Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 47
Eftir Gloriu Murphy. Þórunn Stefánsdóttir þýddi. hvort annað og þau voru allsnakin! A gólfinu við sófann var lögreglubúningurinn hans pabba og hulstrið með byssunni. Hún læddist yfir gólfið, greip byssuna og lyfti henni... Rósalía spratt á fætur og veifaði byssunni. Það var ég! hrópaði hún. Eg drap pabba. Agnes reyndi að grípa um hendurnar á henni. Það var óviljaverk! hrópaði hún ör- væntingarfull. Ohappaverk lítillar stúlku! Rósalía sló frá sér. Byssu- skeftið hitti Agensi í gagn- augað og hún féll saman. í næsta andartaki sneri Rósal- ía sér að Rusty. Það rann blóð úr vörinni á henni. I sömu andrá tókst Rusty að losa síðustu skrúfuna og hann stóð á fætur. Það var slys, Rósalía, sagði hann. Hún miðaði á hann byssunni. Ég varð að gera það, pabbi, hvíslaði hún. Þú skilur það, er það ekki? Þetta er Rusty, Rósal- ía, ekki pabbi þinn. Leggðu frá þér... Mér þótti svo vænt um þig, sagði hún, en þú skrökvaðir að mér. Leikher- bergið var ekki ætlað mér! Það var ætlað henni - og þér! Carol spratt á fætur og stillt sér upp fyrir framan Rusty. Hann er ekki pabbi þinn! Hann ... Rae reyndi að toga hana í burtu og Rósalía sneri sér að þeim. I sömu andrá kastaði Rusty sér yfir hana, en hún sá til hans, sneri sér við og hleypti af byssunni. Rusty féll í gófið og Carol kastaði sér grátandi niður við hliðina á honum. Rósalía beindi að þeim byssunni og Rae reyndi að skýla Carol með líkama sínum. Nei! hrópaði hún. Ekki gera þetta! Allt í einu heyrði hún ösk- ur fyrir aftan sig og leit upp. Mac hafði gómað Rósalíu. Hann lyfti henni upp og kastaði henni í vegginn. Hún hné í gólfið eins og tusku- dúkka. Carol lá grátandi við hlið- ina á bróður sínum og Rae strauk henni um vangann. Það verður allt í lagi með hann, Carol. Kúlan fór í öxl- ina á honum. Hún lagði munninn að eyra hans. Heyrir þú í mér Rusty? Rödd hennar skalf og hún brast í grát þegar hann kink- aði kolli. Þessu er lokið, hvíslaði hún að honum. Þessu er lokið! Rusty sat uppi í rúminu þegar Rae kom inn í sjúkra- stofuna til hans. Var ekki búið að gefa þér fyrirmæli um að hvíla þig? spurði hún strangri röddu - og kyssti hann. Er ætlast til að hjúkrunar- konurnar kyssi sjúklingana? Bara þá sem eru stilltir og góðir. Þau hlógu. Carol kom að heimsækja mig áðan. Þakka þér fyrir að leyfa henni að búa hjá þér. Ekkert að þakka. Ég kem til með að sakna hennar þeg- ar hún flytur aftur heim í næstu viku. Hann strauk henni um vangann. Þú kemur ekki til með að fá tækifæri til þess að sakna okkar. Því máttu trúa! Hvernig líður hinum? spurði hann svo alvarlegur í bragði. Allar konurnar eru út- skrifaðar. Millý kom áðan til þess að fá nýjar sáraumbúð- ir. Hún hafði næstum misst annað eyrað í slagnum við Rósalíu. Bobby er á batavegi og kvartar sáran yfir því að fá ekki nóg að borða. En hann léttist um 15 kíló á þessum dögum þannig að maginn er svolítið viðkvæm- ur ennþá. Og Sam og heilahristing- urinn? Hann er óðum að jafna sig. Hann þarf bara á hvíld að halda. Og þú ættir að sjá hvað Brad er orðinn á dug- legur að nota hækjurnar. Rusty hikaði og spurði síð- an: Hvernig líður Genu og segja hana ekki hafa neina lífslöngun. Kannski hún geri sér grein fyrir að Rósalía er komin á geðveikrahæli. Þetta hefði aldrei þurft að gerast, sagði Rusy. Ekkert af þessu! Hún sagðist hafa treyst því að ég gætti hennar, en ... Hann hristi höfuðið. Mér líður eins og svikara, eins og ég hafi í raun og veru brugðist henni. Þú hjálpaðir henni sjálf- sagt meira en þú gerir þér grein fyrir. Hún hlýtur að hafa haft ástæðu til þess að treysta þér. En eins og þú veist, þá voru bekkjarfélagar hennar ekki eina vandamál- ið. Rusty þagði. Tölum um eitthvað annað, sagði Rae. Eitthvað skemmtilegt. Hún greip hönd hans og kyssti hana. Um hvað eigum við að barninu? Litli maðurinn er ennþá í súrefniskassa en læknarnir eru bjartsýnir um áframhald- ið. Gena er líka farin að jafna sig. Mac víkur ekki frá henni og þorir ekki að líta af henni. Hann getur ekki fyrir- gefið sér að hafa ekki farið með henni þarna um kvöld- ið. Ég skil það vel, sagði Rusty. Hvað er að frétta af Agnesi Mills? Hún er ennþá meðvitund- arlaus. Sennilega lifir hún þetta ekki af. Læknarnir tala? Hún dró djúpt að sér and- ann. Ég er að setja upp hillur í svefnherberginu, sagði hún svo, og einhverra hluta vegna get ég ekki komið þeim saman, hvernig sem ég reyni. Þú ætlar að veita mér að- gang að svefnherberginu þínu? Það kom stríðnis- glampi í blá augun. Hún kinkaði kolli og hann tók utan um hana. Og þannig sátu þau, þögul, og héldu utan um hvort annað. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.