Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 11

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 11
HELENA EYJOLFSDOTTIR SONGKONA: ÍMGNUM Þeir eru allt of fáir sem eru svo lánsamir að fá að starfa við áhugamálið en sem betur fer er alltaf einn og einn sem fer glaður í vinnuna, unir sæll við sitt og myndi ekki fyrir nokkurn mun vilja skipta yfir í eitthvað annað. Söngurinn hefur verið Helenu Eyjólfsdóttur vinna og áhugamál til fjölda ára og þau eru ófá skiptin sem henni hefur tekist að gæða texta tilfinningu og lagi líf. Hún var ekki há í loft- inu þegar hún hét sjálfri sér því að verða óperusöngkona en for- lögin ætluðu henni allt annað hlutverk, nefnilega að syngja dægurlög. Nafn hennar er ósjálf- rátt tengt a.m.k. tvennu: Hljóm- sveit Ingimars Eydal og Sjallan- um á Akureyri. Helena er kona af bjartsýna skólanum og þrátt fyrir mikil og erfið veikindi eiginmanns hennar, Finns Eydal, brosir hún mót máttarvöldunum og er ákveðin í að láta ekki bugast þótt á móti blási. ÚTLENDUR ÁVÖXTUR Helena Eyjólfsdóttir segist vera mikill Akureyringur í sér og hvergi annars staðar geta hugsað sér að búa á landinu. Það vita þó ef- laust ekki allir að hún er fædd og uppalin í Reykjavík. „Ég held að mamma og pabbi hafi búið á Reynimel 50 þegar ég fæddist en skömmu eftir það keyptu þau íbúð í verkamanna- bústöðum í Stórholti. Á meðan beðið var eftir þeim íbúðum bjuggum við í Höfðaborginni, þeim frægu byggingum niðri við Höfða. Þar vorum við tvær syst- urnar (sú þriðja var ókomin í heiminn), ásamt pabba og mömmu, í einu herbergi, auk sal- ernis og eldhúss. Þarna bjó gjarnan fólk sem var að bíða eftir að komast í betra húsnæði og ég man vel eftir mér frá þessum ár- um. Eitt mjög merkilegt uppgötv- uðum við systurnar þarna og það var útlendur ávöxtur. Þetta voru bananar og þeir voru kolgrænir. Ekki var við það komandi að við fengjum að bragða á þeim þá því þeir áttu víst eftir að þroskast. Merkið um rétt þroskastig var þegar þeir yrðu orðnir gulir. Þeir voru hengdir fyrir framan kola- eldavélina og þar sátum við dag- inn út og inn og biðum eftir gula litnum. Það sorglega var að hann lét á sér standa og svartir og lítt kræsilegir voru þeir að lokum teknir niður, þeim hent og við fengum ekki að bragða þá.“ LÆRDUM ÖLL ÆTTJARDARLÖGIN „í Stórholtinu var ég svo allt þar til ég fór að heiman, 17 ára gömul. Ég var í Lauganesskólanum og söng í kórnum hjá Ingólfi Guð- brandssyni. Allir dagar byrjuðu á því að hringt var til morgunsöngs þar sem sungin voru tvö eða þrjú lög. Þarna lærðum við öll ættjarð- arlögin og mér finnst sorglegt ef þetta er að leggjast af og fólk hætt að læra þessu góðu lög.“ Helena söng mikið sem barn og móðir hennar fór með hana til Sigurðar Birkis, þáverandi söng- menntastjóra, sem kom telpunni til Guðrúnar Þálsdóttur, ekkju Héðins Valdimarssonar alþingis- manns. Guðrún var þá söng- kennari í Melaskólanum og kenndi Helenu söng í tvo vetur án þess að taka krónu fyrir. „Eftir þennan tíma hjá Guðrúnu var ég farin að syngja á skemmt- unum og man sérstaklega eftir einni ferð til Keflavíkur. Við Guð- rún fórum með rútunni suður eft- ir. Hún var í mjög fallegum minnkapels og lék undir hjá mér. Fyrir þetta tók hún fullt af pening- um og lét mig hafa hverja einustu krónu.“ Helenu var ráðlagt að hvíla sig á söngnáminu meðan röddin gengi í gegnum ákveðið þroska- VIÐTAL: SVANUR skeið og við 16 ára aldurinn, þeg- VALGEIRSSON ar meiningin var að hún tæki upp /y\YNDIR- COIII þráðinn að nýju, var hún farin að syngja dægurlög. ÖRLAGARÍK ÁKVÖRÐUN „Ég hafði alltaf ætlað mér að leggja fyrir mig klassískan söng og sá mig jafnan fyrir mér sem óperusöngkonu. Ég man að ég lokaði mig alltaf af í kjallaranum í Stórholtinu og söng aríur þar sem enginn heyrði. Ég fór í Gagnfræðaskólann við Lindargötu og þaðan í landspróf í Gagnfræðaskólanum við Vonar- stræti. Eftir það innritaði ég mig í Menntaskólann í Reykjavík en tók örlagaríka ákvörðun og dró umsókn mína til baka. Þó ung væri að árum gerði ég mér vel grein fyrir hversu örlagarík ákvörðunin í rauninni var en mér hafði verið boðið að syngja með hljómsveit Gunnars Ormslev í nýju húsi, Framsóknarhúsinu, síðar Storkklúbbur, þá Glaumbær og er nú Listasafn islands, og ég stóðst engan veginn slíkt boð.“ Þarna var sem sagt ákvörðun- in tekin um að verða söngkona og segist Helena hafa borið ákvörðunina undir móður sína en hún ekki viljað hafa áhrif á stelp- una. Ákvörðunin skyldi verða og varð hennar og hún segist ekki hafa séð eftir því að hafa stigið þetta örlagaríka skref. „FINN EKKI TÓNINN MINN" „Þetta var alveg fullt starf og á þessum tíma var miklu meira að gera í þessu en í dag. Við spiluð- um allar helgar allan veturinn, frá fimmtudagskvöldi og fram á sunnudagskvöld. í þessari hljóm- sveit voru, auk mín, Magnús Ingi- marsson og fjórir Gunnarar: Gunnar Ormslev, Gunnar Mog- esen, Gunnar Sigurðsson og 2. TBL. 1994 VIKAN 1 1 LÍFSREYNSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.