Vikan


Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 53

Vikan - 07.05.1998, Blaðsíða 53
nokkrir prestarnir sem hafa fengið sjálfa sig í tehettulíki að gjöf frá söfnuðum sínum. Við bjuggum meðal annars til alla fjóra frambjóðend- urna í biskupskjörinu í fyrra. Það er haft eftir einum þeirra þegar hann sá sjálfan sig í þessari útgáfu að loksins stæði hann undir nafni sem sannur te-ólóg. Við notum vandað efni í tehetturnar, hárið er úr lopa, andlitin úr bómull, pilsin úr bómullarsatíni, svuntan úr silki eða bómull, það fer eftir því hvort hún á að vera spariklædd eða ekki, og slifs- in eru úr silki en þau eru ým- ist hvít eða samlit svunt- unni.” Freyjurnar þykja þjóðlegar Það hefur vafist fyrir mörgu handverksfólki að koma framleiðslu sinni á markað. Hvernig fara Freyj- urnar að því? -Við byrjuðum á því að standa fyrir vormarkaði strax fyrsta vorið í Arskóga- skóla. Þessi markaður hefur síðan verið árlegur viðburð- ur í kringum 1. maí og þar eru á boðstólum vörur frá handverksfólki og fleirum um allan Eyjafjörð. Við höfum verið með á mörkuðum handverksfólks víða um land, til dæmis í Hrafnagili þar sem haldinn er markaður á hverju sumri, og einnig tekið þátt í hand- verkssýningum í Reykjavík, til dæmis þeim sem Rósa Ingólfsdóttir hefur haldið. Nú á dögunum áttum við gripi á sýningunni í Laugar- dalshöll sem Handverk og hönnun efndi til í samvinnu við Ferðamálaráð. Við reyndum að koma Freyjunum í sölu á almenn- um markaði, í minjagripa- og ferðamannaverslunum, en álagningin þar er svo há að þær verða allt of dýrar. Þess vegna höfum við að mestu leyti einskorðað okkur við að selja þær í galleríinu Grósku á Akureyri. Það er starfrækt af hópi handverks- fólks sem við erum hluti af og er til húsa að Strandgötu 19 sem er í þjóðbraut er- lendra ferðamanna sem koma til Akureyrar. Eigend- urnir skipta með sér af- greiðslustörfum og greiða 10% af sölunni upp í rekstr- arkostnað. Með þessu móti hefur okkur tekist að halda verðinu niðri. Freyjurnar hafa mælst vel fyrir og við fáum stundum kveðjur frá þeim úr fjarlæg- um landshlutum, jafnvel frá útlöndum því margir hafa gefið þær til annarra landa. Þær þykja þjóðlegar.” Svarfdœlingar og Felupúkar Kerlingin litla, sem Valva Gísladóttir kom með til Sig- ríðar fyrir þremur árum, hef- ur því heldur betur vafið upp á sig. Nú skipta tehetturnar sem Freyjurnar hafa fram- leitt hundruðum og þær eru farnar að huga að nýjum framleiðsluvörum. -Já, við erum að hefja fram- leiðslu á litlu hnetufólki sem við köllum Svarfdælinga. Það eru bæði nafnkunnir Svarfdælingar eins og þeir bræður frá Bakka, Gísli, Ei- ríkur og Helgi, en einnig al- múgamenn og konur sem eiga sér ekki neinar sérstak- ar fyrirmyndir. Við höfum líka verið með litlar Freyjur sem við köllum eggjahettur en þær eru góðar til að halda hita á eggjum og skreyta með borð. Svo erum við með hugmynd um að framleiða svonefnda Felupúka. Það eru leikföng, trúðar eða aðr- ar fígúrur sem skjótast upp úr garnspólu. í þeim er ein- göngu endurunnið efni. Það er greinilegt að þörfin fyrir handverk og minjagripi hefur vaxið í takt við aukinn ferðamannastraum. Ferða- fólk spyr eftir hlutum sem tengjast hverri byggð og þar hefur handverksfólk tæki- færi. Það er dýrmætt fyrir sveitir landsins ef konur geta gert þetta því þótt það séu engin uppgrip í handverkinu þá getur það gefið tekjur sem skipta sköpum um af- komu fólks,” segir Sigríður á Tjörn.■ Biskupsframbjóðendurnir frá síðasta ári, séra Gunnar, séra Kari, séra Auður og séra Sigurður. Tjarnarkirkja í baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.