Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 15

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 15
manninum mínum þótt ég elskaði hann og hann væri mér ákaflega góður. Einhverju sinni fór ég ein í partý og þá var mér nauðgað í annað sinn. Ennþá fannst mér ég eiga það skilið, að ég hefði á einhvern hátt hagað mér syndsamlega og stuðlað að því sjálf. Synd- in loddi alltaf við mig. Ég sagði manninum mínum ekki frá nauðguninni sem var auðvit- að rangt.Hann var afskaplega vel gefinn og góður maður og hefði hjálpað mér að taka á því. Þess í stað bjó ég til svart skúmaskot í sálu minni og þar geymdi ég minningar um mis- notkun og nauðganir. Ég var sautján ára þegar ég fyrst sagði frá misnotkuninni. Eg var á leið út á land ásamt vinkonu minni, við ætluðum meðal annars að koma við í kauptúninu hj á frænku minni. Á leiðinni þyrmdi allt í einu yfir mig, minningjarnar streymdu fram. Ég stöðvaði bflinn, fannst veröldin hrynja yfirmig. Égvarsvomiðurmín að vinkona mín, sem skildi hvorki upp né niður, varð dauðhrædd um mig. Að lok- um sagði ég henni allt af létta. En ég sagði það engum öðr- um og alls ekki foreldrum mín- um. Ég óttaðist viðbrögð þeirra. Það var ekki fyrr en tuttugu árum seinna sem ég hafði kj ark til þess að rifja uppþæssa atburði í annað sinn. I fjöl- skyldu minni eru margir alkó- hólistar, ég hef alla tíð verið mjög meðvirk og fór á nám- skeið fyrir aðstandendur. Það varð til þess að ég fór að rifa upp æsku mína og skoða líf mitt og að lokum trúði ég góðri vinkonu minni fyrir leyndar- málum mínum. Misnotkun- inni, nauðgununum og erfið- leikum mínum með að lifa eðlilegu lífi með karlmanni. Þegar þarna var komið sögu átti ég hjónaband og margar sambúðir að baki. Vinkona Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig. jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gæturn fyllstu nafn- levndar. Heimilisfangið er: Vikan - „Lífsreynslusaga", Seljavegur 2,101 Reykjavík, síinsvari: 515 5690 r Lífsreynslusaga mín sagði mér frá Stígamót- um og ráðlagði mér að leita þangað. Það tók mig langan tíma að safna kjarki til að fara áfyrsta fundinn. En eitt kvöld- ið sat ég ein heima og fór í gegnum erfiðar minningar. Það kvöld tók ég ákvörðun, ég leitaði til Stígamóta og var í meðferð þar í tvö ár. Þang- aðvargottaðkoma.Þarstarfa yndislegar konur sem gefa sér tíma til að hlusta. Ég fékk einkaviðtöl og var í hópmeð- ferð. Það var oft sársaukafullt og erfitt, sérstaklega var erfitt að hlusta á hinar konurnar í hópnum segja sögu sína. Mér fannst saga mín mjög saklaus miðað við margt það sem ég heyrði á hópfundunum. En mér var sýnt fram á að þannig mætti ég ekki hugsa, í þessum efnum er ekkert sem heitir meira eða minna, öll misnotk- un er jafn skaðleg. Meðferðin hjá Stígamótum breytti lífi mínu. Það var ótrú- legur léttir að geta sagt sögu mína og horfast í augu við raunveruleikann. í dag líður mér vel. Áður kveið ég hverj- um nýjum degi. Það er stór- kostleg tilfinning að vera laus við gamla morgunkvíðann, að kvíða því ekki að vakna og mæta til starfa. Ég gæti þess að lifa heilbrigðu lífi, fer snemma að sofa og stunda heilsurækt. Ég á yndislegt barn og er í góðu sambandi við það. Ég hef smátt og smátt hætt að sjá sjálfa mig sem synduga manneskju sem átti skilið að veranauðgaðogmisnotuð.En ég er ennþá rugluð í sambandi við kynlíf, einhvers staðar eru hömlur. Mér finnst gott að vera með karlmanni, en hef aðeins einu sinni, einhvern tímann fyrir langalöngu, feng- ið kynferðislega fullnægingu. Eiginmaður frænku minnar er dáinn. Ef ég í dag fengi að mæta honum augliti til auglit- is veit ég að hann viðurkenndi ekki að hafa gert rangt. Ég er viss um að hann segði mig hafa misskiliðhegðunsína.aðþetta hafi aðeins verið leikur. Ég veit líka að ég mun aldrei geta fyrirgefið honum. Menn, sem misnota lítil börn, eru glæpa- menn. Enn þann dag í dag get ég ekki hlustað á fréttir af mis- notkun án þess að finna til í sál og líkama. Misnotkun á börnum hefur alltaf viðgeng- ist. Um allt land eru konur sem lifa með hræðilegar og sárar minningar. Ég vona að þær beri gæfu til að stíga skrefið, sem ég tók, geri sér grein fyr- ir mikilvægi þess að leita sér hjálpar. Án hjálpar verðum við fórnarlömb ævilangt. ■ Lesandi segir l’oruiini Stefánsdóltiir siign sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.