Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 21

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 21
því eitthvað sem yrði þeim til minningar um ferðina, um aldur og ævi. Kannski voru þetta frægir listamenn, eða ættu eftir að verða það. Seigfljótandi ferðamanna- straumurinn silaðist hjá, margir stöldruðu við og horfðu á listamennina vinna. Það var ekki gott að ráða í svipinn á fólkinu, en flestir brostu breitt. Hann hugsaði um það hvað þeir væru nú fyrirlitleg gerpi þessir túrist- ar, en áttaði sig um leið á því að auðvitað voru þau sjálf túristar og að hinir höfðu sjálfsagt enn meiri ástæðu til að fyrirlíta þau sem höfðu látið þessa trúða gabba sig. Mennirnir voru ekki lengi að ljúka sér af, þeir signeruðu verk sín einhverju krum- sprangi nær samtímis, lyftu blokkum af statífum og horfðu skælbrosandi á fórn- arlömbin meðan þau virtu fyrir sér útkomuna. Þegar þau stóðu frammi fyrir myndunum urðu þau orðlaus í fyrstu og skildu nú glottið á ýmsum þeirra sem fylgst höfðu með listamönnunum að starfi. Myndirnar voru í sjálfu sér ekki slæmar, alveg þokkalega dregnar og sýndu tiltölulega mjög huggulegt fólk, en gallinn var bara sá að þetta var eitthvert allt annað fólk en þau sjálf. I ofanálag kom í ljós að hann hafði misskilið verðið, þau reyndust eiga að borga tvö hundruð franka fyrir hvora mynd, fjögurhundruð alls, meira en bókin og festin samanlagt. Hann reyndi að malda í móinn og ætlaði að kalla áhorfendur til vitnis um að brögð væru í tafli, en þá I var gervallur söfnuðurinn farinn að hlæja, þau voru orðin að athlægi. Hún reyndi að mótmæla há- stöfum, en þá hópuðust ná- ungarnir að honum og urðu ógnvekjandi. Kunnu skyndi- lega enga ensku þegar hann reyndi að útskýra fyrir þeim að þau gætu ekki sætt sig við þetta. Og á endanum varð hann að borga þrátt fyrir heitingar hennar. Þau sátu uppi með ómerki- legar blýantsmyndir af bláó- kunnugu fólki og svo sem eins og til að bíta höfuðið af skömminni höfðu þessir svindlarar teiknað inn á myndirnar Eiffelturninn sem hvergi var þó sjáanlegur í ná- grenninu. Þegar þau gengu burt voru þau farin að rífast hástöfum: Þú vildir þetta sagði hann, ég hélt þig langaði til þess.Og hún á móti: Nei, það varst bara þú sem lúffaðir fyrir þeim og leyfðir þeim að komast upp með helvítis frekjuna. Þeim var enn ekki runnin reiðin þegar þau komu heim á hótelherbergið. Samt tókst þeim að ákveða í sameiningu að þau skyldu rífa myndirnar í tætlur og fleygja þeim í klósettið og minnast aldrei á málið við nokkurn mann, en ímynda sér í staðinn að þau hefðu verið rænd, sem reyndar var alls engin ímyndun. Þau skruppu á McDonalds á næsta horni og borðuðu þegjandi. Síðan heim aftur og háttuðu. Fyrsta kvöldið án þess að elskast í borg ást- arinnar. Hún sneri sér frá honum og sagðist vera þreytt. Og það var enginn fyrirsláttur, hann heyrði hvernig hún sofnaði á auga- bragði, andardrátturinn breyttist. Sjálfur gat hann ekki sofnað... Hann hlaut samt að hafa gleymt sér því allt í einu hrökk hann upp með andfæl- um. Hann vissi ekki hvað klukkan var, en það var að- eins tekið að bjarma af degi inn um eitt gluggahornið þar sem hansagardínan var bil- uð. Hann leit á konuna, hún hafði bylt sér í rúminu og sneri nú að honum og skyndilega glaðvaknaði hann og settist skelfdur upp í rúm- inu eftir að hann hafði litið framan í hana. Þetta var ekki Rósa heldur konan á mynd- inni sem þau höfðu rifið og sturtað niður, hann sá það skýrt og greinilega og hon- um varð það efst í huga að komast í spegil, hann þreif- aði um andlit sitt og fannst eins og það hefði breyst. Hann hljóp fram úr og var fumandi og fálmandi að reyna að kveikja ljósið frammi á baðinu þegar hann heyrði að hún var vöknuð og farin að kalla um leið og hún kveikti á náttlampanum: -Þórður, Þórður, ertu þarna? Er eitthvað að? Honum fannst röddin skrítin og hann vissi ekki hvað hann átti að gera. Hann stóð með hönd á rofanum og þorði ekki að kveikja. Þorði ekki að ganga inn á baðið og líta í spegilinn, þorði ekki að snúa til baka, þorði ekki að horfa framan í hana, þorði ekki að láta hana sjá framan í sig. ■ gnasamkeppni r Hefurðu verið að skrifa fyrir „skúffuna"? Er ekki kominn tími til að draga smásög- urnar þínar fram og leyfa öðrum að njóta þeirra? Vlkan stendur fyrir smásagnasamkeppni þar sem til mikils er að vinna. Verðlauna- sagan verður birt í Vikunni og sigurveg- ari fœr tveggja vikna sólarlandaferð fyrir tvo til Portúgal með Urval-Utsýn! Vikan verðlaunar einnig 5 góðar smásögur til viðbótar og birtir þœr í sumar. Æskileg lengd eru 3-4 vélritaðar síður og skilafrestur er til 17. júní. Skilið sögunni undir dulnefni og sendið með í lokuðu umslagi dulnefni, rétt nafn og símanúm- er. Dómnefnd skipa Ingibjörg Haraldsdóttir rit- höfundur, Þórarinn Eldjárn rithöfundur og Sigríður Arnardóttir, ritstjóri Vikunnar. Sendu Vikunni góða smásögu fyrir 17. júní og í haust gcetir þú notið sólarinnar í Portúgal! 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.