Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 41

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 41
ÓSKABARNID Eftir heimkomuna árið 1990 debúteraði Steinunn sem Sól- veig í Pétrí Gauti og lék stuttu síðar hlutverk Lísu í Söngva- seiði. „Ég hef verið sett í söng- leiki af því að ég get eitthvað gaulað," segir hún hæversklega. „Ég er ekkert að vanþakka það en núna er ég að leika Brúðina í Blóðbrullaupi og það er mesta ævintýri sem ég hef lent í. Það var draumur sem rættist því mig hefur lengi langað til að leika þetta hlutverk. Lorca skrifar dá- samlegar kvenlýsingar, konur hans eru flóknar, greindar og yndisleg viðfangsefni." Eitthvað gaulað, já. Steinunn er einn af aðstandendum kvartetts- ins Óskabörn, ásamt þremur leik- systkinum sínum, þeim Elínu, Hilmari og Maríusi. „Óskabörn eru lítið ævintýri sem hófst í vetur og hefur verið ómæld ánægja. Aðal- heiður, píanóleikarinn okkar, er al- ger snillingur sem útsetur allt eftir eyranu,“ segir Steinunn, en hún hefur einnig sungið á Café Óperu, við undirleik Hjartar Howser. Sjónvarpsþættirnir „Sigla him- infley" eftir Þráinn Bertelsson verða sýndir í apríl en þar fer Steinunn með eitt aðalhlutverk- anna. Þættirnir voru teknir upp í Vestmannaeyjum og Steinunn segist hafa orðið ástfangin af Eyjum. „Þetta sumar í Vest- mannaeyjum er með skemmti- legri sumrum sem ég hef upplif- að,“ segir hún og spékopparnir dýpka. „Það var rosalega mikið gaman, bæði að vinna með Þráni, kynnast Gísla Halldórs- syni og frábæru tækniliði og leik- urum. Ég varð ástfangin af Vest- mannaeyjum og finnst þar vera paradís á jörð. Við vorum heppin með veður og þegar ég hugsa þangað finnst mér alltaf vera sumar og gott veður. É^'-éTþnað- ist þarna góða kunningja, fór á þjóðhátíð og fékk algera ungl- ingaveiki." Krabbi og rísandi sporðdreki eru tilvísun á tilfinningalif sem stundum líkist rigningarnótt í Norður-Atlantshafinu. Er það raunin með Steinunni? „Ég hef mjög gaman af því að vera til og held að ég sé frekar glöð,“ svarar hún. „Kannski er það sjálfselska en ég læt það ekki eftir mér að líða illa lengi. Maður má ekki leggjast í sjálfs- vorkunn heldur verður maður að rífa sig upp úr henni, með frekju ef ekki vill betur. Við búum á þessu landi þar sem varla sér til sólar í nokkra mánuði og verðum því stundum að hafa svolítið fyrir því að halda áfram. Að öðru leyti VIKAN í MADRID FRH. AF BLS. 8 í byggingu. Hún hefur m.a. að geyma stórkostlegt mál- verkasafn, einkum eftir El Greco. I Toledo er mikil list- munagerð og þar ber mest á fínmustruðum koparmunum, sem bærinn er þekktur fyrir, auk hinna frægu Toledo- sverða. RÖLT UM MADRID Það þarf ekki að fara út fyrir Madrid til þess að skynja glæsta fortíð Spánverja. í höfuðborginni er fjöldi mikil- fenglegra bygginga og lista- verka sem minna á liðna tíð. matseðli er óhætt að slá því föstu að verðlag á venjuleg- um veitingahúsum í Madrid sé almennt helmingi lægra en á sambærilegum stöðum á íslandi og vínið er auðvitað margfalt ódýrara. Að sjálfsögðu er einnig hægt að finna fínni og dýrari staði þar sem verðlag nálg- ast meira íslenskan staðal, ekki síst ef kabarettskemmt- un eða flamingódans fylgir með en af slíku er nóg að velja. Raunar væri að æra óstöðugan að telja upp allt það, sem þessi fjögurra millj- er ég mjög óráðþægin og get ekki lært af reynslu annarra. Ég verð að reka mig á sjálf og geri það oft því ég er órög við að kasta mér til sunds og taka áhættu. Ég hef þó ótrúlegan hæfileika til að gleyma og það er mín leið út. Ég á til að setja mér það sem verkefni að þurrka hreinlega einhver atvik út, ein- faldlega vegna þess að mér finnst sjálfseyðandi að velta sér upp úr þeim. Á hinn bóginn er ég hrikalega langrækin og á mjög erfitt með að fyrirgefa ef ég er særð. Ég held þó að maður éti sjálfan sig að innan ef maður getur ekki fyrirgefið.