Vikan - 20.01.1996, Qupperneq 50

Vikan - 20.01.1996, Qupperneq 50
HEILSAN yfirborðið strax og láta tilfinn- ingarnar flæða og vinna þannig úr þeim um leið og atvikin koma fyrir. Ekki loka þær niðri í „ruslapoka" því þá er hætta á að þær gerjist og komi upp seinna og valdi al- varlegum sjúkdómum. Af því hefur Farida eigin reynslu, 25 ára fékk hún krabba- mein í annað brjóstið og vildu læknar taka það af. Hún afþakkaði uppskurð og geislameðferð því að hún gat ekki hugsað sér að missa brjóstið, en ákvað þess í stað að takast á við vandamál sín með náttúru- legum aðferðum. Orsökina fyrir krabbameininu kvað hún hafa verið innibyrgða reiði og vonbrigði vegna misheppnaðs hjónabands og af þeim sökum hafi hún misst lífslöngunina og helst viljað deyja. En þegar hún fékk úrskurð um lífshættu- legt krabbamein og horfðist ■ Orkustöðvar mannsins tengjjast frumefnunum fimm; jjörð, vatni, eldi, lofti og orku (tilfinninga- og hugarorku). Það skýrir tengsl mannverunnar við alheiminn að hún er úr sömu frum- efnum og hann. í augu við vanheilsu eða jafnvel dauða, fékk hún lífs- löngunina aftur og ákvað að finna leið til heilbrigðis. Hún segir að innri rödd hafi leitt sig áfram og að lokum hafi sigur unnist á sjúk- dómnum með andlegum iðkunum, heilnæmu matar- æði, jurtalækningum og föstum. Til að forðast sjúk- dóma út frá hugsana- og til- finningamunstri segir hún að best sé að útiloka nei- kvæðar hugsanir eins og áhyggjur, ótta, reiði, slúður, græðgi, öfund og eigingirni. Slíkar hugsanir veiki and- lega- og líkamlega mót- stöðu. Þar sem nú á tímum eru þekktar margar leiðir sem hjálpa fólki að komast yfir tilfinningaáföll ráðleg- gur hún öllum að leita hjálpar sem ekki finni sína eigin leið út úr slíkum vanda. LÆ.KNANDI DANS Dr. Sharan segir að komið hafi i Ijós að ekkert sé eins heilsusamlegt og dans, hún á ekki við hefðbundinn dans heldur hreyfingar eftir sér- stakri tónlist sem hún hefur samið og þróað fyrir hverja einstaka orkustöð líkamans. Þá er hljóðfall náttúrunnar ávallt notað sem undirtónn. Bæði dansinn og tónlistina tók mörg ár að þróa en að- ferðin hefur á undanförnum árum sannað ágæti sitt sem árangursrík heiiunaraðferð og öflug leið til að leysa stífl- ur úr orkustöðvunum sem hafa myndast við tilfinn- ingaáföll í lífinu. Hún segir þennan dans vera undir- stöðu í þeim náttúrulegu að- ferðum sem hún kenni kon- um til sjálfshjálpar. Við dans- inn notar hún einnig marg- litar silkislæður en silki er talið leiða vel lífsorkuna og er því ráðlagt að ganga í silkiklæðnaði. Orkustöðvar mannsins tengjast frumefnunum fimm; jörð, vatni, eldi, lofti og orku (tilfinninga- og hugarorku). Það skýrir tengsl mannver- unnar við alheiminn að hún er úr sömu frumefn- um og hann þess vegna finnast réttu efnin í náttúr- unni til að viðhalda lífi hennar. Vitað er að máttur lita við lækningar er mikill og talið skipta máli hvaða litum við klæðumst. Hverri orkustöð tilheyrir ákveðinn litur sem þó er breytilegur eftir þörfum einstaklingsins. Ef val lita á klæðnaði er í samræmi við liti orkustöðvanna er það tal- ið hjálpa til við að halda þeim í jafnvægi. Það eru frumskilyrði fyrir heilbrigði að orkustöðvarnar séu í lagi. Oft þarf margar að- ferðir til að lagfæra það sem aflaga hefur farið í líkaman- um því að um leið og orkust- öð truflast fer samtímis svo ótalmargt annað úr skorðum í líkamanum. Eitt kröftugasta ráðið til að bæta þar um er það að brjóta upp gamlar, neikvæðar tilfinningar og hugsanir og við slíka vinnu er dansinn afar hjálplegur. BREYTINGASKEIÐIÐ ER EKKI SJÚKDÓMUR Dr. Sharan flutti fyrirlestur um breytingaskeiðið í Gerðubergi í september síð- astliðnum. Nýr andblær fylgir kenningum hennar um tíða- hvörf og kom greinilega fram andúð hennar á hefðbund- num hormónalyfjum sem svo mikið