Vikan - 20.01.1996, Page 57

Vikan - 20.01.1996, Page 57
Jón Guðmundsson, einkaþjálfari og einn i eigenda líkams- stödvarinnar ^GYMHSO j VULCAN EQUIPMENT TEXTI: ÞORGRIMUR ÞRÁINSSON MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON Hann er stæltur og sterkur, brosmildur og blíður. Og þótt hann sé aðeins 22 ára gamall er hann orðinn einn eigenda lík- amsræktarstöðvarinnar GYM 80 sem Jón Páll Sigmarsson heitinn stofnaöi fyrir réttum fimm árum. Segja má að andi Jóns Páls svífi enn yfir vötn- unum í GYM 80 því JÓN GUÐMUNDSSON hefur létt- leikann að leiðarljósi og kapp- kostar að fólki líöi vel í stöð- inni. „Ég lærði það af Jóni Páli hvað það skiptir miklu máli að gera hlutina með bros á vör og hafa gaman af því sem maður er að gera. Jón Páll var einstakt góömenni og fólki leið vel í kringum hann. Þannig á fólki að líða hjá okk- ur og það eru margir jákvæðir hlutir að gerast í Gym 80.“ GYM 80, sem er til húsa að Suðurlandsbraut 6, býður upp á glæsilega aðstöðu og æfingatæki. Jón Guðmunds- son er einn fjögurra eigenda en hann heldur að mestu leyti utan um reksturinn. Auk þess er hann einkaþjálfari í fullu starfi. Um þetta leyti er að hefjast þolfimiþjálfun í GYM 80 sem verður í höndum ein- hverra virtustu þolfimikennara landsins, Debbýjar, Ingu Sól- veigar og Pórönnu. Þær störfuðu áður í líkamsræktar- stöðinni Hress en Debbý var síðast að kenna í Aerobic Sport. „Debbý kemur frá Bandaríkjunum núna í lok jan- úar með allt það nýjasta og Myndlistar- maöurinn Tolli er á meóal þeirra sem njóta einka- þjálfunar hjá Jóni. Hér sést hann beittur höróu af þjálfaranum. ► 1. TBL. 1996 VIKAN 57

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.