Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 35

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 35
Girnileg eplabaka með hnetum og rúsínum Bökur sem svíkja engan! ríður og Guðrún Guðmundsdætur, voru báðar frábærir kokkar og líklega sækjum við hæfileikann til þeirra." Ingibjörg Ásta Pétursdóttir segist hafa lært grunninn að bökunum á Frakk- landsárunum en hafa svo útfært þær og prófað sig áfram með árunum. Sjálfri finnst henni laukbakan best en grænmetis- bakan er uppáhald frænku hennar, Faaberg. Það fyrsta sem vekur athygli þegar þær eru heimsóttar á vinnustaðinn, Veisluþjón- ustuna Mensu, eru húsakynnin. Allt í allt er fyrirtækið rekið á um 30 fermetrum, þar af er eldhúsið um 20 fermetrar: „En það má auðvitað ekki gleyma lofthæðinni!“ benda þær á. „Hún er gríðarleg, enda væri ekki hægt að matreiða á svona litlu plássi ef ekki væri hátt til lofts.“ Þær framleiða bökur, kökur og mat fyrir Það hefur ýmislegt breyst frá því systradæturnar og alnöfnurnar, Ingibjörg Ásta Pétursdóttir og Ingi- björg Ásta Faaberg, sátu við Straumfjarð- ará á Snæfelisnesi og bjuggu til drullukök- ur sem þær skreyttu með sóleyjum. Núna borða þær ekki sjálfar meistarastykkin, sem þær framleiða, heldur selja þau ein- staklingum og fyrirtækjum í veislur og kaffi- og matarboð. Þegar Ingibjörg Ásta Pétursdóttir flutti til íslands eftir þrettán ára búsetu í Frakk- landi árið 1980 fannst henni vanta kaffi- hús og fjölbreytni í matseld hér á landi. Hún opnaði því kaffihúsið „Mensa“ á horni Lækjargötu og Austurstrætis, en nafnið sótti hún til fyrri tíma þegar í sama húsnæði var rekin matstofa stúdenta, „Mensa Academica": „Mensa þýðir matborð eða altari,“ út- skýrir hún. Eftir að hafa rekið Mensu í fjögur ár, lokaði hún kaffihúsinu og fór að vinna á ferðaskrifstofu. En matseldin átti alltaf stóran hlut í hjarta hennar og það sem fólk saknaði einna mest frá Mensu voru bökurnar hennar Ingibjargar: „Ég opnaði því Veisluþjónustuna Mensu í desember '95,“ segir hún, „og þá voru það einkum gamlir viðskiptavinir mínir úr Mensu sem höfðu samband og pöntuðu bökur.“ En í Mensu er fleira búið til en bökur. Það var í haust sem Ingibjörg Ásta Faaberg ákvað að hætta kennslustörfum eftir 26 ár á ,þeim vettvangi og hjálpa frænku sinni: „Ég hef alltaf haft mjög gaman af að búa til mat, sérstaklega fyrir gesti, og kom hingað fyrst til að hjálpa Ingibjörgu þegar mikið að gera. Mæður okkar, systurnar Sig- einstaklinga og taka að sér allt upp í 500 manna veislur sem þær sjá þá gjarnan um algjörlega: „Já, við kaupum kerti, munn- þurrkur, blóm og skreytingar og komum með kertastjakana ef fólk óskar eftir. Best þykir okkur að hafa veisluna alveg í okkar höndum.“ „Við leggjum áherslu á að hafa allt ferskt og nýbakað hér,“ segja þær. Suma daga má sjá þær bera kræsingar út úr Mensu við Tryggvagötuna inn í Mensu-bílinn sinn og þeysast út á land: „Við förum til dæmis upp á fjöll í lok maí, verðum á Mýrdalsjökli, í Þórsmörk og í Vík í Mýrdal með veislur fyrir útlendinga. Þá daga verður lokað hér.“ Frænkurnar sendu okkur þrjár uppskrift- ir af frábærum bökum sem við hvetjum ykkur til að prófa! 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.