Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 48

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 48
Konur og sætindi Konur eru miklu sólgnari í sætindi en karlar. Þær falla þar að auki frekar fyrir sætum freistingum, sér- staklega þeim sem líta vel út. Konur panta mun oftar sæta eftirrétti á veitinga- stöðum. Um 77% kvenna viðurkennir að þær panti alltaf sætan eftirrétt ef sá/þeir sem þær borða með geri það, en aðeins 43% karla viðurkennir það sama. Meirihluti kvenna segist panta þá eftirrétti sem séu ferskir og fallegir á að líta. 48 Vikan s Grænt te fyrir tennur og maga Bæði japanskir og bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að grænt te geti minnkað líkurnar á að krabba- mein myndist. Þetta gildir fyrst og fremst um krabbamein í melt- ingarvegi, maga og húð. Vísindamenn í krabbameinsleitarstöð í Bandaríkjunum báru saman neysluvenjur 909 kínverskra krabbameinssjúklinga og 1552 heilbrigðra kínverja á svipuðum aldri og niðurstöðurnar sýndu það sem víðar hefur komið í Ijós; að þeir sem reykja ekki og drekka reglulega grænt te séu ekki í áhættuhópi hvað krabbamein í meltingarvegi áhrærir. Japanskir vísindamenn hafa gert margar tilraunir sem benda til hins sama. Til stuðnings þessum kenningum benda þeir réttilega á að krabbamein í meltingarfærum sé mun fátíðara á þeim svæðum þar sem grænt te sé drukkið. Grænt te inniheldur mikið af polyphenolum sem hreinsa lík- amann af ýmsum skaðlegum efnum og hefur því mjög góð áhrif á allt varnarkerfi hans. Græna teið er mjög hollt fyrir tennurnar ekki síður en magann. Þeir sem drekka te, grænt eða svart, fá síður skemmdir í tennur en þeir sem ekki drekka það. Ein af ástæðum þess er sú að teið inniheldur flúor. Gráttu bara Næst þegar þig langar til að gráta skaltu láta það eftir þér. Grátur er mjög endurnærandi fyrir sálina og getur gert kraftaverk við þreytu og streitu. Við grátinn lækkar blóðþrýst- ingurinn, vöðvarnir mýkjast og það dregur úr spennu í líkam- anum. Gráturinn virkar svipað á sálina, fólk tæmir hugann og hugsanir verða mildari. Þekktur prófessor í geðlækningum við University of Okla- homa, George Guthrey, ráðleggur fólki eindregið að gráta þegar því líður illa vegna streitu eða líkamlegs álags. Hann segir að grátur deyfi sársauka (jafnt andlegan sem líkamleg- an) betur en allt annað. En hann varar fólk við að gráta oft í einrúmi. „ Finndu þér öxl til að gráta á ef þú hefur oft þörf fyrir að gráta. Þeir sem gráta oft einslega geta með tím- anum farið að finna til einmanakenndar í kjölfarið. Ef það gerist getur gráturinn valdið annars konar sársauka í staðinn", segir Guthrey. iQ Tíðaverkir Margar konur þjást af tíðaverkjum 3-4 daga í hverjum mánuði og í sumum tilfellum eru þeir svo slæmir að konan er rúmliggjandi. Margar konur eru svo illa haldnar að þær eru frá vinnu í 1-2 daga í mánuði og enn stærri hluti kvenna sinnir skyldustörfum en líður ákaflega illa og á bágt með að einbeita sér vegna verkjanna. Verst er líðanin hjá þeim konum sem hafa sjúkdóminn endometriosis eða slímhimnuflakk en langflestar þeirrra eiga við mikla tíðaverki að stríða. Verkirnir sem í daglegu tali eru kallaðir tíðaverkir stafa af því að prostaglandin hormón eykst við byrjun blæðinga og veldur því að legið dregst saman. í sumum tilfellum er sam- drátturinn svo sterkur að hann verður krampakenndur. Þessi sterki samdráttur í leginu veldur því að blóðflæði til legsins minnkar og það fær ekki nægjanlegt súrefni og af því stafa verkirnir. Slökun hjálpar mikið. Leggstu á gólfið með fæturna upp á stól og slakaðu vel á vöðvum í fótum og maga. Svæðanudd og nálarstungur hafa hjálpað mörgum konum. Vandaðu valið á þeim sem þú leitar til og reyndu að spyrjast fyrir hjá lækni, samstarfskonum og vinkonum áður en þú leit- ar hjálpar. Ef ekkert annað hjálpar skaltu taka verkjalyf. Áður en þú reynir eitthvað sterkara skaltu byrja á að taka væg verkjalyf sem innihalda paracetamol. Ef þau duga ekki skaltu reyna lyf sem innihalda ibuprofen eða naproxen. Þrófaðu þig áfram þangað til þú finnur verkjalyf sem er hæfilega sterkt til að ráðlagður skammtur eyði tíðaverknum algerlega. Hafir þú reglulegar tíðir getur þú byrjað að taka verkjalyfin daginn sem þú væntir þess að þær byrji. Ef verkir fylgja ekki í hverjum tíðahring skaltu ekki byrja að taka verkjalyfin fyrr en þú finnur fyrir verkjunum, en bíddu ekki of lengi því um leið og prostaglandínið er orðið mikið í blóðinu er erfitt að stoppa verkina. Ef þú á annað borð þarft að taka verkjalyf skaltu taka þau í a.m.k þrjá daga eða þangað til prostaglandínið fer að minnka í blóðinu. Ef þig grunar að verkirnir stafi af ein- hverju öðru en samdrætti í leginu áttu ekki að hika við að leita læknis strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.