Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 14

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 14
LÍFSREYNSLA Glatt á hjalla i hléi í Sjallanum á gamlárs- kvöld 1969. Helena og Finnur meó hljóm- sveit Ingimars Eydals. „Mér finnst ég ákaflega lánsöm aó hafa lifað þessa tíma,“ segir Helena. Knékrjúpandi baö ungi, myndarlegi maóurinn Helenu um aó koma noróur og syngja meö hljóm- sveit sem bróöir hans var aó stofna. Hún skellti sér noróur - og trúlofaöist unga manninum. Hér sjást þau nýtrúlofuó á balli í Alþýóuhúsinu 1959. og Finnur að leika með Hljóm- sveit Svavars Gests í Sjálfstæð- ishúsinu. Og einmitt þennan vet- ur fóru hjörtu þessara ungmenna að slá í takt, takt sem síðan þá hefur verið hrynjandi þeirra lífsins sinfóníu, stríðra sem blíðra tóna. LÍKAD VEL VIÐ KARLANA „Við fórum síðan aftur norður sumarið eftir og þannig gekk þetta, allt til ársins 1962, við vor- um í Reykjavík á veturna en með Atlantic kvartettinum á sumrin. Á þessum árum söng ég inn á flest- ar mínar plötur, þá 16 og 17 ára. Við Finnur fluttum svo suður 1962 og vorum þar í fjögur ár. Spiluðum á ótal stöðum, fyrst með Hljómsveit Svavars Gests, og fórum m.a. einn heljarinnar hring í kringum landið með þeirri sveit. Eftir að við fórum suður stofnaði Ingimar Hljómsveit Ingi- mars Eydal og hún lék einn vetur í Allanum en flutti sig síðan yfir í Sjálfstæðishúsið þegar það opn- aði árið eftir.“ Þau hjón settust endanlega að á Akureyrar 1966 og segist Hel- ena hvergi annars staðar geta hugsað sér að búa. „Mér finnst Akureyri sérlega fallegur og góður bær. Mér finnst umhverfið miklu manneskjulegra hér, maður kannast við flesta og lætur sig náungann varða. Mér finnst notalegt að geta boðið fólki góðan daginn þegar ég mæti því á morgnana, hvort sem ég þekki það vel eða ekki. Það er hægt á Akureyri." Finnur fór strax að spila með Hljómsveit Ingimars en fyrsta árið á eftir söng Helena með „allt öðr- um strákum á Hótel KEA“ eins og hún orðar það en síðan með Hljómsveit Ingimars. Hún segist alla tíð fyrst og fremst hafa unnið með körlum og líkað það vel. „Við strákarnir" er setning sem hún segist oft hafa misst út úr sér. SJALLASTEMMNINGIN Sjálfstæðishúsið á Akureyri hafði ávallt sérstakt aðdráttarafl og þeir eru ófáir sem hafa dillað sér þar innan veggja. Staðurinn var og hefur alla tíð verið eitt af vöru- merkjum Akureyrar. Þeir, sem hafa átt leið um bæinn, létu það ekki spyrjast að þeir hefðu ekki komið við í Sjallanum. Ósjaldan hefur verið minnst á stemmning- una sem alltaf skapaðist í húsinu og sú stemmning er oftar en ekki kennd við Hljómsveit Ingimars Eydal. Minningin er sveipuð ein- hvers konar dýrðarljóma, Ijóma sem fólk ekki skynjar sem ekki upplifði stemmninguna sjálft. „Þetta var mjög sérstakt og þekkist ekki í dag, að ég held. Húsið var stórt með stóru dans- gólfi og fólk kom til þess að dansa. í mínum huga er hljóm- sveitin stærsta skýringin á þessu því hún var mjög góð. Þarna var þessi hljómsveit í nokkur ár og fólk gekk að henni vísri. Við lögð- um allan okkar metnað í þetta; æfðum mjög mikið og vorum allt- af með nýjustu lögin, beint úr Ra- dio Luxemburg. Liður í þessu hefur auðvitað getað verið að í kringum svona myndast alltaf einhver múgsefjun en þeirri stað- reynd verður ekki hnekkt að laga- valið var gott og stemmningin í sveitinni einstök. Mörg laganna, sem við vorum með á prógramm- inu hjá okkur fyrstu árin, lifa enn í dag og það segir sína sögu.