Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 8

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 8
nams- leið við meiri fjölgun. „Við höf- um þurft að vísa nemendum frá vegna þess eins að fjár- munir til rekstursins af hálfu hins opinbera hafa ekki ver- ið nógu miklir til að taka á móti öllum þeim sem koma. Það stafar því ekki af andúð ráðuneytisins heldur af þeim kringumstæðum að þetta hefur vaxið hraðar en við ætluðum. Ég hef því ekki beinlínis þurft að standa í baráttu, en ég get viður- kennt það að ég hef alltaf ætlað mér að gera þessa fjar- kennslu stóra. Ég get þakk- að yfirstjórn skólans það að mér hefur veist það og þess vegna er fjarkennslan orðin það sem hún er í dag.“ „Framtíðin er fjarkennsl- unnar,“ eru orð Hauks og hún er hin sjálfsagða leið til að færa menntunina til þeirra sem komast ekki í skóla sökum kringumstæðna og búsetu hvorl sem er í þéttbýli eða dreifbýli. „Þarna kemur kennslan inn á heimili nemendanna. Þeir geta notið hcnn- " . - ar hvenær sem er og sinnt námi sínu hvenær sem er sól- arhringsins. Það er engin stunda- skrá. Menn þurfa aldrei að jí. ákveðnum tíma í tölvu- s kerfið til að 'J- ., . |Kjr jP- nalgast eitt- hvað heldur - erþeimsent .Jl námsefnið vikulega og þeir ív ná í það þegar þeini hentar. Gert er ráð fyrir að nem- andinn sendi úrlausn til kennarans innan viku frá því að efnið er sent. Þetla gefur frelsi og við reynum að hafa um- hverfið sem hentugast fyrir nemandann.“ Vikurnar í önninni eru fjórtán og gert er ráð fyrir því að pakkarnir sem sendir eru nemendum séu tólf til þrettán. Próf í fjarkennslu eru síðan tekin í þeim skóla sem næstur er nemandan- um. Prófstaðir voru um 80 á síðustu önn og tæplega 30 prósent af þeim voru erlend- is en prófin eru send í pósti eða í faxi til þess, sem tekur að sér að bera ábyrgð á prófinu og hann sendir síðan úrlausnina til baka. Eftir að kennari hefur farið yfir próf- ið sendir hann hverjum og einum nemanda einkunn og umsögn um árangurinn. Fjarnám opnar mikla Óánægjuraddir úr hópi nemenda seni stunda nám í fjarkennslu eru fáar. „Þær eru mjög fáar,“ segir Hauk- ur. „Við höfum alltaf haft könnun í lok hverrar annar og þar eru um 99 prósent nemenda sem segjast ;' ■ geta mælt með f, R " V- . þessari Hl og sama prósentutala segist geta hugsað sér að fara í frekara fjarnám. Þetta form virðist því falla vel að þörf- um mikils fjölda fólks. Sum- ir hafa tekið mjög djúpt í ár- inni og talað um að námið hafi opnað þeim möguleika sem þeir áttu ekki fyrir.“ Haukur talar um það sem ákveðinn hvata fyrir nem- endur að þeir sjái í upphafi annarinnar fyrir endann á náminu þar sem námspakk- arnir séu ávallt tólf til þrett- án. Einnig sé það hvetjandi að nemendur fá yfirfarin verkefni frá kennurum til baka innan sólarhrings og þeir finni það þá að kennar- arnir reyna að þjóna nem- endunum sem best. „Verk- efnavinna og verkefnaskil er einstaklingskennsla og við leggjum áherslu á það við kennara að þeir séu sem allra mest hvetjandi í at- hugasemdum sínum. Með því teljum við okkur komast nær nemendum og reyndar segja þeir í könnunum að þeim finnist samskipti við kennara nánari en þau voru í dagskólabekkjum. Ég veit það líka að samskipti milli nemenda sem og kennara og nemenda sem aldrei hafa sést verða stundum furðu- lega náin. Ég sem umsjónar- maður finn mjög gjörla fyrir því að margir nemendur telja sig vera mun nær mér en þeir mundu vera væri ég deildarstjóri eða skólameist- ari í dagskóla. Þetta kerfi virðist því ganga mjög vel upp-“ Haukur hefur háar hug- myndir og sér ólal nrögu- leika varðandi frekara fjar- nám. „Ég tel að kerfið geti gengiö lengra í því að þjóna enn frekar Aft sögn Hauks er fjar- kcnnslan virt Verkinennta- skólann rétt að hyrja aö |n í gefnn aft kriiignnistæftiir verfti henni hagstæftar. hinum dreifðari byggðum í sambandi við framhalds- skólanám. T.d. munu nokkr- ir nemendur á Grundarfirði verða í fjarkennslu við skól- ann á næsta skólaári í fyrstu áföngunum upp í stúdents- próf til að þurfa ekki að fara að heiman þetta ungir. Þetta hefur verið draumur minn í svolítinn tíma og er gert að þessu sinni í samstarfi við Fjölbrautaskólann á Vestur- landi og menntamálaráðu- neytið.“ Rétt að byrja Það er engin kyrrstaða í þróun fjarkennslu," segir Haukur. „Tæknin er sífellt að breytast og möguleikarn- ir á að nota tölvukerfið til kennslu eru sífellt að verða fleiri. Við munum halda áfram að nýta þá þætti sem til eru en þó ævinlega með það að viðmiði að það sem við notum sé á hendi hins al- menna tölvunotanda. Við höfum fram að þessu aldrei ætlast til neinna sérstakra kaupa á tölvubúnaði hjá neinum nemanda en þrátt fyrir það hafa kringumstæð- ur sífellt verið að breytast og þá til hins betra. Að því kemur t.d. að notkun hljóð- skráa og myndskráa verður möguleiki, en í því sam- bandi verðum við samt að hafa í huga að við viljum vera ótímabundin. Við vilj- um ekki binda nemendur við stundaskrá.“ Framtíðarmöguleikar fjar- náms eru mjög miklir og mun fleiri en þeir sem þegar hafa verið reyndir. „Að því gefnu að kringumstæðar verði fjarkennslunni hag- stæðar þá erum við ekki nærri komin á endapunkt. Við erum rétt að byrja,“ bætir Haukur við að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.