Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 31

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 31
Slakað á með jöklinum. Kirsuberjatré, mahóníur, fíðrildarunnar, hörpulauf og eplatré. Hér er ekki verið að lýsa suðrænum slóðum heldur er þessi gróður hluti af hýbýlum hjónanna Ólafs Sigurðssonar arkitekts og Svövu Ágústsdóttur í Hjallabrekku í Mosfellsbæ. Ólafur hannaði húsið sem er líklega eitt sinnar tegundar í heiminum; hús inni í glerhúsi. Og allt árið um kring búa þau í blómahafí. ð utan er þetta bara venjulegt ,stórt gler- hús og það vekur ekki áhuga nokkurs manns. Ég er ósköp ánægður með það, þá hef ég frið í mínum sælureit,” segur Ólafur alsæll þar sem hann situr ásamt konu sinni og nýtur útsýn- isins en Snæfellsjökull og Esjan blasa við. „En það komu þó hingað tvær norskar stúlkur og báðu um vinnu í þessari „gróðr- arstöð” segir hann og hlær. „Það var áður en við fluttum inn. Við vorum lengi að byggja húsið en byrjuðum að gróðursetja hérna á lóðinni fyrir utan áður en framkvæmdir hófust eða árið 1991. Svo fluttum við inn fyrir tveimur árum.” Húsið er hreint ótrúlegt, 100 m2 einbýlishús á einni hæð, steypt úr vikursteypu og óein- angrað en hitað með ofnum og hita í gólfi. Hið risastóra glerhús utan um húsið heldur á þeim hita allan ársins hring. Og úr öll- um herbergjum er hægt að njóta gróðursins og útsýnisins, því hefðbundnir veggir eru ekki alls staðar í húsinu. Glerhurðum er hægt að renna til hliðar svo gróðurinn umlykur hjónin í 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.