Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 28

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 28
Eg vil ekki eignast börn s Eg hef aldrei upplifað svokallaða móðurtilfinningu Ég hef aldrei fundið fyrir löngun til þess að verða móðir og hef alltaf verið þess fullviss að ég vilji ekki eignast börn. Á síðastliðnu ári gekkst ég undir ófrjósemisaðgerð en það var skömmu fyr- ir 28. afmælisdaginn minn. Þessi aðgerð var framkvæmd að mjög vandlega íhug- uðu máli. Konur eru félagslega mótaðar inn í staðlað móðurhlutverk Vinir mínir og fjölskylda hafa alltaf vitað um afstöðu mína til barneigna en hún kom fram á mjög afgerandi hátt strax á unglingsárum mínum. Eg mætti mikilli andstöðu fólks þegar ég viðraði skoðanir mínar og allir kepptust við að sann- færa mig um að einn góðan veðurdag myndi ég vakna upp altekin móðurtilfinn- ingu og heitri þrá eftir barni; svona rétt eins og ég myndi vakna upp einn daginn með hita. Ég hef hins vegar ávallt hugsað meira um hverju ég gæti áorkað í lífinu sem sjálfstæður og óháður ein- staklingur, bæði hvað varðar starfsframa minn og einka- líf. Ég starfa sem tölvuforrit- ari, sem er mitt draumastarf, og ég blómstra í vinnunni. Ég hef verið í sambúð með 33 ára manni í tvö ár og okkur líður mjög vel saman. Hann er fullkomlega sáttur við það að við munum aldrei eignast börn. Þegar við eigum frí frá vinnu þá njótum við þess að vera í góðum félagsskap vina okk- ar og fjölskyldu og okkur finnst ekkert skorta á lífs- hamingjuna. Sumar vinkonur mínar hafa talað um að börnin þeirra séu lífshamingjan í hnotskurn en mér finnst eitthvað bogið við það. Ég er á þeirri skoðun að konur séu félagslega mótaðar inn í hið staðlaða móðurhlutverk og það hefti þær í því að lifa sem sjálfstæðar verur. Vissu- lega eru börn yndisleg og margar konur eiga auðvelt með að höndla uppeldi barna sinna samhliða krefj- andi námi eða störfum, en mér finnst of þung áhersla vera lögð á móðurhlutverk- ið á kostnað sjálfstæðis Það hefur aldrei verið draumur hjá mér að vera nluti af hefð- bundinni kjarna- fjölskyldu með hus. snyrtilegan garð, eiginmann og tvö nörn. Sú hugsun hefur bara aldrei verið inni í myndinni hjá mér. kvenna. Ég elska börn þótt ég vilji ekki eiga þau sjálf Eldri bróðir minn á tvö börn sem ég elska tak- markalaust og ég heimsæki þau oft. Ég hef mjög gaman af börnum svo framarlega sem einhver annar á þau. Sumir vilja halda því fram að þar sem ég vilji vera barnlaus hljóti ég að vera ógurlega eigingjörn. Það hafa allir rétt á að hafa sínar skoðanir en mér finnst per- sónulega það vera merki um eigingirni þegar fólk er að hrúga niður börnum bara af því að það langar svo til að eiga þau, oft burtséð frá fé- lagslegum aðstæðum. Það er engin spurning að það er þjóðfélagsleg pressa sem þvingar konur til barneigna og þótt konur telji sig oft vera að gera það sem þær kjósa sjálfar þá eru þessi ósýnilegu öfl, sem reglur samfélagsins eru, oft á tíð- um máttugri en einstaklings- viljinn. Þegar vinkonur mínar eignast börn þá er ég oftast fyrsta manneskjan til að rjúka upp á fæðingardeild til að samgleðjast þeim og óska þeim til hamingju. Ég mæti líka í öll barnaafmæli hjá fjölskyldu og vinum. Mér finnst mjög gaman að kaupa gjafir handa börnunum og eyði oft drjúgum tíma í að leita að réttu gjöfinni. Það er einmitt oft í barnaafmæl- um sem barneignir berast í tal og þá kemur hin óumflýj- anlega spurning: „Hvenær ætlar þú að fara að koma með barn?“ eða: „Er þig ekki farið að langa í eitt lít- ið?“ Ég er hætt að taka þessar spurningar nærri mér. Ég veit að þetta fólk er Það er enqin spurn- ing að það er pjóð- felagsleg pressa sem pvingar konur til barneigna og þótt konur telji sig oft vera að gera'það sem þær sjálfar kjósa þá eru þessi ósýnilegu öfl, sem regfur samfélagsins eru oft á tíðum, máttugri en einstak- lingsviljinn. meðvitað um að ég ætla ekki að eignast börn en get- ur samt sem áður ekki stillt sig um að spyrja, kannski í þeirri veiku von að ég sé búin að skipta um skoðun. Ég svara því kurteislega en ákveðið og stundum bendi ég því á í góðlátlegum tón að þessar eilífu spurningar jaðri við þráhyggju. Það eru aðallega konur í eldri kant- inum sem virðast ekki ætla að gefa sig gagnvart þessu. Kærastinn er fullkom- lega sáttur Ég hef átt erfitt með að þola getnaðarvarnarpillur sem ég hef þó verið meira eða minna á síðan ég var 17 ára gömul. Ég fæ höfuðverk 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.