Vikan - 20.01.1996, Qupperneq 11

Vikan - 20.01.1996, Qupperneq 11
og Guðmundur Bjarnason, skurðlæknir á Landspítalan- um hjálpuðu mér við að afla þeirra gagna sem þurfti með. Það var síðan ákveðið að Jökull færi til Kanada í að- gerð þegar hann yrði fjög- urra ára en það var, að mati Dr. Zuker, talinn hentugur aldur til að framkvæma hana. Og nú er fyrri hluti þeirrar aðgerðar þegar að baki.“ í HÖNDUM EINS BESTA BARNALÝTALÆKNIS HEIMS í hverju felst sú aðgerð og hverjar eru líkurnar á að Jökull fái aftur máttinn í hægri hluta andlitsins? „Aðgerðin er tvíþætt,“ seg- ir Bryndís blaðamanni Vik- unnar. „í fyrsta lagi er um að ræða svokallaðan tauga- flutning (nerve transplant) en Jökull fór í slíka aðgerð á Bamaspítalanum í Toronto í ágúst síðastliðnum. Það var tekin taug úr kálfa Jökuls og hún færð upp og tengd við taug sem er vinstra megin í andlitinu þar sem máttur er. Taugin er látin liggja yfir and- litið, undir nefið, og síðan er hún tengd við nýjan vöðva. Þannig er hún látin vaxa og jafna sig í um það bil eitt ár. Ég hef fengið þær upplýsing- ar að líkur á bata séu um 95%. Síðan fer hann aftur þang- að í vöðvaígræðslu næsta haust en það er síðara skref- ið í þessari miklu aðgerð. Dr. Zuker hefur bæði starfað við svona aðgerðir og kannað þróun þeirra í mörg ár þann- ig að ég treysti honum auð- vitað fullkomlega. Hann er af mörgum talinn einn af bestu barnalýtalæknum heims en hann er sérfræðingur í and- litslömun barna." Hér heima var þér bent á að bíða í að minnsta kosti 10 ár með að fara með Jök- ul í aðgerð vegna lömunar- innar. Varstu aldrei í vafa um það hvort þú ættir að bíða í 10 ár eða drífa þig með drenginn til Kanada? VILDUM EKKI SÆTTA OKKUR VIÐ AÐ EKKERT VÆRI HÆGT AÐ GERA „Auðvitað hugsuðum við foreldrarnir okkur vel um því síst af öllu vildum við ana út í eitthvað sem við vorum ekki viss um að væri það rétta. En okkur fannst erfitt að heyra það frá læknum hér heima að trúlega væri ekkert hægt að gera fyrir Jökul og að við yrðum bara að sætta okkur við það. Ég gat t.d. ekki sætt mig við það að gera ekkert í mál- inu því ég vildi geta sagt við son minn eftir 10-15 ár að ég hefði reynt að hjálpa honum. Það að reyna ekkert fannst mér vera sama og uppgjöf. Þess vegna ákvað ég að leita til Dr. Zuker. Og ég var tilbúin að taka því að ekki yrðu miklar líkur á bata, að því gefnu að ég hefði að minnsta kosti reynt. Það fannst mér skipta mestu máli. Hvaða móðir myndi ekki leggja allt i sölurnar til að hjálpa barni sínu?