Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 27

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 27
VÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: „Menn verða að bera ábyrgð á sínum gerðum, vera sjálfum sér samkvæm- ir, vinir vina sinna og koma fram við náttúruna af virð- ingu. Á íslandi er mjög lítill munur á kristnum og þeim sem aðhyllast ásatrú. Það er því erfitt að tiltaka eitthvað sem við ástundum og kristnir menn myndu ekki ástunda og öfugt. Hugsanlega er að- almunurinn á kristni og ása- trú sá, án þess að farið sé í smáatriði, að kristni og önn- ur opinberuð trúarbrögð eru orðin svo skipulögð að ekki er hægt að ræða um þau sem lifandi trúarbrögð, eins og við skiljum það hugtak. Þau geta því ekki fylgt með tímanum. Þau eru orðin lag- skipt og geta ekki aðiagað sig að breytingum jafnhratt og trúarbrögð sem ekki eru eins skipulögð. Hitt er svo annað mál að ásatrúarmenn eru trúlega allt of illa skipu- lagðir.“ Hvaða lestrarefni er til fyrir þá sem vilja læra undir- stöðuatriði ásatrúar? „Það er alltaf best að fara beint í uppsprettuna og bæði Sæmundar og Snorra Edda eru aðaluppspretta þess hvernig forfeður okkar tóku við guðunum og náttúr- unni. Einnig er hægt að lesa sér til í íslendingasögunum um hvaða áhrif ásatrú hafði á þá sem játuðu hana. Fólk fær meira út úr því að lesa þær með opnum huga en að lesa vísindalega eða sögu- lega úttekt á þessum fræð- um.“ Hvað getum við lært af guðunum? „Maðurinn hefur skapað guðina í sinni mynd og Þór er sá guð sem flestir íslensk- ir karlmenn vildu líkjast. Þór var sá guð sem mest var dýrkaður á íslandi. í dag lít- um við á Þór sem stóran, sterkan, tryggan, fámálan verndara sem lætur verkin tala; hreinan og beinan og flækjulausan. Þór er líka að finna í um helmingi íslenskra karlmannsnafna. Óðinn er hins vegar mjög margræður guð. Hann er shaman (seiðmaður), en líka viskuguðinn og á vissan hátt guð klækja og brellna. Hann er vitanlega einnig stríðs- guðinn, ásamt Freyju, sem er þvert á það að upphaflega var hann guð visku og skáld- skapar. Óðinn varð guð kon- unga og víkinga og allra sem ætluðu sér að ná langt og ná miklum andlegum völdum. Óðinn getur breytt sér í allra kvikinda líki og jafnvel áhangendur hans sögðu: „Valt er Óðni einum að treysta." í Frey og Freyju er að finna frjósemina sjálfa. Þau tákna frjósemi jarðar og við- hald stofnsins. Áður fyrr valdi fólk sér guð að fyrir- mynd og til forna tóku menn sér nafn guðsins með því að bæta nafni hans inn í nafn sitt. Þannig tengdist fólk þeim guði og hegðaði sér samkvæmt því.“ GLEÐI ER KJARNI ÁSATRÚAR Það, sem helst greinir ásatrú frá kristni, er að ásatrúarfólk trúir ekki á erfðasyndina - en hver er kjarni ásatrúar? „Gleði er kjarni ásatrúar- innar. Að njóta lífsins. Að flækja ekki málin. Að fylgja straumnum. Hugmyndin er ekki sú að fylgja honum gagnrýnislaust, heldur að vera ekki í andstöðu, búa ekki til vandamál. Ef til væri synd í ásatrú þá væri ekki til fyrirgefning synda. Allt hangir saman og brjóti fólk af sér er refsingin innifalin í þeirri gjörð. Ef þú veiðir of mikinn þorsk, kem- ur enginn reiður guð og refs- ar þér, þú bara færð ekki fisk á næsta ári. Sama er ef of mikið er beitt á hálendið þá er ekki hægt að beita þar á næsta ári því gróðurinn er búinn. Þetta er semsé ekki hægt að fyrirgefa því hvorki fiskurinn né gróðurinn kem- ur til baka og það er það sem maðurinn verður að skilja. Ég lít svo á að orðið heið- inn þýði það sama og heiður himinn eða: „Þar sem engan skugga ber á“ og þannig eiga menn að vera ásatrúar. Þeir eiga að vera opnir og ef við viljum vera eins og Þór, þá eigum við að vera heið- ríkir, flækjulausir, ekki svikul- ir og fólk á að vita hvar það hefur okkur. Svo þýðir heið- inn líka að vera í tenglsum við landið og náttúruna og það eru íslendingar, þrátt fyrir að við séum orðnir ótta- lega mikil borgarbörn að mörgu leyti,“ segir Jörmund- ur Ingi, tilvonandi allsherjar- goði. □ hársnyTtistofan ART Í1Í I Gnoðarvogi 44-46 • 104 Reykjavík sími: 39990 Elín Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari, Ásta K. Árnadóttir. Elva B. Ævarsdóttir, Halla R. Ólafsdóttir. Þjáist þú af — vöðvabólgu, bakverk, brjósklosi, þvagleka, gigt, tognun eða viltu bara grennast. Trimm-form getur hjálpað. Bjóðum einn prufutíma. VERD FRÁ 6000 KR. f5% stgr. afsl. til fO. mars SNYRTISTOFU ÁRBÆJAR HRAUNBÆ 102 - SÍMI 68-93-10 HULDA HARSNYRTISTOFAN GRANDAVEGI 47 <p 62 61 62 Hárgreiðslustofa U 1 Bleikjukvísl 8, Sími 673722 OPIÐ MANUD. - FOSTUD. KL. 9 - 18. LAUGARD. KL. 10-14. \SfMf 13314 kunsl RAKARA- ct HARqREfÐSCOfSTDRA HVERFISGÖTU 62-101 REYKJAVÍK BRIDDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.