Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 66

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 66
SUÐRÆNT FÓLK Robert í eldhúsinu ásamt eiginkonu og barni. Þau tvö kynntust í Bandaríkunum þegar hann var aö búa sig undir próf sem útlendum er gert aö þreyta áöur en þeir hefja nám í landinu. Fjölskylda Roberts tilheyrir millistéttinni og hann er einkabarn. „Á þessum tíma var millistéttin mjög fjöl- menn, fáir voru ríkir og enn færri fátækir. Pabbi átti prentsmiðju og mamma vann sem vefari þangað til ég var 10 ára. Ég átti ánægjulega æsku og man eftir því að ég lék mér á göt- unum og varð aldrei var við nein vandræði." AFLEIÐINGAR VALDARÁNS I Uruguay er skólaskylda frá sex ára til tólf ára aldurs. Þar sem mikilla evrópskra áhrifa gætir í landinu verða nem- endur á aldrinum tólf til sex- tán ára að læra frönsku og fjórtán ára byrja þeir að læra ensku. Eftir menntaskóla- nám hóf Robert nám í raf- eindatækni í háksóla en hætti eftir eitt ár og vann við hönnun á vefnaði í tvö ár. Á þessum árum var hann óró- legur og vildi prófa eitthvað nýtt og hann setti á fót eigin prentsmíðju sem gekk illa. Eftir það ævintýri keypti hann tvo leigubíla og það fyrirtæki gekk ágætlega. Árið 1973 var gert valdarán í Uru- guay vegna innanlands- ókyrrðar og efnahagserfið- leika og herinn tók stjórn landsins í sínar hendur. „Mér var illa við stjórnskipun hers- ins og vildi komast úr landi. Þetta var ekki það land sem ég þekkti. Ég ólst upp í landi sem var kallað „Sviss Suður- Ameríku"; landið var frjálst og skoðanafrelsi ríkti. Eftir valdaránið hafði ég engan áhuga á að búa í Uruguay. Á þessum tíma flutti margt ungt fólk úr landi og ég vissi alltaf að ég yrði í þeim hópi.“ TIL ÍSLANDS Robert fór til Chile og Brasil- íu og seinna til Bandaríkj- anna með það í huga að undirbúa sig undir próf sem allir útlendingar, sem stefna á háskólanám þar, þurfa að taka. Þar kynntist hann hinni íslensku eiginkonu sinni. Þau ákváðu að flytjast til ís- lands og hingað til lands kom Robert að vetri til en eiginkona hans hafði farið á undan. „Áður en vélin lenti í Keflavík horfði bandarískur sessunautur minn sífellt út um gluggann og þegar vélin var að lenda sagði hann: „Guð minn góður, þetta er tunglið." Svipuð tilfinning greip mig þegar ég sá stað- inn. Landslagið var svo ólíkt því sem ég átti að venjast frá Suður-Ameríku. Ég kom hingað til lands i lok septem- ber og í byrjun leið mér illa. Ég kom á sunnudagsmorgni, götur Reykjavikur voru mannlausar og um tíma virk- aði þetta allt neikvætt á mig. En þegar ég fór að kynnast fólki breyttist álit mitt. Daginn eftir komuna gekk ég niður Laugaveginn og fólk sneri sér við til að horfa á mig. Mér leið illa þegar fólk horfði svona á mig. í dag er það ég sem tek eftir útlendingum hér á landi. Seinna vildi ég flytja aftur til Uruguay, eins og allir útlendingar vilja flytja aftur til landsins síns, en ég saknaði (slands mikið. Ég var f Uruguay í þrjá mánuði og ákvað að flytja aldrei aftur frá íslandi." ALLTAF ÚTLENDINGUR „Ég fluttist frá Uruguay árið 1978 og það er svo iangt síðan að mér finnst ég vera útlendingur þegar ég kem þangað. Ég hef farið í heim- sóknir í tvo til þrjá mánuði í senn og sé að margt hefur breyst. Vinir mínir hafa eign- ast fjölskyldur sem ég þekki ekki og mér finnst Uruguay ekki lengur vera landið mitt. Mér finnst ég bæði vera út- lendingur þar og hér á landi. Þetta kannast allir innflytj- endur við og þetta stafar ein- faldlega af því að ég er ekki íslenskur; dóttir mín fæddist hérna og mér þykir vænt um ísland en það sést alltaf að ég er útlenskur og ég tala með hreim." EVRÓPSKT LAND Uruguay er mjög evrópskt land enda eru íbúarnir að mestu leyti fólk af evrópsk- um stofni. „i hverju einasta íbúðarhverfi er að finna fólk með erlendan framburð en við erum vön þessu og okkur finnst þetta vera eðlilegt. Ég sjálfur er ekki ættaður frá Uruguay; móðurættin er frönsk og föðurættin ítölsk.