Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 20

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 20
á undan í eyðslunni, síst af öllu í eitthvað handa sjálfum sér. Samt var þetta auðvitað ekkert verð og ábyggilega hægt að selja bókina heima fyrir miklu meira og ekki þurfti neitt frönskuséní til að skilja myndirnar sem voru stórskemmtilegar. En ekkert af þessu sagði hann. Hann sagði ekki neitt. Aftur á móti reyndi hann að vera eins lítið hvetjandi og hann gat þegar hún hafði fundið sér hálsfesti á litlum útimarkaði skömmu síðar og bar hana við hálsinn á sér og horfði á sjálfa sig í litlum spegli sem stimamjúkur sal- inn var ekki seinn að bregða á loft. Svo sneri hún hálf- hring í áttina til hans og leit á hann, ef til vill eins og hálf- spyrjandi. Hann sá að hana langaði í þessa festi og hann sá að hún fór henni vel, en var líkast til ekki búinn að jafna sig eftir Verne og Arne Saknússem. -Hvað finnst þér? -Ég veit ekki, svaraði hann, eins hlutlausum rómi og hann gat, enda ætlaði hann ekki að vera sá sem bannaði eitt eða neitt. 1 lann iðraðist þess um leið og hún lagði frá sér festina, en það var orðið of seint, nú var sama hvað hann segði til samþykkis, allt hlyti það að hljóma eins og jæja þá, fyrst þú endilega vilt, svo hann muldraði bara eitthvað urn að hundrað frankar væru alltof hátt verð og sjáll'sagt hægt að fá þetta utan við túristaslóðir á miklu lægra verði, þótt hann hefði ekki hundsvit á því. <)g skyndilega var eins og þau hefðu ekkert lengur að segja hvort við annað. Pau sátu þegjandi í metró á leið- inni upp á Montmartre og ann gat ekki lesið í augun á af því að hún var nteð ;leraugun. Hún tók þau einu sinni af sér inni í Eur. Ekki fyrr en á torginu rétt við kirkjuna þar sem allir listmálararnir fal- buðu varning sinn, vatnslita- myndir og póstkortamál- verk, eða buðust til að teikna myndir af ferðamönn- um. Aður en þau vissu til svifu á þau tveir af þessum lista- mannastereótýpum, óða- mála skrattakollar með alpa- húfur og hálsklúta í hita- svækjunni. Hún hikaði eitt augnablik og fór að skoða teikningarnar hjá þeim. Mennirnir tvíefldust er þeir þóttust þarna verða varir við einhvern veikleika, álit- legt fórnarlamb. Þeir réðust að henni og þröngvuðu henni beinlínis ofan á klapp- stólinn sem stóð við statífið þar sem annar þeirra hafði blokkina sína. Þá fyrst leit hún til hans og tók af sér gleraugun, hún leit á hann og var með augna- ráðinu að biðja hann að bjarga sér, en hann misskildi hana og hélt að hún hefði áhuga á að láta teikna sig, vildi bæta fyrir festina og kinkaði kolli uppörvandi til samþykkis sem þó kom fullseint því blýanturinn var þegar kominn á fulla ferð hjá listamanninum. -Tú öndred, ónlí túöndred, sagði hinn og keyrði um leið setuna á hinum klappstóln- um í hnésbæturnar á honum þannig að hann kiknaði í fót- unum og lyppaðist niður á stólinn. Hann ætlaði að mótmæla, en það var orðið of seint, mað- urinn var byrjaður, og þarna mátti hann því dúsa eins og dauðadæmdur og svipurinn á honum varð æ freðnari eft- ir því sem maðurinn galaði oftar og hærra að honum smæl, smæl! Honum leið ömurlega, en huggaði sig við það eitt að hún hefði viljað þetta, hann væri að þessu fyrir hana. Þau rnundu taka gleði sína á ný, gleyma bók og festi, og svo kæmi þá líka ef til vill út úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.