Quintin á Lárentíusarmessu áriö 1557. Klaustrið hefur veriö kallaö áttunda undur veraldar og hefur verið sérstaklega út- nefnt af UNESCO, Menning- ar- og vísindstofnun Sam- einuðu þjóðanna, sem verö- mætt menningarsögulegt minnismerki. í klaustrinu er m.a. aö finna mikla kirkju og grafhvelfingu Spánarkon- unga, svo og mjög merkilegt bókasafn, mikilvægasta safn arabískra bóka utan Dam- askus. í El Escorial má einn- ig augum líta málverk eftir meistarana Tiziano, El Greco, El Veronés, Lucas og Goya. TOLEDO - BORG FRIDUÐ I HEILU LAGI Enginn sem kemur til Madrid má láta hjá líöa að heim- sækja borgina Toledo, sem er um 70 kílómetra sunnan höfuöborgarinnar. Toledo stendur á höföa sem Tang- usfljót umlykur á þrjá vegu en sjálf er borgin múrum girt. Hún speglar marga bygging- arstíla allt frá márískum og gotneskum til endurreisnar. Þaö er eins og koma aftur í aldir aö ganga um þröngar og bugöóttar götur borgar- innar. Borgin var áður höfuö- borg Spánar og fyrr á öldum bjuggu þar Rómverjar, Vest- gotar, Márar, gyðingar og kristnir menn. Öll borgin hef- ur veriö yfirlýst þjóöarminnis- merki af spænskum yfirvöld- um vegna feguröar sinnar og glæstrar fortíöar og UN- ESCO, menningar- og vís- indastofnun Sameinuðu þjóöanna hefur útnefnt hana „Arfleifð mannkyns". í Tol- edo er stór og afar glæsileg dómkirkja sem byrjað var aö reisa á 13. öld og var 300 ár FRH. Á BLS. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.