Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 54

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 54
SKÓLALÍF MYNJtR OG TEXTI: SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR MORÐOÐUR RAKARI BLÓÐ FLÝTUR OG ÖSKRIN ÓMA Á HERRANÓTT í TJARNABÆ Morðóður rakari, ranglátur dómari og gómsætar kjöt- bökur er það sem lífið snýst um í Tjarnabíói þessa dag- ana. Þar standa yfir æfingar á leikritinu Sweeny Todd, The Demon Baker of Fleet Street sem Davíð Þór Jóns- son, útvarpsmaður og pistla- höfundur hefur snúið yfir á íslensku sem Morðóði rakar- inn við Hafnargötuna, en þýðing verksins er í hans höndum. Sagan um Sweeny Todd er bresk þjóðsaga sem gerðar hafa verið nokkrar leikgerðir eftir. Sú, sem upp- setning Herranætur byggir á er eftir Christopher Bond og hefur notið mikilla vinsælda sfðustu tuttugu árin. Undan- farna mánuði hefur söngleik- ur, byggður á sömu leikgerð, verið sýndur við miklar vin- sældir í Lundúnum þar sem sagan gerist. Sagan segir að rakarinn Sweeny hafi lent upp á kant við konu sína og hrakist í fimmtán ára á útlegð. Þar hefur ákveðin kona verið á ferð, sú varð þó ekki langlíf því á meðan útlegð Sweeny stóð gaf hún upp öndina. Sweeny kemur aftur til Lund- úna árið 1844. Hann er þá upplýstur um að dóttur hans hafi verið komið í fóstur til erkióvinar hans. Sweeny hyggst að sjálfsögðu leita hefnda, enda bitur maður eftir margra ára útlegð. Sweeny og vinkona hans úr fortíðinni, frú Lovett, fara að krunka sig saman. Frú Lo- vett rekur verslun sem sér- hæfir sig í sölu á kjötbökum en viðskiptin ganga ekki sem skyldi. Hart er í ári. Sweeny opnar rakarastofu á hæðinni fyrir ofan verslun Lovett og upp úr því spinnst náið samstarf þeirra á milli. Fæstir þeir, sem koma á rak- arastofuna, eiga þaðan aft- urkvæmt. Mannakjöt reynist vera fyrirtaks hráefni í kjöt- bökurnar og heljarinnar upp- sveifla verður í sölu á þeim. Frú Lovett græðir á tá og fingri á meðan líkin hrannast upp á rakarastofunni. Má segja að andi frönsku mynd- arinnar Delicatissen svífi hér yfir vötnum. Markmið Sweeny er að breyta erki- óvinum sínum í gómsætar kjötbökur. Fyrr verður sál hans ekki fullnægt. „Við ætlum að reyna að gera þetta dálítið blóðugt og ógeðslegt", segir Ólafur Darri Ólafsson sem fer með hlutverk Sweeny. Það er ekki þar með sagt að leikritið gangi allt út á beinagrindur og óhugnað því undirstaðan í verkinu er kaldhæðin kímni. Hrollvekjan er aldrei langt undan og til að auka en á spennuna verður hljóm- sveit á sviðinu sem leggur til ýmis áhrifahljóð eins og við þekkjum vel úr kvikmyndum. Tenglslin við kvikmyndir eru hugsanlega augljósari vegna þess að sá sem leikstýrir verkinu er Óskar Jónasson en hann mun vera þekktast- ur fyrir afskipti sín af bíó- myndum og þá ekki síst Só- dómu Reykjavík. Leikararnir láta vel af Óskari og segja hann vera „léttan og skemmtilegan og mjög hug- myndaríkan." Það er ekki ætlun min að setja Óskar á vogaskálarnar en greinilegt er að hann hefur ekki síður gaman af þessu en krakk- arnir. Milli fimmtán og tutt- ugu leikarar taka þátt í sýn- ingunní og þar af eru níu sem fara með nokkuð stór hlutverk. Eins og áður sagði er Ólafur Darri í aðalhlut- verki, en auk hans fara þau Markús Þór Andrésson, Nanna Kristín Jóhannsdóttir, Egill Jónsson og Arnbjörg Valsdóttir með lykilhlutverk. Nemendur Myndlista- og handíðaskóla íslands hönn- uðu leikmyndina og aðstoð- uðu við búningagerð og fá þau vinnu sína metna í nám- inu við skólann. Mjög sniðug hugmynd sem fleiri leikhópar ættu að tileinka sér. □ 54 VIKAN 2. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.