Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 36

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 36
ÍÞRÓTTIR Kaninn síðar þetta sama kvöld „og beat' ^ann var e^ert tv|nóna vinnu- við hlutina," segir Hjalti, boxar- „heldur bauð mér að koma til anum á Las Vegas til að kynnast Hjaita þ0xjnu Hann sagðist vita að sagöi: e9 værl ste|-kur °9 9ætl „kíii hentað honum mjög vel, þar him!“ sem hann vantaði hvítan mann til að keppa fyrir sig í þungavigt. Ég var nú ekkert á því að boxið væri það sem ég ætti að leggja fyrir mig og sagði honum það, einnig var ég önnum kafinn í námi og að skipuleggja kraftamót, auk þess sem ég sagðist hafa fyrir fjölskyldu að sjá. Karlinn tók takmarkað mark á þessum mótbárum, boðaði komu sína hingað til lands og var kominn innan fárra daga. Hér fylgdist hann með mér á kraftamóti og að mótinu loknu fórum við sam- an í æfingasal þar sem hann skoðaði mig með boxið í huga.“ Ethel bætir því við sér hafi fundist þetta hálf hallærislegt allt saman, „því það var rétt eins og maðurinn væri að skoða hross eða naut. Það vantaði bara að hann skoð- aði upp í Hjalta." BANNAD AÐ BLÁSA ÚR NÖS Hjalti segir að það hafi ekki bætt úr skák að hann hafi verið bæði stirður og stífur eftir átökin á kraftamót- inu. „En ég lét mig hafa það og gerði þær æfingar sem fyrir mig voru lagðar. Hann virtist bara ánægður með það sem hann sá og sótti það fast að ég kæmi í kynn- isferð til Las Vegas. Hann sagðist borga flugfar, uppi- hald og dagpeninga." Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir tilboði sem þessu nema einu sinni á æv- inni segir Hjalti að ekki hafi annað verið hægt en að svara tilboðinu játandi. Og skömmu síðar hélt hann ut- an til að kynnast nýja starf- inu; að berja menn gegn greiðslu. „Þegar út kom biðu mín einhverjar erfiðustu æfingar sem ég hef gengið í gegn- um. John lét mig stunda al- hliða líkamsþjálfun en mesta áherslan var lögð á æfingar er auka snerpu og þol. Það sem kom mér mest á óvart var að ég mátti aldrei blása úr nös. Ef ég sýndi minnstu merki um að ég væri þreyttur skipaði John mér að fela þreytuna því andstæðingurinn í hringnum má aldrei sjá merki þess að þreytan sé að ná tökum á manni. Æfingarnar voru byggðar upp eins og lotur í boxkeppni. Hver lota er þrjár mínútur að lengd og síðan er hvílt í eina mínútu. John lét mig púla eins og ég ætti lífið að leysa í tvær til þrjár mfn- útur og þótt ég væri alveg upþgefinn eftir hverja törn mátti ég ekki sýna nein þreytumerki. Síðan varfylgst vel með því hversu vel ég náði að hvíla mig þá mínútu sem til þess gafst.“ En hvernig er það með kraftakarlinn og vöðvabúntið Hjalta Árnason, ætli hann hafi þá snerpu sem boxið út- heimtir? Sjálfur segist hann trúa John Black, sem sann- arlega heldur því fram. „John er enginn venjulegur maður, heldur forríkur námu- eigandi og ástríðufullur áhugamaður um box. Hann les allt sem hann nær í um box og líkamsrækt. Hann á fullkomna æfingarmiðstöð og vinnur mjög vísindalega að þjálfum sinna manna og hann fullyrðir að ég hafi ým- islegt til að bera sem prýða þurfi góðan boxara. John leggur út af formúlunni um kraftinn en krafturinn er ekk- ert annað en massi plús hraði. Ég hef massann í mínum 120 til 130 kílóum og hver minnsta snerpuaukning hjá mér verður til þess að gera mig að ennþá betri box- ara.“ EINN AF FÁUM SEM GAFST EKKI UPP „Þótt eitthvað vanti einnþá upp á hraða og snerpu hjá mér virðist John trúa því að ég geti eitthvað í hringnum og í þeim efnum vitnar hann í seigluna I mér. Hann segir mig einn af fáum mönnum sem hafi getað gengið í gegnum æfingaprógrammið hjá honum án þess að gef- ast nokkru sinni upp og ég get bölvað mér upp á það að kappinn gerði ýmislegt til þess að ganga fram af mér en alltaf gerði ég það sem ætlast var til og það kunni hann að meta.“ Hjalti segir ansi mikla pen- inga fylgja boxinu. „Stærstu og fínustu hótelin í Las Veg- as keppast um að halda stórar keppnir því þeim fylgja eftirsóttir hótelgestir, frægt fólk og ríkt. Það er stundum sagt að auðvelt sé að sjá hvenær halda eigi mikla boxkeppni í Las Vegas því þá lendi fínar einkaþotur á um það bil fimmtán mín- útna fresti á flugvellinum í Las Vegas. Og eigendurnir er fólk sem skilur eftir sig mikið fé á hótelunum og í spilavítunum." Hjalti segist reyndar ekki eiga von á því að fá að keppa á einhverju af stóru hótelunum til að byrja með heldur á einhverri illa upp- lýstri búllu, í kæfandi hita og tóbaksreyk, rétt eins og við þekkjum úr bíómyndunum. „En ef vel gengur og ég vinn nokkra leiki er mér spáð töluverðum frama því hvítur þungavigtarmaður er í mikl- um metum í Las Vegas.“ Og menn eru þokkalega bjartsýnir um frama Hjalta í boxínu. Æfingarnar þennan stutta reynslutíma hjá John Black benda til þess að Hjalti taki vel við höggum og geti veitt skeinuhætt högg sjálfur. KILL HIM! Undir lok æfingatímans ytra fór Hjalti í sinn fyrsta bardaga. Þetta var æfinga- bardagi en þrátt fyrir það var ekkert slegið af. „Markmið bardagans var að finna út hvað ég gæti gert. John réði til sín atvinnumann í boxi, svartan rum sem heitir Ty- ron. Sá var eitthvað léttari en ég og mun reynslumeiri því hann er búinn að berjast í áratug. John borgaði honum ein- hver hundruð dollara, benti á mig og sagði: „Kill him!“ (Dreþtu hann.) Þessi orð voru síður en svo upplífg- andi fyrir mig en þegar í hringinn kom hugsaði ég um það eitt að standa sem lengst á fótunum. í upphafi fyrstu lotunnar veitti ég honum þrjú, létt vinstri handar högg og hæfði hann í þeim öllum. Þetta gaf mér byr undir báða vængi og ég hugsað með mór að fyrst 36 VIKAN 2. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.