Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 32

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 32
DÆGURMÁL TEXTI: KRISTÍN JÓNSDÓTTIR/UÓSM.: GUNNAR GUNNARSSON KEÐJUBREFA- FARALDURINN Islensku alfræðiorðabók- inni sem Örn og Örlygur gefur út stendur: „KEÐJUBRÉF: bréf sem við- takandi er hvattur til að senda afrit af til tiltekins fjölda manna. í keðjubréfum eru stundum hótanír um refsingu æðri máttarvalda slíti viðtakandi keðjuna. . .“ Flestöll þekkjum við eða höfum heyrt af svokölluðum hamingjubréfum sem detta inn um bréfalúguna og eng- inn hefur hugmynd um hver sendir þau. í þeim er boðuð mikil heppni eða gæfa þeim sem kemur þessum bréfum áfram en þeir sem slíta hana eiga yfir höfði sér gjaldþrot eða eitthvað þaðan af verra. Svo hafa skotið upp kollin- um keðjubréf þar sem við- takandi er hvattur til að senda manninn sinn, kon- una sína eða tengdamömmu til þess sem efstur er á list- anum og ef keðjan slitnar þá gæti sá sem slítur hana átt von á því að sitja uppi með sinn eigin maka og tengda- móður. Úff!!!. Um þessar mundir eru það aftur á móti peninga- keðjubréf sem geisast eins og eldur í sinu um landið. í haust var það íslenskt keðju- bréf sem fyllti norðlensk veski en þegar þau bárust sunnanmönnum þá var markaðurinn svo til mettaður þannig að margir sátu uppi með óseld bréf. Þýskt keðju- bréf hefur gengið hér á milli manna í nokkurn tíma og samkvæmt öruggum heim- ildum hefur það gert margan manninn nokkuð fjáðan. Þar á bæ er það þýskt tölvufyrir- tæki, KWO Datenverwaltung h/f, sem heldur utan um bréfin og fylgist með að bréf- in gangi út. Ef einhver getur ekki selt sín bréf þá er bréfið afturkallað og einhver annar fær tækifæri. Svo eru það bréfin sem hafa gengið það sem af er árinu. Þar fer fremst í flokki svokallað amerískt keðjubréf en margir efast þó um upp- runa þess. Telja það vera jafn íslenskt og sauðskinns- skórnir. Svo eru það fær- eysk, svissnesk og ensk bréf. Þetta enska er kallað lávarðabréfið því þar er veríð að ræða um nokkuð háa upphæð sem kaupandi bréfsins þarf að inna af hendi. En ef allt gengur upp þá á hann að fá þá upphæð margfalt til baka. Það, sem er þó yfirleitt sammerkt með þessum bréf- um, er að fólk þarf ekki að reiða fram háar peningaupp- hæðir. Yfirleitt er þetta á bil- inu fimmhundruð til fimmtán- hundruð krónur. Fólk virðist líta á þetta sem nokkurskon- ar happadrætti. Því hvort sem þú spilar í Lottói, get- raunum eða einhverju happadrættanna þá veit enginn fyrirfram hvort ávinn- ingurinn verður nokkur. SÖNN SAGA ÚR KEÐJUBRÉFA- HEIMINUM Ég var stödd í bankaútibúi þegar gömul skólasystir mín snýr sér að mér og segir. „Ertu búin að heyra af amer- íska keðjubréfinu" ? Ég varð eins og spurningarmerki í framan. Keðjubréf!! Eina reynsla mín af keðjubréfi var blýantakeðja sem gekk þeg- ar ég var unglingur og út úr henni hafði ég ekki einn ein- asta blýant. Með þá reynslu að baki var ég ekkert sér- lega uppveðruð yfir því að einhverjir Ameríkanar hefðu sent keðjubréf til íslands. Þessi skólasystir mín gafst þó ekki upp og fullyrti að vegna þess hve keðjan væri ný væru miklir möguleikar á að ég gæti orðið