“ segir Bryndís Bjarnadóttir. Dr. Zuker benti foreldr- um Jökuls á þá staðreynd að þegar hann kæmist á skólaaldur gæti lömunin, sem er talsverð andlitslýti, reynst honum erfið. Börn væru stríðin og oft á tíðum miskunnarlaus og þar sem fötlun Jökuls væri áber- andi gæti hann orðið fyrir aðkasti þegar fram liðu stundir. Og slíkt ætti ekk- ert barn skilið. Dr. Zuker taldi því ráðlegast að drífa Jökul í aðgerð sem fyrst. SÉRHVERT BATAMERKI ER BETRA EN EKKERT „Það er auðvitað engin trygging fyrir því að Jökull fái fullan bata. En samt finnst mér sem ég verði að reyna. Ég spurði íslenskan lækni á sínum tíma um það hvað hann myndi gera ef um hans barn væri að ræða. Hann sagðist ekki fara út í svona aðgerð nema um 90% líkur á fullum bata væri að ræða. Að mínu mati getur maður ekki búist við slíku. Það er óraunhæft. Ég hugsaði sem svo að sérhvert batamerki væri betra en ekkert þó svo að það væru jafnvel ekki meira en 50% líkur á fullum bata. Læknar hérna heima hafa áhuga á að fylgjast með hvernig Jökli muni ganga eft- ir aðgerðirnar þannig að við fáum vissan stuðning frá þeim. Ég tel réttast að Ijúka þessum aðgerðum í Kan- ada, jafnvel þó að þær séu komnar á ákveðið stig hér á íslandi. Jökull og við, foreldrar hans, förum væntanlega út til Kanada í ágúst þar sem ráð- ist verður í vöðvaígræðslu. Tíminn fram að því fer í að undirbúa það en sú aðgerð verður mun meiri en sú sem hann fór í á síðasta ári. Þá verður tekinn vöðvi úr læri Jökuls og fluttur í kinnina. Hann verður svo tengdur við fullan rétt á því. Að öðrum kosti gætum við varla staðið í þessu. Ég hef mjög mikla trú á því að þetta eigi eftir að hjálpa Jökli mikið en auðvit- að verðum við samt að bíða og sjá. Eftir að hafa verið þarna í Kanada og kynnst vinnubrögðum lækna þar er ég ekki í neinun vafa um það „ÉG GAT T.D. EKKI SÆTT MIG VIÐ ÞAÐ AÐ GERA EKKERT í MÁLINU ÞVÍ ÉG VILDI GETA SAGT VIÐ SON MINN EFTIR 10-15 ÁR AÐ ÉG HEFÐI REYNT AÐ HJÁLPA HON- UM. ÞAÐ AÐ REYNA EKKERT FANNST MÉR VERA SAMA OG UPPGJÖF." ákveðna taug en vonast er til að Jökull geti notað þessa tengingu við nýja vöðvann til að brosa eðlilega. Það þarf einnig að fylla upp í hálsinn á honum því þar er dæld eftir að æxlið var numið á brott. Þetta verður erfið aðgerð en örugglega þess virði. Ef hún mistekst er alltaf hægt að gera hana aftur,“ segir Bryn- dís, móðir Jökuls. Hvað með þann kostnað sem fylgir þessum aðgerð- um. Þurfið þið að greiða hann sjálf eða fáið þið stuðning? „Við erum svo heppin að Tryggingastofnun ríkisins greiðir bæði ferða- og sjúkrakostnaðinn. Við eigum að við séum að gera rétta hluti. Ég hef líka séð myndir af börnum fyrir og eftir að- gerðir, sumum hverjum mik- ið lömuðum, og það er ótrú- legt að sjá hvernig hægt hef- ur verið að hjálpa þeim. Og nú þegar hef ég tekið eftir því að ef ég þrýsti á nef- ið á honum þá finnur hann pínulítið til þar sem hann er lamaður. Hann er með Jökull í fangi Dr. Ronalds M. Zuker, sem hefur aóalum- sjón með aö- geróinni flóknu. Dr. Zuk- er er af mörg- um talinn einn færasti barna- lýtalæknir heims. ákveðna snertitilfinningu í húðinni en hann er ekki fær um að stjórna neinum hreyf- ingum ennþá. Við sjáum samt merki um það að taug- in er að vaxa inn í slíðrinu við nefið. Og það lofar góðu,“ segir Bryndís að lok- um. □ 1. TBL. 1996 VIKAN 11 BARÁTTUSAGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.