Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 60

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 60
SKEMMTANIR • • KVOLDSTUND TEXTI OG MYNDIR: JM| E|L SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR fWl IEV# GEIRMUNDI Í SJALLANUM iltu fara til Akureyr- ar? - Já, endilega. - Þú átt aö taka viðtal við Geirmund Valtýsson. - Já, já. . . Geirmundur Valtýsson, hver er það aftur? Tónlistar- maður, held óg. Þessar hugsanir flugu í gegnum huga mér þegar óg lagði símtólið á. Eg kafaði djúpt í huga mér í von um að geta tosað þaðan upp einhverjar upplýsingar um Geirmund. Greip í tómt. Ég fór að spyrj- ast fyrir. Geirmundur! Eurovision gæinn. Hann söng þarna lag- ið lalalala, manstu. Æi, hann er svona dökkuhærður með hrokkið hár. Skagfirska sveifl- an, þekkirðu hana ekki? Mér fór að líða illa. Næsta dag sat ég í Ásdísi á leiðinni til Akureyrar. Ég þurfti ekki lengur að kafa djúþt. Geir- mundur var innan seilingar. Mér leið betur. í Sjallanum á Akureyri treður Geirmundur upp á hverju laugardagskvöldi. Um er að ræða mjög svipaða sýningu og var á Hótel ís- landi á síðasta ári. Lögin eru þau sömu en flytjendurnir aðrir. Þau Helga Möller, Erna Gunnarsdóttir og Ingv- ar Grétarsson hafa tekið við af Berglindi Björku, Guðrúnu Gunnars og Ara Jónssyni og flytja, ásamt Geirmundi, lög eftir hann sjálfan. - Á sýningunni eru engin lög af nýja disknum (fyrir síð- ustu jól kom út þriðji geisla- diskurinn með lögum Geir- mundar. Innsk. blaða- manns). Við tökum bara þessi gömlu lög sem fólkið þekkir og fílar, segir Geir- mundur. - En þarftu ekki að fylgja disknum eftir? - Nei, nei, hann seldist ágætlega. Það er frumsýningarkvöld. „Rjóminn“ af skemmtana- glöðum bæjarbúum er sest- ur að snæðingi i Sjallanum. Áður en sýningin hefst er boðið upp á þriggja rétta málsverð. Súpu, mjög gott lambakjöt og bragðlítið súkkulaðifrauð en maturinn smakkaðist í heildina mjög vel. Miðaverð fyrir mat og sýningu er 3900 krónur og þykir mér það vel sloppið ef tekið er mið af sambærileg- um skemmtunum og kræs- ingum. Mikið fyrir lítið. Frumsýningargestir eru á öllum aldri, flestir eru þó komnir vel yfir þrítugt, jafnvel fertugt. Fólkið er vel stemmt. Eftir að matur hefur verið borinn frá borðum hefst sýn- ingin. Það er sþenna í loft- inu. Ég hef ekki hugmynd um við hverju ég á að búast en hrífst með. Bjarni Dagur er kynnir. Hann fellur vel aö dagskránni. (Fittar vel inn í þrógrammið.) Sér um aö rétta andrúmsloftið skapist og rífur upp stemmninguna. Geirmundur kemur fram á sviðið. Tónlistinn hljómar og einhver bjalla klingir í huga mér. Gott ef ég raula ekki með. Fólkið klappar í takt viö tónlistina. Mér leiðist þessi sveiflandi tónlistartaktur af- skaplega. La det svinge. Eru ekki allir í stuði? Alltaf hress? Mörg rólegu lögin þykir mér þó vera virkilega falleg. Flestir í húsinu virðast vera á öðru máli en ég, enda komnir til að skemmta sér en ekki hlusta með gagnrýnum eyrum! Fólkið þekkir lögin. Fólkið syngur með. Flestir. Ég rölti aöeins fram á barinn. Þar sitja nokkir töffarar. - Hva, finnst ykkur ekkert gaman? Spyr ég. - Neeeei ... Ert þú frá Mannlífi? Mogganum? Pressunni? - Vikunni. - Jaaá, þú ert dálítiö Vikuleg. Ég ákveð aö láta mig hverfa. Fer aftur inn í salinn 60 VIKAN 2. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.