Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 18

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 18
AFENGISBOL ■ „Loksgekk óreglon svo langt að Gísli datt i það í eitt skipti fyrir öll og var drukkinn í 10 daga sam- fleytt. Þó var hann orðinn 17 óra." „Hann hætti að segja mér hvað hann væri að gera, hvar hann hefði verið, með hverjum og svo framvegis. Áður vissum við alltaf hvað hann aðhafðist. Hann hafði ævinlega verið mjög samvisku- samur og virti ennþá að mestu leyti útivistarreglur og því um líkt. Ég hafði undantekningalaust get- að treyst honum.“ SOFNAÐI BRENNIVÍNS- DAUÐA 1 5 ÁRA „Gísli var rétt um 15 ára aldur þegar við hjónin fórum að koma að honum dauðum brennivíns- dauða inni hjá sér. Hann kom heim eftir að við vorum sofnuð og vaknaði í öllum fötunum næsta dag. Við sáum að eitthvað meira en lítið var að. Við reyndum að tala við hann og leiða honum fyrir sjónir að svona mætti þetta ekki ganga. Okkur fannst við ekki geta gert neitt meira að svo komnu máli. En ekkert dugði. Þegar hann var orðinn 16 ára var ástandið orðið þannig að á kvöld- in og næturnar um helgar biðum við eftir að lögreglan hringdi og bæði okkur að sækja hann. Hann drakk alltaf þangað til hann varð rænulaus og var hirtur uþp eins og hver annar pakki. Við vorum svo græn að okkur datt ekki í hug að sonur okkar væri ef til vill sjúkur - það hvarfl- aði ekki að okkur að unglingar gætu orðið alkólhólistar. Við héldum hins vegar að drykkjan væri af völdum einhvers, sem hefði komið fyrir hann, en við vissum auðvitað ekki hvað það gæti hafa verið. Næsta skref okkar var í því fólgið að við sendum Gísla til sál- fræðings sem hann fór í fjölmörg viðtöl til. Gísli fullyrti að þessar heimsóknir hefðu ekkert að segja, hann hefði enga trú á að þær hjálpuðu til. Sálfræðingurinn dró þá ályktun að ekkert sérstakt amaði að syni okkar, á áfengis- vandamál minntist hann ekki enda er strákurinn mjög klár í kollinum og laug hann fullan. Drykkjan hélt áfram og ástand- ið var orðið þannig að hann kom til dæmis heim handleggsbrotinn í eitt skiptið, fingubrotinn í annað og einu sinni gerðist það að hann var kýldur svo í andlitið að tennur losnuðu. Oft var hann því illa leik- inn.“ 17 ÁRA - DRUKKINN í 10 DAGA „Loks gekk óreglan svo langt að Gísli datt svo hressilega í það að hann var drukkinn í 10 daga sam- fleytt. Þá var hann orðinn 17 ára og búinn að kaupa sér bíl því að hann vann alltaf á sumrin og með skólanum á veturna. Við eltum hann út um allan bæ og drösluð- um honum heim þar sem hann hótaði að fremja sjálfsmorð. Við vorum orðin gjörsamlega úr- ræðalaus, við vissum alls ekki hvað við ættum til bragðs að taka. Okkur fannst við ekkert geta hjálþað honum. Hann var byrjaður á fyrsta ári í menntaskóla og í raun á hann gott með að læra. Hann stóð sig alltaf mjög vel í skóla áður en drykkjan fór að setja strik í reikn- inginn og á grunnskólaprófi var hann með lágmarkseinkunnir í öllum greinum af þessum sökum. Ég var þarna með símaskrána í hendinni og fletti henni fram og til baka, ég vildi hafa samband við einhvern aðila sem ef til vill gæti gefið okkur ráð en ég vissi ekki hvert ég ætti að snúa mér. Ég hafði heldur ekki talað um þetta við nokkurn mann utan fjöl- skyldunnar, enginn vissi hvað gekk á hjá okkur. Loksins hug- kvæmdist mér að hringja í neyð- arsíma foreldrasamtakanna Vímulaus æska. Jón Guðbergs- son kom í símann og ég sagði honum alla sólarsöguna. Lög- reglan var þá búin að hirða Gísla sem var þar í gæslu. Við létum halda honum inni í sólarhring og komum að morgni að sækja hann ásamt Jóni. Gísli varð alltaf mjög illur með vfni á þessum tíma og tók okkur ekki vel þarna um morgunin. Líklega var það af því að hann átti erfitt með að láta okkur horfa upp á sig svona illa kominn. - En loksins var komið að því að hann virtist vilja gera eitthvað í málum sínum og freista þess að binda enda á þetta ástand.