“ AÐ LÆRA AÐ NJÓTA Áhugafólk um ættfræði veit hugsanlega að Þorsteinn Þor- steinsson, faðir Steinunnar, er kennari og bókmenntafræðingur, Héðinn Valdimarsson var afi hennar og Bríet Bjarnhéðinsdótt- ir langamma hennar. „Eitt sinn var ég hjá enskum miðii sem sagði mér að formóðir mín, mikill kvenskörungur, fylgdi mér. Skila- boðin frá henni voru á þá leið að ég ætti að læra að njóta og læra að stjórna sjálf sem eru ákaflega falleg skilaboð. Ég er að vísu pólitískt viðrini og skammast mín eiginlega fyrir það en hef því miður lítinn áhuga og vit á pólitík. Kannski hefur mín kynslóð haft það allt of gott. Undangengnar kynslóðir hafa streðað svo mikið að okkur finnst við kannski geta gengið um á loftpúðum en auð- vitað er það ekki svo. Hvað kvennabaráttu varðar hefur brautin verið rudd og mér og mínum vinkonum finnst jafnrétti kynjanna ekki vera nein spurn- ing. Kannski er það heldur ekki satt nema að hluta til. Fólk segir að ég komist að því þegar ég eignast börn en þangað til verð ég bara að lifa í minni fáfræði. Maður skilur aldrei aðstæður fyllilega nema reyna þær sjálfur." Steinunn er 24 ára, ógift og barnlaus. „Mér finnst mjög gott að vera ein í augnablikinu en ætla að eignast börn þegar ég hef tíma. Ég hef mikið að gera en mér líður alltaf best þannig. Því uppteknari sem ég er þeim mun meiru kem ég í verk. í fríum verð ég oft mjög löt en eins og er finnst mér ég hafa endalausan tíma,“ segir hún. „Ég er eyðslukló og munaðarseggur og ætti ef- laust að skammast mín fyrir það. Kannski takmarkar maður sig of mikið við sjálfan sig og sín störf. Kannski mættum við öll vera ör- lítið víðsýnni," segir Steinunn Ólína. □ Konungshöllin er frá 18. öld og er hún notuð fyrir opin- berar móttökur en sjálfur kýs Jóhann Karl, núverandi Spánarkonungur, að búa annars staðar. Konungur hélt Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, veislu í höll- inni þegar hún var í opinberri heimsókn þar í landi árið 1986. Hásætissalur hallar- innar er frægur fyrir skraut- klæði sitt og í höllinni eru til sýnis ýmsar gersemar eftir fræga listamenn, auk postu- líns-, kristsals- og klukkna- safna. En þótt fróðlegt sé að skoða hallir, kirkjur og lista- söfn er ekki síður ánægju- legt að rölta um torg og stræti borgarinnar og gefa mannlífinu gaum, hvort sem það er á Spánartorgi (Plaza de Espana), þar sem Don óna manna borg býður upp á á lista- og skemmtanasvið- inu því auk spænskra lista- manna hafa heimsþekktir er- lendir listamenn hér viðkomu reglulega. Það kitlaði t.d. hé- gómagirnd Mörlandans að sjá auglýsingaspjöld með „Bjork“ á hverju götuhorni í Madrid en hún hélt þar tón- leika 19. febrúar sl. HÆSTA HÖFUÐBORG EVRÓPU Madrid stendur á hásléttu, um í 600 metra hæð yfir sjáv- armáli, og er hæsta höfuð- borg Evrópu. Yfir hásumarið, í júlí og ágúst, er algengur hiti í forsælu 35-38 stig og fer stundum yfir 40 stig en þó er bót í máli að loftraki er ekki til staðar. „Þrátt fyrir hitann er gott veðurfar einn aðalkost- urinn við að búa hér í Madr- Kíkóti og Sansjó Pansa steyptir í kopar ríða á hesti og asna mót sólarlaginu, eða í þröngum götum gamla borgarhlutans í kringum Miklatorg (Plaza Mayor), þar sem litlar búðir, kaffihús og krár eru við hvert fótmál. Það er ekki dýrt að væta kverkarnar eða fá sér í svanginn í Madrid, að minnsta kosti ekki á íslensk- an mælikvarða. Þannig kost- ar þríréttaður hádegisverður með brauði og víni 1.200 peseta eða um 600 íslensk- ar krónur, á hinu þekkta Café Gijón, hundrað ára gömlu veitingahúsi í hefð- bundnum spænskum stfl, þar sem Hemingway og fleiri þekktir listamenn héldu sig á sinni tíð. Enda þótt slfk há- degisverðartilboð séu ódýr- ari en að velja sér sjálfur af id. Veðrið er einstaklega milt og þægilegt frá marsmánuði og fram í maf og svo aftur á haustin," segir Kristinn R. Ól- afsson. Þegar VIKAN var í Madrid í byrjun febrúar sl. var 10-15 stiga hiti yfir há- daginn og vor í lofti miðað við íslenskar aðstæður, enda var farið að setja niður sumarblóm á torgum og í al- menningsgörðum. í mars- mánuði, þegar seinni ferðin til Madridar á vegum Úrvals- Útsýnar og Visa íslands verður farin, má búast við að náttúran hafi færst nokkrum skrefum nær sumri. Ein- hverra hluta vegna hefur Madrid hingað til ekki verið á listanum yfir þær stórborgir sem íslenskar ferðaskrifstof- ur bjóða skipulagðar ferðir tii. Full ástæða er til að gera þar breytingu á. □ 2. TBl. 1994 VIKAN 41 FERÐALOG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.