Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 36

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 36
BÖKUDEIG: 250 g hveiti 125 g smjörvi eða sinjör 1 dl volgt vatn eingöngu thymian 6-8 snúningar úr piparkvörn- inni (svartur) 1/2 tsk. salt 4 msk. ólífuolía 1/2 tsk salt Hveitinu er sáldrað í skál ásamt salti. Smjörvinn er mulinn saman við hveitið með lófunum, verður fínkorna. Volgu vatninu blandað sam- an við og deigið hnoðað lítil- lega. Hveiti stráð yfir og látið bíða á köldum stað meðan fylling- in er gerð. Ath.! Það sparar tíma og fyr- irhöfn að margfalda upp- skriftina og geyma í frysti eða kæli til seinni tíma. Bökudeig geymist í kæli í fjóra daga. Þessi uppskrift gerir ca. 400 g bökudeig (þ.e. rúmlega ein baka). LAUKBAKA: 300 g tilbúið bökudeig 8laukar 2 tómatar 1 lítið glas ansjósur (ca.10 flök) 6-8 svartar ólífur 1 msk. Provence krydd eða Fletjið bökudeigið út með kökukefli á hveitistráða borðplötu, setjið einnig hveiti á keflið. Deigið á að vera u.þ.b. 3 mm að þykkt. Grunnt, kringlótt bökuform er smurt og hveiti stráð yfir. Deigið lagt varlega í formið og látið ná út fyrir barma formsins. Snyrtið barmana með hníf, rúllið upp á deigið með fingrunum og klípið svo það haldist upprétt. Botninn er stunginn með gaffli. Laukarnir eru afhýddir, skornir í þunnar sneiðar og steiktir í olíu þar til þeir eru glærir. Kryddið með salti og pipar, síðan er u.þ.b. 3 msk. vatn sett út í volgan laukinn á pönnunni. Hellið lauknum af pönnunni ofan í hráa bökuna og raðið tómötum í hring ofan á lauk- inn. Ansjósuflökununr er raðað á milli tómatanna, ólífurnar settar hér og þar og síðast er Provence kryddinu stráð yfir alla bökuna. Bakið í 20-25 mínútur í 200- Frænkurnar Ingibjörg Ásta Faaberg og Ingibjörg Pétursdótt- ir eru listakokkar. Asta töfra fram glæsilega rétti í litla hús- næðinu við Tryggvagötu. 220 gráðu heitum ofni. Notið ekki blástur. Laukbakan er borðuð köld. GRÆNMETISBAKA: 300 g tilbúið bökudeig 1/2 blómkálshaus (lítill) 1 búnt ferskt spergilkál 1 búnt vorlaukur 2 meðalstórir kúrbítar 1 hvítlauksrif 5-6 egg 1 peli rjómi salt og pipar estragon rifinn ostur, u.þ.b. 100 g 4 msk. ólífuolía Aðferð: Þvoið og skerið vorlaukinn í sneiðar. Hreinsið kúrbítinn og skerið langsum. Látið krauma á pönnu í olíunni ásamt mörðum hvítlauknum. Kælið. Blómkálið og spergilkálið er hreinsað og skorið og síðan soðið í litlu saltvatni í 4 mín. Kælið. Deigið er flatt út með köku- kefli, sett í bökuform, stung- ið með gaffli og snyrt til. Þá er kúrbítnum og lauknum raðað í botninn á hrárri bök- unni, þá kálinu og síðast er eggjahrærunni hellt yfir (þ.e. egg, rjómi og krydd slegið saman). Síðast er ostinum stráð yfir grænmetið og bakan bökuð í miðjum ofni í u.þ.b. 45 mín- útur við 190 gráður C. EPLABAKA MEÐ HNET- UM OG RÚSÍNUM: 300 g tilbúið bökudeig 10 msk. eplamauk (úr dós eða krukku) 5 epli, gul eða græn 2 msk. sykur 2 msk. smjör 100 g rúsínur 2 msk. romm (eða heitt vatn) 200 g furuhnetur (hægt er að nota hvaða hnetur sem er, eða möndlur, jafnvel blanda saman tegundum) Leggið rúsínurnar í bleyti í rommi og örlitlu heitu vatni. Fletjið deigið út með köku- kefli á hveitistráða borð- plötu. Sjá lið A) með lauk- bökunni! Eplamaukinu er smurt yfir botn kökunnar. Þá er helm- ingnum af rúsínunum og 1/3 af hnetunum stráð yfir maukið. Eplin skræld og skorin í skífur og raðað ofan á. Raðað er frá barmi inn að miðju, í fjórar áttir og síðan þvers á milli, þannig að mynstur myndist. Stráið rúsínum og hnetum ofan á og á milli eplabitanna. Sykrinum er stráð efst og litlar smjörklfpur settar hér og þar. Bakið í 20-25 mínútur í 200- 220 gráðu heitum ofni. Notið ekki blástur.B 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.