“ Þær hefðir, sem Uruguay- búar viðhalda, eru flestar evrópskar að uppruna. „Jólin í Uruguay eru haldin að evr- ópskum sið og fólk setur jafnvel baðmull á greinar jólatrjánna til að líkja eftir snjó. Kjötkveðjuhátíðin í landinu er ólík þeirri sem Brasilíubúar halda. Við höld- um kjötkveðjuhátíðina í febrúar, þátttaka er ókeypis og allir geta leikið í götuleik- húsunum sem sett eru upp í hverfunum. Fólk undirbýr sig allt árið fyrir kjötkveðjuhátíð- ina, tónlist er samin og í söngvunum kemur yfirleitt fram það markverðasta sem hefur gerst á árinu.“ íbúar Uruguay borða yfir- leitt evrópskan mat og sem dæmi má nefna að á sunnu- dögum borða margir heima- tilbúið pasta eins og þekkist á Ítalíu. „Konan mín lærði að matreiða að hætti Uruguay- manna. Mér finnst íslenskur matur vondur og matargerð frá föðurlandinu er nærri því eina hefðin sem ég viðheld hér á landi.“ ÓLÍKAR ÞIÓÐIR Fólk í sveitum Suður-Amer- íku býr við krappari kjör en borgarbúar en yfirleitt býr helmingur landsmanna í höf- uðborgunum sem eru mjög stórar. „Uruguay er landbún- aðarland og við flytjum út grænmeti og kjöt. 500 fjöl- skyldur ráða yfir helmingi landsins þannig að fólk, sem býr í sveitunum, fær lítið kaup. Ástandið hefur versn- að í Uruguay og síðast, þeg- ar ég fór þangað, sá ég að fátækt og atvinnuleysi hafði aukist og fleiri betluðu á göt- unum. Heimilislausa fólkið er fólk sem hefur flust úr sveit- unum og komið til borgarinn- ar í þeirri trú að þar væri að finna betri lífskjör." Robert finnst Suður-Amer- íkanar vera miklu opnari en íslendingar og segist aldrei hafa átt eins erfitt með að eignast vini eins og hér á landi. „Þetta er hræðilegt. Það er mjög erfitt að kynnast íslendingum. íslendingar hafa verið einangraðir frá öðrum þjóðum og ég tel að þjóðfélagið hér á landi sé mjög sérstakt. Það er mjög einsleitt miðað við það þjóð- félag sem ég ólst upp í þar sem mikið er um útlendinga og margs konar trúarbrögð tíðkast. Vandamálið felst í því að (slendingar eru feimn- ir og sýna neikvæð viðbrögð gagnvart útlendingum. Ég vann einu sinni í verksmiðju hér á landi og fyrsta árið voru samskipti við annað starfsfólk brösótt. Þetta var mjög erfitt og mér leið illa vegna þess að ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við. Tilurð stofnunar Félags spænskumælandi á íslandi felst meðal annars í því að kynna menningu landa Mið- og Suður-Ameríku. Viðbrögð hafa verið góð og um það bil þrír fjórðu meðlima félagsins eru íslendingar sem tala spænsku eða eru á einhvern hátt tengdir spænskumæl- andi landi.“ FRAMTÍÐIN Robert vinnur sem bílstjóri hjá fyrirtæki hér í borginni. Hann hefur mikinn áhuga á tölvum auk þess að vera með Ijósmyndadellu. Hann er ánægður á íslandi en seg- ir jafnframt að framtíð inn- flytjenda sé ætíð óráðin. „ís- lendingur er öruggur hér á landi. Þetta er landið hans, hann fæddist hérna, fjöl- skylda hans er hérna, hann þekkir kerfið og veit hvernig það virkar. Öðru máli gegnir um útlendinga. Þótt konan mín sé íslensk eru ættingjar mínir í Uruguay og sama gegnir um fortíð mína og þjóðararf. Útlendingur kvíðir framtíðinni.“ □ 66 VIKAN 2. TÐL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.