“ LÁNSÖM AÐ LIFA ÞESSA TÍMA „Ég sakna þessara tíma en það þýðir ekkert að vera að gera ein- hvern samanburð við daginn í dag. Þetta var bara þá og þessi tími kemur ekki aftur. Tíðarand- inn var allur annar og fólk hafði lítið að fara annað en í bíó og á ball. Enda var það svo að við vor- um oft að spila öll kvöld vikunnar, nema miðvikudagskvöld þvf það voru áfengislaus kvöld. Það voru oft okkar einu fríkvöld. Ef var hlé í Sjallanum var maður að flengjast um landið og sþila á böllum eða taka upp sjónvarpsþætti, sjón- varpsþætti sem í dag eru því miður glataðir að einhverju leyti þar eð sjónvarpið þurfti á sínum tíma að nota myndböndin aftur og aftur. Eftir því sem árin liðu í þessu fór spilakvöldunum fækk- andi og allir vita hvernig þetta er í dag. Mér finnst ég ákaflega lánsöm að hafa lifað þessa tíma. Þetta var okkar aðalstarf og okkar lifi- brauð. Auðvitað var þetta fyrst og fremst kvöld- og helgarvinna en það þýddi að ég gat verið heima með börnunum mínum þremur, Herði, Laufeyju og Helenu, þegar 14 VIKAN 2.TBL. 1994 þau voru lítil. Þegar við vorum að fara í vinnuna á kvöldin var kom- inn háttatími hjá þeim og þá kom amma þeirra til að þassa þau. Þetta gat ekki verið betra.“ OFBODSLEGA SKEMMTILEGT Hljómsveit Ingimars Eydal starf- aði óslitið næstu níu árin, eða allt til ársins 1976, en þá lenti hljóm- sveitarstjórinn í slæmu bílslysi og átti í því í nokkuð langan tíma. „Við héldum hópinn í einhvem tíma eftir að Ingimar slasaðist en það gekk einhvern veginn ekki og við hættum. Það var þó svo að maður gat ekki slitið sig frá þessu. Þetta var svo skemmtilegt og við vildum halda áfram að spila. Það varð því úr að við Finnur stofnuðum Hljómsveit Finns Eydal í Sjálfstæðishúsinu tveimur eða þremur árum síðar. Síðan fór Ingimar reyndar af stað að nýju en þá vorum við orðin föst í okkar starfi með okkar fé- lögum og upp úr þessu voru þeir bræður hvor með sína hljómsveit og við lékum ekki saman nema í sýningunni Stjörnur Ingimars í 25 ár og einhverjum slíkum sérstök- um upþákomum." Árin liðu við spilamennsku og Helena var farin að vinna fulla vinnu með. Eftir hádegi á föstu- dögum var kannski stokkið upp í rútu og brunað til Reykjavíkur. Þar var stillt upp hljóðfærum og unnið til klukkan þrjú um nóttina. Spilað var fram á morgun aðfara- nótt sunnudags og seinna um daginn öllu pakkað í bílinn, komið til Akureyrar seint um kvöldið og hin vinnan kallaði klukkan sjö morguninn eftir. „Maður skipti algerlega um hlutverk. Ný vinna, nýir vinnufé- lagar og svo var ég gera það sem mér hefur alla tíð fundist svo skemmtilegt að gera, syngja. Þetta var rosalega erfitt en svo sannarlega þess virði.“ KRABBAMEINIÐ KNÝR DYRA Það var oft kátt á hjalla en erfið- leikar hafa ekki alveg sneitt hjá húsi þeirra hjóna. Veikindi Finns eru þess fyrst og fremst valdandi að þau hafa dregið sig í hlé, að sinni að minnsta kosti. „Ferillinn hefur spannað mjög langan tíma og mér finnst satt best að segja alveg vera kominn tími til þess að hleypa yngra fólk- inu að. Ég sakna þess þó stund- um að vera ekki í þessu en ég er ekkert hætt að syngja. Ég get sungið hvenær sem er; röddin er til staðar og áhuginn kraumar svo sannarlega undir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.