Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 37

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 37
Æfingatuðran kastast til undan þungum höggum Hjalta og synirnir ungu rjúka næstum um koll. Veröur loftslagiö í Nevada til aö lina asma drengjanna? ég gæti þetta væri um að gera að sækja, það væri í það minnsta betra en verða „buffaður". Sem betur fer fyrir mig var ákveðið að hafa loturnar ein- ungis tveggja mínútna lang- ar því eftir fyrstu tvær minút- urnar var ég alveg búinn, kominn í þrot með súrefni og þurfti því meira en eina mín- útu til þess að jafna mig. En það var í lagi, milli lota voru tvær til þrjár mínútur. Því eins og John sagði, þá var bardaginn haldinn til þess að finna út hvað ég gæti en ekki til að komast að því hvað ég gæti ekki gert. Snemma í annarri lotu fékk ég öflugt hægri handar högg beint á nefið og ennið. Höggið var frekar sársauka- fullt og ég man að ég hugs- að með sjálfum mér: „Já, þetta er þá svona.“ En sem betur fer hélt ég fullri rænu og sótti eins mikið og ég gat. Ég náði að koma á hann röð af vinstri og hægri handar höggum og endaði með góðu hæri handar hliðar- höggi. Og náunginn lá á gólfinu og þá létti mér. Hann rotaðist ekki en var lítt til stórræðanna það sem eftir var lotunnar. í þriðju og síðustu lotunni gerði ég lítið annað en verj- ast. Hann ætlað svo sannar- lega að koma mér í gólfið. Eg heyrði vel hvæsið í hon- um og hugsaði um það eitt að halda mér innan hrings- ins og á fótunum. Einhvern veginn tókst mér það og þessum fyrsta bardaga mín- um lauk því án þess að ég færi nokkru sinni í gólfið. Ég tel það lofa nokkuð góðu.“ PENINGARNIR KOMA EF VEL GENGUR Og innan tíðar pakkar fjöl- skyldan pjönkum sínum nið- ur og heldur til Las Vegas þar sem alvaran bíður box- arans. En hvað með eigin- konuna, er ekki erfitt að rífa sig upp með rótum og stofna nýtt heimili á nýjum stað? Ekki segir hún. „Ég er á margan hátt fegin þótt alltaf sé erfitt að kveðja vini og kunningja en síðustu ár hafa verið erfið fyrir okkur. Báðir synir okkar, Greypur og Árni, hafa verið miklir asmasjúkl- ingar. Það miklir að ég hef oft sagt í gamni að ég sjái meira af heimilislækninum okkar en Hjalta! Asmi strákanna hefur ver- ið verulega erfiður og lyfin dýr. Veikindi þeirra hafa einnig orðið til þess að ég hef lítið sem ekkert getað unnið úti síðustu árin. Ég hlakka því til að komast út því loftslagið í Las Vegas er mun betra fyrir asmasjúkl- inga en hér heirna." Hjalti segir að hann verði enginn auðkýfingur á því að flytja út. „Okkur verður séð fyrir helstu nauðsynjum, þ.e. þokkalegu einbýlishúsi og peningum sem eiga að nægja fyrir uppihaldi en ef vel gengur þá ætti ég að geta haft eitthvað upp úr þessu.“ En Ethel segir að það sé ekki peningavonin sem dragi þau út, „því ég hef oft sagt að ég vilji frekar hafa Hjalta snauðan en dauðan! Þetta er hins vegar kjörið tækifæri til þess að skipta um umhverfi og hugsanlega losna undan skuldum hér heima og best væri ef dreng- irnir hefðu það betra í lofts- laginu ytra. Margir eru hneykslaðir á okkur og spyrja um það í vandlætingartóni hvað við ætlum að gera ef Hjalti nái engum árangri. Fólk spyr jafnvel hvort við ætlum að koma heim með skottið á milli fótanna? Mér finnst þessi hugsun óþroskuð, barnaleg og reyndar sorgleg. Því skárra er það nú stoltið hjá fólki ef það getur ekki flutt heim ef hlutirnir ganga ekki fullkom- lega upp í útlöndun. Við erum sátt við að gera tilraunina og ef hún mistekst þá komum við heim, reynsl- unni ríkari.“ □ KEÐJUBRÉFIN FRH. AF BLS. 33 Hefur þetta ýtt undir áhuga þinn á að taka þátt í fleiri peningakeðjum? Ég er nú ekkert mjög æst. Viðhorf mitt hefur þó aðeins breyst. Ég er jákvæðari gagnvart þessu. Ég bara samgleðst öðrum sem fá eitthvað út úr svona hlutum. Ég fann fyrir öfund í minn garð fyrst þegar ég fór að fá einhverja peninga. Það fólk hafði í byrjun haft alveg jafn mikla möguleika og ég. Þá vildi það ekki vera með. En þegar ég fór að fá einhvern pening þá urðu allir brjálaðir í þetta. Það rann æði á fólk. Þeir sem ekki hafa fengið neitt fóru að tala um að það væri hægt að svindla í þessu. En þegar ég spurði hvort einhver vissi til þess að það hefði verið svindlað þá sögðu allir nei. En núna þegar margir aðrir hafa líka fengið pening þá finn ég ekki eins fyrir þessu. Kemur þú til með að nota þessa peninga eitt- hvað öðruvísi en launin þín? Fólk hefur verið að segja við mig að eyða þessu bara í mig, gera eitthvað óskyn- samlegt við peningana en raunin hefur verið sú að þetta hefur bara farið í heim- ilishaldið. Þessu hefur verið skynsamlega eytt. Ég hef samt fengið alveg ótrúlegustu viðbrögð frá fólki. Sumir hafa sagt að þetta sé illa fengið fé, að svona peningar geti aldrei leitt neitt gott af sér. En ég lít bara á þetta eins og hvern annan happadrættisvinning. Ég ætla nú samt ekki að gera eins og fólkið sem vann hálfa milljón i happa- drætti. Það ákvað að nota þessa peninga í eitthvað annað en skuldir og dreif sig í að endurnýja gömlu drusl- una. Borgaði með peningun- um og fékk afganginn á bréfi. Þegar heim var komið höfðu þau ekki grynnt á neinu heldur aukið skuldir sínar um hálfa milljón. □ 2. TBL. 1994 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.