Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 50

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 50
Texti: Asgeir H. Ingólfsson Molarnir: Þegar Garry Marshall leikslýrði Pretty Woman |i;í var það ekki í fyrsta skipti sem hann var ábyrgur fyrir að skapa stórstjörnu. Þegar Julia Roberts var enn með spangir, í lok áttunda áratugarins, leikstýrði liann nefni- lega sjónvarpsþáttum sem hétu Mork & Mindy - og var aðalpersónan Mork geimvera frá plánetunni Ork og var leikin af sjálfum Robin Williams sem þarna var að stíga sín fyrslu spor í átt að tuttugu milljóna launaumslaginu sem hann og Julia eiga nú sameiginlegt ásamt innan við tylft annarra Hollywoodstjarna. Saman léku þau tvö svo í Hook. Runaway Bride er frumsýnd nú í aldarlok - en hug- ntyndin er þó mun cldri. Það var Mary Astor sem fór með aðalhlutverkið í annarri mynd sem hél Runaway Bride og mun þessi vera byggð á henni. Sú mynd var gerð árið 1930 þegar hjónabandið var öllu alvarlegri stofnun en í nútímanum - þó að karlmönnum þætti sjálf- Það er Garry Marshall sem leikstýr- ir, Julia Ro- berts og Ric- hard Gere eru í aðalhlutverkum - og þetta er ekki Pretty Woman! Þríeykið sem bar ábyrgð á einhverju vinsælasta ösku- buskuævintýri allra tíma hefur loks ákveðið að at- huga hvað gerist eftir setn- inguna „Þau lifðu hamingju- söm til æviloka“ - og finna brúði sem yfirgefur menn sí- fellt við altarið. Það er Julia Roberts sem leikur brúðina óákveðnu í myndinni Runaway Bride, enda nokk- uð sem hún gerði sjálf við veslings Kiefer Sutherland hér um árið svo hann hefur ekki borið sitt barr síðan. Gere leikur svo blaðamann hjá USA Today sem reynir að hafa upp á þessari margógiftu konu - og getiði nú. Leikstjórasystkin Maðurinn sem leikstýrir þeim skötuhjúum nú á nýjan leik heitir, sem fyrr segir, Garry Marshall. Hann er ekki eini leikstjórinn í sinni fjölskyldu, systirin Penny er engu minna þekkt, gerði Tom Hanks að stjörnu í Big og leikstýrði Hanks aftur í A League of Their Own. Það var þó stóri bróðir sem ruddi leiðina - og gaf Penny hlutverk Laverne í sjón- varpsþáttunum Laverne og Shirley. Hann vann sig svo eins og systirin upp úr sjón- varpinu og leikstýrði Hanks í Nothing in Common áður en litla systir gerði úr hon- um stjörnu og hjálpaði upp á tilhugalífið hjá Kurt Russell og Goldie Hawn með Overboard. Síðan kom Pretty Woman og ári síðar besta mynd leikstjórans, hin vanmetna Frankie and Johnny með Michelle Pfeif- fer og A1 Pacino í toppformi - og raunar virðist sama hvaða pör Marshall parar saman, alltaf nær hann blöndunni rétt - og varla geta Roberts og Gere klikk- að? Bjargar Júlía Rikka gamla? En hvernig sem fer þá verður sjálfsagt gaman að sjá þessi tvö saman aftur - að minnsta kosti ef það neistar jafnmikið á milli þeirra og í Pretty Woman. Staðan nú er þó nokkuð ólík því sem áður var. Gere sem var stjarnan á meðan Julia litla var heppna stúlkan sem fékk að leika á móti honum. En á meðan hárið hefur þynnst á Gere hefur launa- umslagið þykknað hjá Ro- berts - sem nú er orðin hæst- launaðasta leikkona í Hollywood. Ekki nóg með það, heldur er ýmislegt sem bendir til þess að ef Runaway Bride gengur jafn vel og menn búast við þá komist Roberts í „20-millj- óna klúbbinn“, hóp þeirra fáu leikara sem fá þá dollaraupphæð fyrir kvik- mynd - hópur sem hingað til hefur verið afmarkaður karlaklúbbur. í ljósi þessa fá samræðurnar úr brunastiga- atriðinu í lok Pretty Woman alveg nýja merkingu. Þar spyr Gere hvað gerist ef hann klifrar upp og bjargar henni - og Roberts svarar: „Hún bjargar honum á móti“ - og hefur varla grun- að þá að hún væri að tala um feril Richards Gere. sagt flestum enn í dag ansi súrt í broti el'Julja Roberts hlypi eins og fætur toguðu frá þeim. 50 Vilcan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.