Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 45

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 45
Eftir Gloriu Murphy. Þórunn Stefánsdóttir þjddi. ekki vera að því að gráta núna. Hún varð að fara með Rósalíu niður í kjallarann, fylgjast með veislunni og sjá til þess að gestirnir kæmust heim heilir á húfi. Rósalía kom til baka, klædd í barnalegan, rauðan kjól með stóra, rauða slaufu í hárinu. Athugaðu hvort pizzan er tilbúin! sagði hún áköf og Agnes fann hroll hríslast um sig. Þetta var Rósalía; Rósalía hennar. Samt var hún skelfingu lost- in. Rae hringdi í lögregluna áður en þær fóru af stað. Spanski var ekki viðlátinn en hún skildi eftir skilaboð til hans og lét hann vita hvert þær Carol væru að fara. A leiðinni bað hún Carol að opna hanskahólfið. Það er hnífur þar, sagði hún. Við skulum taka hann með okkur. Carol tók fram stóran veiðihníf og horfði undrandi á Rae. Mamma gaf mér hann einu sinni, sagði Rae vandræðalega. í skaftinu er ýmislegt ganglegt, til dæmis skrúfjárn og naglaþjöl. Eg notaði hann þegar ég fór í veiðiferðir með pabba. En ... sagði Carol hræðslu- lega. Fyrst hringir þú í lög- regluna og nú ætlar þú að taka með þér hníf! Þú heldur að stelpan hafi skrökvað. Þú heldur að Viktoría sé heima og hún sé hættuleg! Rae kinkaði kolli. Þær lögðu bflnum við Valley Road númer sautján, gengu að húsinu og hringdu dyrabjöllunni. Dyrnar opn- uðust og Rae trúði varla sín- um eigin augum. Frú Mills! Hvað ert þú að gera hér? Það kemur þér ekki við, unga kona. Hún ætlaði að loka dyrunum en Rae tróð sér framhjá henni og Carol fylgdi í kjölfarið. Við þurfum að tala við Viktoríu eða prinsessuna, sagði Rae ákveðin. Agnes stóð hreyfingarlaus. Frú Mills, viltu vera svo væn að hjálpa okkur. Ef þú vilt það ekki þá neyðumst við til þess að leita að henni Nei! Agnes lagði ískalda hendi á handlegginn á Rae. Það megið þið ekki gera! Þið verðið að koma ykkur í burtu héðan strax, sagði hún skjálfrödduð. Við förum ekki fyrr en við erum búnar að tala við Vikt- oríu. Langar ykkur að sjá leik- herbergið mitt? var sagt barnslegri röddu. Rae og Carol sneru sér við og störðu á konuna sem stóð fyrir aftan þær og miðaði á þær byssu. Rusty hafði ekki hugmynd um hvort það var nótt eða dagur. Hvað var hann búinn að vera þarna lengi? Honum hafði tekist að draga nokkur orð upp úr Brad sem hafði kvartað sár- an yfir verkjum í ökklanum áður en hann sofnaði aftur. Hin virtust öll út úr heimin- um; það var greinilegt að Rósalía lét róandi lyf í mat- inn. Dyrnar opnuðust og hann leit upp. Rae og Carol gengu inn og Rósalía kom á eftir þeim og miðaði á þær byss- unni. Guð minn góður! Viltu gjöra svo vel að sleppa þeim, Rósalía. Þær vildu fá að sjá leikher- bergið. Nú eru þær búnar að sjá það, leyfðu þeim að fara! Þær mega vera í veislunni minni. Agnes frænka kemur líka. Hún benti á tvo stóla, skipaði þeim að setjast niður og batt þær við stólbakið. Ég vil fá að sitja hjá bróð- ur mínum! sagði Carol. Skammastu þín! Þú kannt enga mannasiði! Rósalía gekk að dyrunum. Ég kem strax aftur og þá skulum við hafa það skemmtilegt! Rusty brosti uppörvandi til þeirra. Hallið ykkur fram, veltið ykkur á hnén og skríð- ið yfir til mín, sagði hann. Þær gerðu eins og hann sagði og skriðu stirðlega eft- ir gólfinu. Þegar þær voru komnar nógu nálægt leysti hann böndin skjálfandi höndum. Er allt í lagi með ykkur? Þær kinkuðu kolli og hann knúsaði Carol og strauk Rae um vangann. Það vill víst ekki svo vel til að þið séuð með skrúfjárn á ykkur? Þetta var sagt í gríni en Rae brosti til hans. Því var ég alveg búin að gleyma því, sagði hún. Stingdu hendinni í jakkavasann minn. Þar er hnífur og í skaftinu finnur þú skrúfjárn. Rusty tók hnífinn og byrj- aði að losa hringina sem fæt- ur hans voru hlekkjaðir við. Hann lét þær hafa skrúfjárn- ið og naglaþjölina og sagði þeim að leysa Mac. Getum við ekki byrjað á Bobby? Rae leit áhyggjufull á frænda sinn en Rusty hristi höfuðið. Við verðum að leysa Mac fyrst. Við þurfum á honum að halda. Það gekk hægt að losa hringina fjóra sem Mac var tjóðraður við og hann gat sjálfur ekki lyft fingri til þess að hjálpa til. Hann sat og starði fram fyrir sig. Að lok-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.