Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 21

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 21
Gísla, vera einn með honum í svona klukkutíma og taka hann síðan með sér á fund. Hann seg- ist heyra það fljótlega hvort það sé einlæg ósk Gísla að verða edrú. Ég spurði hann að því í morgun af hverju hann hefði farið út af Tindum nú á dögunum. Hann sagðist ekki hafa verið til- búinn. Ég spurði hann þá hvort hann væri reiðubúinn að fara eitt- hvert annað í meðferð núna. „Já, ég er það í dag,“ svaraði hann því að honum leið illa síðan um síðustu helgi. Nú þurfum við að halda honum við efnið þangað til hann kemst eitthvert. Því hefur verið haldið fram að alkólhólistar hafi gott af að bíða svolítið eftir því að komast í með- ferð þegar þeir hafa dottið í það aftur. Jón Guðbergsson benti mér á að slfkt gæti verið jákvætt þegar um væri að ræða einstakl- inga sem hefðu kannski ekki í nein hús að venda og lægju ein- hvers staðar í vesaldómi sfnum eftir síðasta fyllirí. Gísli er aftur á móti er heima í faðmi fjölskyld- unnar sem er heltekin af þessu. Það er ekkert víst að það verði svo auðvelt að hjálpa fjölskyld- unni loksins þegar einstaklingur- inn er farinn í meðferðina." FJÖLSKYLDAN í RÚST „Fjölskyldan er gjörsamlega í rúst eftir þessa lotu - og yngri syst- kinin vita stundum ekki sitt rjúk- andi ráð. Þau fyllast öryggisleysi, það yngsta eltir mig á röndum þegar ég er heima og hitt skamma ég oft að ósekju. Það er mjög erfitt að tala um þetta við nokkurn mann, það skil- ur mann enginn. Innst inni finnst fólki þetta vera okkur að kenna - það hljóti eitthvað að vera að eða hafa gerst. Af þessum sökum, meðal annars, talar maður ekki mikið um þetta. Þegar maður svo hefur öðlast skilning á vandanum og er að reyna að bregðast við á réttan hátt eiga sumir það til að ásaka mann um að vera harð- brjósta og snúa bakinu við barn- inu og reka það út. Það skilur þetta enginn nema sá sem lendir í því. Þrátt fyrir þá hörku, sem maður er neyddur til að sýna snýr maður aldrei fullkomlega bakinu við barninu sínu. Maður meira að segja leggur það á sig að henda því út ef það getur hjálpað. - Og það hjálþar því að maður gerir viðkomandi erfiðara fyrir. Gísli verður að hugsa sig tvisvar um áður en hann dettur í það ef hann hefur ekki á neinn vísan stað að fara þegar komið er í óefni. Hon- um finnst þetta aftur á móti mjög þægilegt ef hann getur gengið út frá því sem vísu að við tökum alltaf við honum aftur. Næstelsta barnið okkar fædd- ist fatlað. Fyrstu fjögur árin voru mjög erfið og oft hélt ég að það væri að deyja í höndunum á mér. Ég átti því svefnlausar nætur ár- um saman en vissi alltaf hvernig ég átti að bregðast við. Hvað Gísla varðar er aldrei á vísan að róa. Ég hélt á sínum tíma að það að eignast svona fatlað barn og koma því á legg væri það erfið- asta sem unnt væri að leggja á nokkra manneskju. - En það hef- ur verið miklu erfiðara að ganga i gegnum hlutina með Gísla.“ AÐ NIDURLOTUM KOMIN „Ég er gjörsamlega að niðurlotum komin og ástæðan er fyrst og fremst sú að ég sef ekki á nótt- unni þegar Gísli er í þessu ástandi. Eg er alltaf með andvara á mér og þegar hann er loksins kominn heim sofna ég ekki fyrr en ég er viss um að hann sé sofnaður og fari ekki út aftur. Hann virðist hafa endalaust þrek þegar hann er drukkinn og oft þarf ég að bíða fram til morguns eftir því að hann sofni - þá þarf ég kannski að mæta í vinnuna eftir stutta stund. Maður er orðinn eins og hvert annað viljalaust verkfæri þegar vandinn er orðinn svo mikill sem raun ber vitni. Ég hef haldið þessu leyndu fyrir vinum og vandamönnum, samstarfsfólki og yfirleitt öllum. Ég er orðin eins og hræddur kettlingur sem hniprar sig saman úti í horni og bíður eftir því hvað gerist næst. - Á hverju á ég von núna? Hvar er hann? í hvernig ástandi er hann?, Hvað hefur hann gert? Ástand manns verður sjúklegt. Núna er ég búin að naga negl- urnar á mér næstum upp að öxl- um og helst geng ég í sömu föt- unum dögum saman, þau eru eitthvað sem ég held í, styð mig við. Á kvöldin hátta ég óttaslegin niður í rúm, sofna hrædd og vakna áhyggjufull, fer í sturtu af þvf að ég er vön að gera það, og klæði mig svo í sömu fötin og í gær. Maður getur ekkert hugsað. Ég á svo yndislega fjölskyldu, það hjálpar mikið. Ein systir mín pantaði fyrir mig klippingu um daginn og bókstaflega sendi mig þangað. Önnur hringir eða kemur og reynir að spjalla við mig um daginn og veginn, fá mig til að gleyma vandamálunum smá stund. Ég reyni að bera höfuðið hátt og standa mig í vinnunni. Það má samt segja að ég sé óvinnufær sem stendur. Síðasti janúarmánuður hefur verið með þeim verri sem ég hef lifað. Þetta hefur verið stanslaus lota síðan um miðjan desember og fram í febrúar. Nú get ég ekki meir. Það er ekki nóg að fara inn á stofnun og fá hjálp því að ein- staklingurinn þarf að vinna með sjálfan sig lengi á eftir. Þó svo að Gísla takist að vinna á vandanum að þessu sinni kæmi það mér ekki á óvart að hann dytti í það einhvern tímann aftur.“ □ ■ „Þrótt fyrir þá hörku sem maður er neyddur til að sýna skilur maður ekki við barnið sitt. Maður meira að segja leggur það á sig að henda þvi út ef það getur hjálp- að." 62 62 62 2. TBL. 1994 VIKAN 21 ÁFENGISBÖL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.