Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 25

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 25
blómstraði frá fyrstu stundu og þau giftu sig 4. apríl síðast- liðinn. Guðrún Þórbjarnardóttir, snyrtifræðingur á snyrtistof- unni Salon Ritz, annaðist and- litsförðun Kristbjargar Ástu og notaði til þess franskar vör- ur sem bera heitið FORUM: “Ég byrjaði á að setja hyljara (consealer) undir augun, á kinnar og fleiri staði. Því næst setti ég frekar ljósan andlits- farða á Kristbjörgu og laust, litlaust púður. Augnskuggarn- ir eru í grábláum og dökkgrá- um litum, sem ég setti á augn- lok, en ljósgráan skugga undir augabrúnir. Dökkgráa augnskuggann, sem ég notaði í skyggingar, setti ég líka á augabrúnir. Svargrár blýantur var notaður í kringum augun og svartur augnháralitur á augnhárin. Kinnalitur var í náttúrulegum, brúnum lit og varalitur var með lillableikum tón, en fyrst dró ég fram útlín- ur varanna með dekkri lit en í sama tón og varaliturinn.” Auður Magnúsdóttir hár- greiðslumeistari á Salon Ritz, ákvað í samráði við Krist- björgu Ástu að lýsa á henni hárið: “Ég setti álstrípur í hana og lýst mest ofan á og í hliðum. Því næst klippti ég hárið í beina línu, með örlitl- um styttum í hnakkanum, sem gefur hárinu lyftingu og létt- ara yfirbragð. Þessa línu er auðvelt að eiga við eða laga sjálfur. Það sem þarf er blástur og stundum er gott að setja stórar rúllur efst í hvirfil og í hliðar, eftir að hárið hefur ver- ið blásið þurrt. Þá er lítið ann- að eftir að gera en að bursta í gegnum það. Ég notaði smá “gel” í endana eftir að búið var að bursta hárið og mótaði lokkana þannig.” Og þá er bara að sjá útkom- una! Allur fatnaður sem Kristbjörg Ásta klæðist fæst í versluninni “Hjá Hrafnhildi”, Engjateigi 5. ítölsk, Ijósgul buxnadragt frá Viasassi, en Ijósgulir og Ijós- bláir litir eru ríkjandi í fatn- aði í sumar. í dragtinni er polyester efni, létt og þægi- legt, sem krumpast ekki. Föt úr þessu efni halda sér sér- staklega vel. Verð kr.: 28.500,- Hér klæðist Kristbjörg Ásta skyrtu úr flauelskenndu efni í Ijósbláum lit sem verður ríkjandi í sumar. Undir skyrtunni er Kristbjörg í beinhvítum, stutterma bol og með slæðu í hvítum og bláum litum. Buxurnar eru úr bómullarblöndu, Ijósbláar með Ijósgulum og svört- um ferningum, en mynstraðar buxur eru mjög mikið í tísku í sumar. Skyrta: krónur 13.500,-, buxur 8.600,-, bolur 4.900,- og klútur 1.200,- Hún er glæsileg í rauðu og ber það vel! Kristbjörg klæðist hér tvískiptum, rauðum kjól úr polyester frá þýska fyrirtækinu Cavita. Léttur og klæðilegur fatn- aður sem kostar 18.900,- krónur. ttir Salon Ritz Snyrting: Guðrún Þórbjarnard Hár: Auður Magnúsdóttir Sajon Ritz Fatnaður: „Hjá Hrafnhildi"^ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.