Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 24

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 24
Texti: Margrét V. Helgadóttir Mynd: Hreinn Hreinsson R :<•] hTíTí Minningin um fyrsta skóladaginn lifir lengi. Hvernig við völdum skólatöskuna af kostgæfni, hvaða leið við gengum i skólann og hvernig kenn- arinn tók á móti okkur. Tíminn iíður hratt og áður en við vitum af erum við sjálf farin að upplifa fyrsta skóladaginn í gegnum börnin okkar eða frændsystkin. Að byrja í skóla er manndómsmerki rétt eins og að fermast og fá bílpróf. Þess er beðið með eftirvæntingu og dagarnir geta verið lengi að líða þegar stóra stundin nálgast. I huga barnsins er skólinn nánast guðdómleg- ur. Það hefur einungis heyrt spurningar á borð við: „Hlakkar þú ekki mikið til að byrja í skólanum?“ Sem betur fer heyrir barnið aldrei um frumskógarlög- málið sem ríkir á skólalóð- inni og innan veggja skól- ans. Þeir sterkustu og frek- ustu eru sjálfskipaðir for- ingjar og hinir hlýða. Börn sem hafa verið vistuð á leik- skóla gera sér ákveðnar hugmyndir um heim skólans og eru að vissu marki betur undirbúin til að takast á við þau lögmál sem þar ríkja. I rauninni er stefnan í málefnum byrjendakennslu hérlendis alveg óskiljanleg. Fimm ára börn eru vistuð á leikskóladeild ásamt tuttugu öðrum börnurn. Hópurinn hefur þrjár til fjórar fóstrur sér til halds og trausts. Fimm til sex ára börn hætta á leikskólanum, fara í sum- arleyfi í nokkrar vikur og byrja í grunnskóla um haust- ið. Þá geta þau verið komin í bekk með tuttugu og þremur öðrum börnum en aðeins einn kennari sem á að kenna þeim og sinna öll- um þeim vandamálum sem upp koma. Það segir sig sjálft að einn kennari ræður engan veginn við að sinna þessum stóra hóp. Ekki er við kennarann að sakast í þessum efnum heldur stefnu stjórnvalda. Kröfurnar til kennarans eru gífurlega miklar. Hann á að leggja grunninn að framtíð barns- ins með lestrar-, skriftar- og stærðfræðikennslu auk þess að kenna barninu að fylgja öllum þeim reglum og lög- málum sem í skólanum gilda. Auk kennslu þarf kennarinn að skeina, reima og þerra tár í tíma og ótíma. í hugum margra foreldra eru það hetjurnar sem geta kennt sex ára bekkjum ár eftir ár með góðum árangri. Þessi staðreynd er oft sú fyrsta af mörgum sem „sjokkerar“ foreldra sex ára barna. Reyndar verða „sjokkin" oft mörg þegar líða tekur á skólaárið. Eitt foreldri sem gekk í gegnum erfiðleika með barn sitt fyrsta skólaárið vildi meina að foreldrum sex ára barna ætti að vera boðið upp á áfallahjálp. Þetta var nú meira sagt í gríni en þó eru margir foreldrar sem upplifa vanlíðan þegar litli unginn byrjar í skóla. „Siggi reif skóiatösk- una mína“ Þegar skólinn fer að verða hversdagslegur er hætt við að mörg börn fari að kvarta yfir skólanum. Þau þurfa að læra heima, hlýða alls kyns reglum og frjálsræðið sem fylgdi vistinni á leikskólan- um er horfið. Það er aldrei tími til að leika sér. Þá fyrst reynir á hversu vel þeim lík- ar í skólanum og hvernig að- lögunartíminn hefur gengið. Komi upp einhver vanda- mál með barnið er mikil- vægt að taka á því. Barnið trúir foreldrum sínum fyrir líðan sinni og treystir á að þeir hjálpi því að leysa úr málunum. Foreldrar ættu að hafa það hugfast að grípa strax inn í ferli sem þeir telja óæskilegt hvort sem það er magaverkur eða einelti. Barninu þínu á ekki að þurfa að líða illa í skólanum. Ef þú sérð leið til að breyta líðan þess, gerðu allt sem þú getur til að breyta henni. Það er gott að tala við um- sjónarkennarann eða ganga- vörðinn, sama hversu lítil- vægt málið er í þínum huga. Eins og gefur að skilja getur kennarinn ekki fylgst með öllum á sama tíma og ef strákurinn á næsta borði er að krota á föt barnsins þíns þarftu að hjálpa barninu að takast á við vandann. Saman getið þið leyst heilmikið. Til að byggja upp sjálfstraust barnsins þíns getið þið æft ykkur í aðstæðunum heima fyrir. Þú leikur strákinn á næsta borði og leiðbeinir barninu hvernig það skuli tala við strákinn og ef það gengur ekki skaltu hvetja það til að ræða við kennar- ann. Komi upp stærri mál þurfa foreldrarnir sjálfir að ganga í málið og aðstoða barnið. Foreldrum sex ára barna í grunnskólum Reykjavíkur er boðið á upplýsingafund sem er haldinn í skólahverfi barnsins vorið áður en barn- ið byrjar í skóla. Þar eru for- eldrum kynntar helstu boð- leiðir og stuðningsaðilar innan skólans. Hvernig bregst barnið þitt við nýjum aðstæðum? Þú skalt búast viö hegðunarbreytingu hjá barninu þínu þegar þaö byrj- ar í skóla fremur en aö láta hana koma þér á óvart. Þaö er misjafnt hvernig þau bregðast viö breyttum aðstæðum. Sum börn taka upp á nýj- um og óþekktum stælum sem minna helst á unglinga. Aörir fullorönast heil ósköp á nokkrum vikum. Feimna og óörugga barnið er f svolítilli hættu þegar það byrjar í grunnskóla. Þaö er ágætt aö þú komir skilaboðum til kennarans um hvernig persónuleiki barniö þitt er, þannig getur kennarinn fylgst betur með því en ella. Feimna barnið gleymist gjarnan í skólastofunni. Það sit- ur kyrrt, biður ekki um aöstoö og tranar sér ekki fram á nokkurn hátt. Á skólalóöinni er það líka í töluveröri hættu því óörugg börn eru gjarnan bitbein stríönispúkanna. Þau hvorki berja frá sér né hlaupa klagandi í næsta kennara. Því getur reynst auövelt aö níöast á þeim. Biddu kennar- ann að fylgjast vel með því sem fram fer á skólalóðinni því líðanin í frí- mínútum skiptir miklu máli fyrir barniö. Kraftmikla og sjálfsörugga barnið lætur ekkert stööva sig. Þaö er gott ráö aö ræöa um reglurnar sem gilda í skólanum og láta kennarann vita um litlu orkusprengjuna sem þú átt. Þetta er hiö dæmigerða barn sem fer upp á bílskúrsþak aö ná í kisu og tæmir rusalföturnar á skólalóð- inni ef þaö heldur aö þar sé eitthvað spennandi aö finna. Þetta barn gæti alveg eignast eldri vini og farið aö leika við þá á skólalóðinni. Kraftmiklu börnin eru líka í meiri hættu á aö lenda í slagsmálum og leiðindum því þau taka gjarnan að sér aö vera friðargæsluliðar fyrir allan bekkinn. 24 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.