Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 50

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 50
TÓNLIST Arnar og Rúnar ásamt Terje Walle Busk hljómplötuútgefanda og nán- um samstarfsaöila. gengur hjá systkinum, en geta þó hvorugur án hins verið,“ sagði Halldór. MÓÐIRIN SVARAR ÖLLUM BRÉFUM Móðir Arnars og Rúnars, Eyrún Antonsdóttir, les í gegnum öll að- dáendabréf sem koma til þeirra. Tölva var keypt á heimilið til að geta sinnt þessari hlið mála. For- eldrarnir gera sér grein fyrir því að litlar sálir, sem senda ungu hetjunum bréf, gera það af mikilli einlægni og kærleika og vilja helst fá svar um hæl. Halldór og Eyrún hafa hugleitt að ráða að- stoðarmann við að svara aðdá- endabréfunum. „Það er eiginlega engin breyt- ing á daglega lífinu hjá okkur,“ segir Eyrún móðir drengjanna. „Þá eru þetta bara Arnar og Rún- ar. Það eina, sem við eigum í erf- iðleikum með, er símanúmerið. Við erum alltaf að skipta um því það kemst alltaf einhver að þessu. Við erum þó með eitt gamalt númer sem er með símsvara og hann stoppar ekki. Það byrjar að hringja klukkan hálfsex á morgnana og stendur yfir til klukkan eitt á nætrunar. Ég hef ekki við að snúa við snæld- unni í tækinu. En þetta er ósköp venjulegt í skólanum. Hins vegar er mikið horft á þá þegar þeir eru niðri í bæ.“ Eyrún segir drengina lítið vera farna að skipta sér af hinu kyn- inu. Þeir hafi þó alltaf átt vinkonur sem þeir leika sér við. Eyrún seg- ir að margar íslenskar stúlkur hafi skrifað þeim og drengirnir lesi öll bréfin. Hins vegar sér móðirin um að svara og öllum bréfum, sem berast, er svarað. GÓDAR TEKJUR AF TÓNLEIKUNUM Halldór segir að mestu tekjurnar skapist af tónleikunum sem hafa verið haldnir. í því sambandi sé fyrirkomulagið með allt öðru móti en heima á íslandi. Tónleikahald í Noregi gefi vel af sér. Tekjur af plötusölunni eru einnig góðar en um sjötíu þúsund eintök hafa selst. Hann vill ekki gefa upp um hve háar fjárhæðir er að ræða. Platan með The Boys setti met í svokölluðum fyrirframpöntunum í Noregi. Samkvæmt upplýsing- um Vikunnar hefur platan einnig selst það vel á íslandi að strák- arnir hafa fengið gullplötu. Dag- blöð og Ijósvakamiðlar í Noregi hafa fjallað mjög jákvætt um hina ungu íslensku drengi og alls staðar, sem þeir koma, er bítla- fiðringur í ungu dömunum og herrunum, eins og Halldór orðar það. Hann segir að strákaaðdá- endurnir hafi verið dálítið seinni til en stúlkurnar en nú séu þeir komnir meira inn í myndina. „Við höfum það ágætt en við erum ekkert upptekin af þessari tekjuhlið. Það er ekki okkar tak- mark. Okkar takmark er að gera þetta allt vel og að strákarnir njóti þess að stússast f þessu. Ef við skynjum að þetta sé farið að skemma fyrir þeim hættum við. Þeir eru ungir ennþá og maður veit ekkí hvað gerist síðar meir þó að ég reikni með að þeir haldi áfram í músíkinni. Þeir koma hins vegar til með að stunda nám eins og lög gera ráð fyrir með hjálp okkar foreldranna," segir Halldór. ÖMMURNAR BIÐJA UM EIGINHANDARÁRITUN Fjölskyldan býr í skerjagarðinum f Skjelsvik í Suður-Noregi. Um sex kílómetra akstur er inn í bæ- inn. „Það er mjög ánægjulegt hvað við fáum skemmtileg viðbrögð frá fólkinu hér,“ segir Halldór. „Það var smá öfund í einum bekknum hjá öðrum drengjanna. Það vandamál var leyst með því að bjóða öllum bekknum í stúdíóið hjá stærsta plötuútgefandanum hór í Noregi. Eftir það lagaðist þetta. Það hefur því gengið sinn gang. En þegar þeir koma niður í bæ er hins vegar sífellt verið að ganga til þeirra. Þá vilja þeir helst vera bara eðlilegir strákar. Þeim finnst gaman þegar ömmurnar ganga til þeirra úti á götu niðri í bæ og biðja um eiginhandarárit- un fyrir barnabörnin. En þeir geta orðið dálítið skrýtnir yfir þessu stundum því þeir vilja auðvitað vera eðlilegir og ekki vekja svona mikla athygli. Það virðist þó vera að fólk beri virðingu fyrir okkur. Nágrannar okkar standa til dæm- is fullum fetum með okkur enda hafa drengirnir komið vel fyrir. Ég er mjög þakklátur og stoltur yfir því hvað fólk tekur okkur vel.“ ■ Tónleikahald í Noregi gefur vel af sér. Tekjur af plötusölunni eru einnig góðar en um sjötíu þúsund eintök hafa selst. ■ Þeim finnst gaman þegar ömmurnar koma að þeim úti ó götu niðri i bæ og biðja um eiginhandar- óritun fyrir barnabörnin. TILBOÐIN STREYMA AÐ UTAN ÚR HEIMI Fjölskyldan er um þessar mundir að Ijúka við tónleikahrinu en ýmis tilboð hafa borist og margt stend- ur til á árinu. Nú þegar er búið að bóka tónleika með The Boys í FRH. Á Noregi þangað til í september. BLS. 55 Lausn á síði s i gátu + + + + + + H + S S + F G + G + + S + + + + + V Æ N T A N L E G I R + K + + + + + + G E I G + E R 0 S S K Ý + + + + + + L Y K T + S I L I + A L + + + + + + A Ð I + E K L A N + U A F E R M A s T A R A R + L + N Æ P U E R ,T A Ð I + R + S j A + E + F E S + + A R. L A •+ L A N I + A R M I N N F 0 L G A + L E G A + A R L A N D A + T A U G + A G E R S T + A N G U R + S + R A F T U R + ð R A + G + R R T Ý R + + F Æ R A + P I L K I S + A + N ó V A + Ð + S T u Ð A R + K E R E I N E L T I + T Æ R I + ó M A K + Æ Ð A R + Ö + ó S T + + S N A R K A + + A Ð S T 0 Ð + L ó + K U R L I Ð + H L U N N F A R A + S E B R A + + + 6 G R 0 A + R A + F A L L + T S R + R E + A F + A U R U M + A P I A A + N R 0 + 0 K + L A S K A D I + M M G A L T A R + ó + + S 0 G + N A M M + + E K K I + D A S A M L E G T A I L E G 0 + N j A L A + A A + P ó L L + G U M I G A M I N N + N E 0 N A U ' + 0 R A M I t J Ð N + M A G N A + N H R ó K S E N D A T A F L t+ G L Æ D 50 VIKAN 2. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.