moldrík. Ég velti þessu fyrir mér og að vel athuguðu máli var ég viss um að ég, sem hafði aldrei unnið neitt, hvorki í Lottói, getraunum né í happadrætti, myndi ekki verða rík af einhverju keðju- bréfi. „Nei þú freistar mín ekki“, sagði ég. „Jæja, þú veist ekki hverju þú ert að missa af,“ sagði skólasystirin og sneri sér að vinkonu minni með miklum ákafa. Þar voru viðbrögðin í lagi. Hún Þóra vinkona mín, sem fór með mér í bankann þennan föstudagsmorgun, mun sannarlega seint gleyma honum. Hún tók við þessu keðjubréfi og það var eins og hún kæmist í ham. „Svenni bróðir fær eitt, Siggi í vinnunni hjá mér hefur ver- ið á kafi í þessu, hann hlýtur að vilja eitt og Magga á hæðinni fyrir ofan hún tekur örugglega eitt.“ Galdurinn við þetta bréf var að það þrefaldaðist. Þú fékkst eitt bréf, Ijósritaðir tvö í viðbót við þitt og þurftir þar með að koma þremur bréf- um út. Hverju bréfi þurfti að fylgja bankastimplað innlegg upp á 500 krónur sem lagt var inn á efsta nafnið á list- anum. Þar með voru lagðar 1.500 krónur inn á hvert nafn. Þegar þú varst búin að leggja 500 krónurnar inn skrifaðir þú nafnið þitt, banka- númer og reikningsnúmer neðst á listann og strokaðir út efsta nafnið, nafnið sem þú hafðir lagt inn á. Næstu dagar voru ótrúleg- ir. Magga á efri hæðinni vann á stórri stofnun. Hún fór með bréfið sitt þangað og þar hófst hamagangurinn. Ljósritunarvélin stoppaði ekki. Allir vildu bréf. Þeir, sem ekki vildu bréf á hádegi, voru æstir í að fá bréf þegar líða tók á daginn, þegar þeir höfðu horft upp á fólk fara hamförum. Konur sem karlar stóðu eldrauð í framan við Ijósritunarvélina og Ijósrituðu. Flestallir, háir sem lágir sáu gróðavon í þessum bréfum. í hádeginu næsta mánu- dag hringir Þóra í mig og til- kynnir mér að hún sé búin að fá 1500 krónur inn á reikninginn sinn. Hún var orðin æst. „Það hlýtur að koma meira inn það eru allir að biðja um svona bréf.“ Rétt fyrir klukkan fjögur þennan sama dag hringir hún aftur og tilkynnir mér að upphæðin sé orðin 7.500. Ég, sem hafði aldrei vitað að svona keðjur gæfu eitthvað af sér, varð hvumsa. „Hvern- ig getur þetta gengið svona hratt fyrir sig,“ spurði ég. „Jú, sko þetta eru bara innlegg. Þú leggur inn á reikning, næsti leggur inn á reikning og svona gengur þetta koll af kolli. Eftir daginn getur þú orðið efsta nafnið á listanum og þá hrúgast peningar inn á reikninginn þinn næsta dag.“ Ennþá var ég í vafa. Þriðju- dagurinn rann upp. Símtal frá Þóru í hádeginu. Hún var komin með 18.000. Ég hélt ró minni. Þetta var einhver slembilukka. Um kvöldið hringir Þóra og henni er mik- ið niðri fyrir. „35.000 krónur. Það eru komnar þrjátíu og fimm þúsund krónur inn á reikninginn minn.“ Ég gat næstum því heyrt hjartslátt- inn i henni í gegnum sím- ann. Þetta var farið að vera spennandi. Ég fór og sagði fjölskyldumeðlimum mínum hverju við værum að missa af. Amerískri keðjubréfa- geggjun janúarmánaðar 1994. Það var komið að miðviku- deginum. Hádegissímtal frá Þóru. Nú var hvíslað. „41.000.“ Ég gat varla beðið eftir því að klukkan yrði fjög- ur. Hvernig yrði staðan þá. 32 VIKAN 2. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.