Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 20

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 20
Texti: Steingerður Steinarsdóttir sem í hag kunna að koma Námskeið eru að því leyti frábrugðin hefðbundnu námi að oftast sækir fólk þau af einskærum áhuga. Flestir ætla sér fyrst og fremst að hafa bæði gagn og gaman af. Stundum heyr- ast þó af þvf sögur að fólk hafi borgað háar upphæðir fyrir námskeið sem síðan hafi hvorki reynst skemmtileg né gagnleg. Sú hætta er auðvitað alltaf fyrir hendi að menn kaupi köttinn í sekknum en hér á eftir má finna nokkur ráð sem, ef farið er eftir þeim, gætu komið í veg fyrir að svo fari. Ef nám- skeiðið er haldið á vegum viðurkenndra aðila er oftast auðvelt að nálgast allar upp- lýsingar sem á þarf að halda. Kynntu þér námsefnið fyrirfram; og athugaðu hvort það stenst væntingar þínar og hvort það sé byggt á við- urkenndum og góðum gögn- um. fram hvað námskeið- ið kostar og einnig þær reglur sem gilda um endur greiðslu stand- ist það ekki • Reyndu að hafa uppi á einhverjum sem sótt hefur þetta tiltekna námskeið og spurðu hann spjörunum úr. • Aflaðu þér upplýsinga um kennarann. Athugaðu að þótt viðkomandi sé rnjög fróður í því fagi sem hann kennir er ekki öruggt að honum láti vel að rniðla þekkingu sinni. • Ef þú ætlar að afla þér viðbótarþekkingar á ein- hverju sviði er mjög mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir því hvort þetta ákveðna nám- skeið henti I þess. Margir hafa lent í því að námskeiðinu er ætlað að kenna undir- stöðuatriði sem þeir kunna fyrir og bæta því engu við þekkingu sína. Þann er gott að fræða sem sjálfur vill læra Þótt áhuginn og þekkingar- þorstinn reki þig af stað á námskeið er ekki þar með sagt að þú hafir lag á að nýta þér þá fræðslu sem þar fer fram. Of margir telja að til að ná tök- um á námsefni nægi að sitja í tímum en það er yfirleitt ekki svo. Námskeið enda sjaldnast með prófurn og kennarar gera ekki kröfu um að heimaverkefnum sé skilað. Það er nemandanum því í sjálfsvald sett hversu mikið hann leggur á sig og af hve mikilli natni hann vinnur. Flestir sem fara á námskeið eru í fullri vinnu og starfsorkan er oft lítil að loknum löngum og ströng- um vinnudegi. Til að nám- skeiðið nýtist sem best er gott að hafa í huga að skipu- lag og ákveðinn agi geta fleytt manni langt. Eftirfar- andi er því mikilvægt: • Að gefa sér að minnsta kosti eina klukkustund til að undirbúa sig fyrir hvern tíma. • Ef þú ert að læra ein- hvers konar handverk er ekkert mikilvægara til að ná tökum á nýrri tækni en þjálf- un. Það margborgar sig að æfa réttu handtökin heima. • Að lesa sér til um efnið víðar en í þeim bókum sem notaðar eru í kennslunni. • Að skrifa hjá sér allar gagnlegar upplýsingar í tím- um og fara yfir glósurnar þegar heim kemur. • Að líta á þetta sem vinnu og taka á því í sam- ræmi við það. Helstu tómstundaskólar Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands, Tæknigarði, Dunhaga 5 Símar: 525 4923,525 4924, 525 4925,525 4231. Fax: 525 4080 Netfang: endurm@rhi.hi.is. Tómstundaskólinn, Grensásvegi 16a Sími: 588 7222. Fax: 533 1819. Námsflokkar Reykjavíkur, Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg Símar: 551 2992,551 4106. Námsflokkar Hafnarfjarðar, Strandgötu 31 Sími 565 1322. Fax: 565 3435. Tölvuskóli íslands, Bíldshöfða 18 Sími: 567 1466 Tölvuskóli Reykjavíkur, Borgartúni 28 Sími: 561 6699 Stjórnunarskólinn, Sogavegi 69 Sími: 581 2411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.