Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 38

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 38
LEIKLIST TEXTI: ÞORDIS BACHMANN/UOSM.: MAGNUS HJORLEIFSSON O.FL Hún kemur hlaupandi niður á Hótel Borg, í gallajakka og gráum bol, ómáluð með blautt hárið. Töluvert langt frá ímyndinni af uppstrílaðri stjörnu en þó er Steinunn Ólína óumdeilanlega ein skærasta stjarnan í ungliðahreyfingu Þjóð- leikhússins. Lágvaxin og grönn, dökkt, stuttklippt hár, brún augu og djúpir spékoppar, eins og stelpukrakki eða drengur. Þótt ekkert sé jafn óaðskiljanlegt og leikarinn og list hans fær hún þó leyfi til að leika meira en smá- stelpur; fyrir sjálfri sér er hún það en fyrirheitið er dýpra. Þessa dagana tekst hún á við spænsk- an blóðhita í óskahlutverki og Is- lenskt ofurraunsæi í söngleiknum Gauragangur, eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Hljómsveitin Ný- dönsk semur tónlistina við verkið og fyrirhuguð er útgáfa plötu með lögunum úr söngleiknum. Stein- unn Ólína fer með hlutverk ofur- gellunnar og örlagavaldsins Lindu. Er hún kannski svolítið lík Lindu? „Nei, ég held að ég sé eins ólík henni og hægt er aö vera,“ segir Steinunn hissa og hlæjandi í senn. „Hún er annars skemmti- lega skrifuð, dóttir vel efnaöra foreldra, eiginhagsmunaseggur, sem kemur til með aö vera dug- leg í kvenfélaginu og Sjálfstæðis- flokknum þegar fram líða stund- ir.“ Steinunn lítur semsé ekki á sig sem kandídat í kvenfélagiö en hvað hefði hún lagt fyrir sig ef leiklistin hefði ekki komið tíl? Spurningin kemur henni á óvart, hún rótar um í hugskotinu og segist svo hefði viljað verða mannfræðingur. „Manneskjan er svo skemmtileg og mér finnst hver og einn vera fyrirbæri,“ segir hún. „Vinir mínir skamma mig oft fyrir að glápa á fólk og benda jafnvel á það. Ég er frekar hrif- næm og mjög forvitin að eðlísfari. Hæfileikinn til að hrífast skiptir miklu máli og hæfileikinn til að njóta er þar nátengdur. Ég er ekki að tala um að vera gagnrýnislaus en mér finnst svo mikilvægt að geta orðið fyrir hughrifum. Hvort sem þau hughrif vekja harm eða gleði veit maður allavega að maður er ennþá lifandi.'1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.