“ UÓS Í MYRKRI - MEÐFERD Á TINDUM „í öllu þessu myrkri rann upp fyrir okkur Ijós - sem var meðferðar- heimilið Tindar á Kjalarnesi. Jón kom Gísla inn og var hann þar í meðferð næstu 8 vikurnar. Að dvölinni lokinni stóð hann sig eins og hetja f 14 mánuði. Þetta var yndislegur tími, sonur okkar varð aftur eins og hann átti að sér að vera, okkur fannst við hafa heimt hann úr helju. Gísli féll aftur skömmu fyrir jól- in í vetur. Hann hefur verið að mestu þurr í miðri viku en legið í því um helgar og byrjar jafnvel á fimmtudögum. í síðustu viku fór hann á Tinda þar sem hann staldraði við í 2 sólarhringa, þá fannst honum hann ekkert hafa að gera þar lengur. Hann fór út og datt f það. Núna er hann heima og bíður eftir því að kom- ast inn annars staðar. Hann er þurr ef við foreldrarnir höldum honum í skrúfstykki. Jól og áramót eru sá mesti hryggðar- tími sem fjölskylda, sem býr við þessar aðstæður, upplifir. Þá kemur hann kannski heim á fjór- um fótum þegar sfst skyldi, heim- ilið er undirlagt. Hann brýtur ekk- ert af sér meðan á drykkjunni stendur en hann drekkur þangað til hann liggur dauður þar sem hann er staddur í það sinnið.“ - Er alkólhólismi í fjölskyldum ykkar hjónanna? „Já, hjá öðru foreldri eigin- manns míns og bróður mínum en síðan ekki söguna meir. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert borið á þessu hjá syst- kinabörnum okkar, allavega ekki þannig að um vandamál hafi ver- ið að ræða. - Og ekki hjá okkur sjálfum. Þetta kom eins og skratt- inn úr sauðarleggnum. Ég hélt alltaf að drykkjusýki væri áunnin en ekki meðfædd eins og hún virðist vera í okkar tilfelli. Starfs- menn Tinda sögðu að Gfsli hefði hreinlega heiftarlegt ofnæmi fyrir áfengi, líkaminn þyldi ekki þetta efni því að um leið og það færi inn fyrir varir hans umturnaðist hann. Við reyndum að fela vanda- málið fyrir yngri börnum okkar, 15 og 9 ára, þangað til Gfsli fór í meðferðina. Þá tókum við þau með á fjölskyldunámskeið sem okkur var boðið upp á. Auðvitað finna þau að eitthvað er að.“ ÞJÁÐIST AF SAMVISKUBITI „Ég segi ekkert annað en það að ég veit ekki hvernig ástandið hjá fjölskyldu okkar væri ef Gísli hefði ekki farið inn á Tinda. Mér hefur virst fyrirkomulagið þar vera til hreinnar fyrirmyndar - hvernig starfsfólkið tekur á hlut- unum og hvernig það tók okkur. Starfsfólkið tekur bara af manni ráðin, tekur við unglingnum og segir okkur að hvíla okkur. Fyrst eftir að meðferðin byrjaði gátum við loksins sofið tvær eða þrjár nætur í röð án þess að hafa þungar áhyggjur af afdrifum son- arins. Mér varð ekkert um það þegar okkur var ráðlagt að gangast undir fjölskyldumeðferð. Ég var ekki reiðubúin til þess að ókunn- ugt fólk færi að segja mér hvernig við ættum að hegða okkur og umgangast börnin og ég efaðist um að þetta fólk hefði áhuga á því hvernig mér liði. Þetta er bara ekki þannig. Námskeiðið hjálpaði okkur 1 8 VIKAN 2. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.