hefur verið mælt með af vestrænum læknum á undanförnum árum. Hún ráðlagði konum eindregið að taka ábyrgð á eigin lífi og læra að nota lyf náttúrunnar, þau hafi sjaldan aukaverk- anir af því að líkaminn geti betur nýtt sér þau. í náttúr- unni sé að finna öll þau lyf sem konan þarfnist, jafnt hormóna sem annað. Þörf sé fyrir konur að átta sig á því að því fyrr á ævinni sem þær nái jafnvægi á líkama og sál því betri verði árin sem á eftir koma. Ungum konum bendir hún á að aukaverkanir fylgi inntöku P pillunnar og hún hamli eðli- legum þroska konunnar og auki þörf hormónalyfja á breytingaskeiði vegna þeirra hormóna sem líkaminn venj- ist við notkun þeirra. Notkun pillunnar hafi neikvæð áhrif bæði á sálarlíf og líkama konunnar. Þörf sé fyrir konur á öllum aldri að vanda vel til næringar sinnar og gæta þess að hlutfall basískrar (lútargæfrar) fæðu sé í meiri- hluta dag hvern. Til eru náttúrulegar getn- aðarvarnir sem ekki breyta lífshrynjanda líkama og sál- ar. Einnig telur hún tilefni til að karlmaðurinn axli ábyrgð sína hvað varðar getnaðar- varnir. Hún sagði að eftir tíða- hvörf byrjaði yndislegur tími breytinga, margar konur væru þá búnar að koma upp börnum sínum og gætu snú- ið sér óskiptar að nýjum hugðarefnum. Þær væru orðnar reyndar og þroskaðar og nytu virðingar samferða- fólksins, ýmsar væru á há- tindi velgengni sinnar í starfi. Það væri því fráleit bábilja að konur á þessum aldri væru einskis virði og að við breytingaaldurinn yrðu þær uppþornaðar og hrukkóttar. Hvort kona eltist vel eða illa, færi mest eftir hugarfari hennar og því hvernig hún færi með líkama sinn. Hún kvað það algengan miskilning að tíðahvörf væru sjúkdómur. Sennilega ættu læknar þátt í þeim hugsunar- hætti, þeir kenndu gjarnan breytingaaldrinum um alls kyns sjúkdóma sem ekkert kæmu honum við. Það eina, sem gerðist, væri að blæð- ingar hættu. Hún benti á að mikið sé til af jurtum og nátt- úrulegum aðferðum til að koma í veg fyrir óþægindi sem oft fylgdu tíðahvörfum og reyndust þessar aðferðir f flestum tilfellum betur en hefðbundin hormónalyf sem að hennar mati væru í fáum tilvikum æskileg og gerðu það eitt að fría konuna við því að takast á við andlegar og líkamlegar breytingar; breytingar sem hún telur hverri konu til góðs taki hún rétt á þeim. Öllum breytinga- tímabilum ævinnar þurfi að mæta með því að vinna úr til- finningum og öðru er tengist þeim. Það fari eftir því hvar konan sé stödd tilfinninga- lega, andlega og líkamlega og úr hverju hún þurfi að vinna hverju sinni og sé það ekki bundið aldri. Sjálf segist hún aldrei hafa notað horm- ónalyf, þess í stað hafi hún notað náttúrulyf og græðandi grös sem auðvelt sé hverri konu að læra að nota. Einnig megi þakka því heilnæma mataræði og drykkjum sem hún hafi alla tíð tamið sér Hún segist kenna konum að hreinsa líkamann með heit- um og köldum bökstrum, gufubaði og burstun. LITHIMNUGREINING Hægt er að lesa ástand lík- amans f lithimnum augnanna hefur slík sjúkdómsgreining verið þekkt um aldir. Eftir þeim fræðum er fólki skipt í sex gerðir og má finna sömu veikleikana innan hverrar gerðar. Þannig má stundum sjá sjúkdóma áður en þeir gera vart við sig líkamlega og jafnvel koma í veg fyrir þá. KEMUR AFTUR Ekki er hægt í stuttri grein að gera kenningum dr. Shar- an full skil, þar er af of mörgu að taka. í viðbót við það, sem áður er nefnt, kennir hún heilun, mataræði, notkun jurta, blómadropa, il- molía og fleira. Fanný Jónmundsdóttir leiðbeinandi sá um komu dr. Sharan hingað til lands síð- astliðið haust. Hugmyndin er að gefa þeim konum, sem vilja kynna sér þessi fræði, kost á bréfanámi og ætlar svo dr. Sharan að koma, ásamt dóttur sinni, til nám- skeiðahalds næsta vor. □ 50 VIKAN 1. TBL. 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.