Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 56

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 56
Texti og myndir: KRISTJAN FRIMANN því hún er margslungin og Meyjan er uppskerumerki. 11iiii sai'nar gmeglum lieinis ins í litis áður en Velur kon- tiiigur heldur innreið sína. (24. ágúst - 23. september) Þegar sumri hallar birtist Jómfrúin. Hún er ímynd þess gullna tíma þegar slætti lýkur og heyinu er safnað í hús, rétt- ir byrja, skólar hefjast, Alþingi tekur til hendinni og almenn- ur uppskerutími fer í hönd. Pá svífur Meyjan léttum vængjum yfir akra heimsins, hún sker varfærnislega kornið með sigð sinni og safnar því af alúð í hlöður gnægtanna. Ekkert ax er óskorið og ekki eitt korn látið kjurt liggja af forða þeim ímynd veluppfóstraðrar stúlku sem kunni að fara með nál og þráð eins og segir í ævintýrinu. Myndin sem gefin er af merki Jómfrúarinnar lýsir konu sem er nákvæm, snyrtileg, vel gef- in, siðfáguð og laus við allar langanir í dufl og daður. En þegar þessi sýn miðalda er máð af Jómfrúnni kemur hin sanna Meyja í ljós. Eðli og eiginleikar Þegar Meyjan er skoðuð ber margs að gæta svo heilleg mynd náist af þessari gyðju, er verða mun brauð jarðar og líkn mannsins. A dögum goð- anna hét hún Demetra og var gyðja réttlætis, vængir hennar táknuðu bæði vernd og sak- leysi, öxin sem hún bar merktu frjósemi og því varð þessi gyðja í sjötta merki stjörnuhringsins smám saman að þeirri móðurlegu mey sem við þekkjum í dag, hreinni uuuo'im ^uijuuutumi ouiu uyi yfir eiginleikum kamelljónsins að skipta um ham þegar svo viðrar. Stjörnurnar í lífi henn- ar eru margar en þar trónir Merkúr hæst líkt og hjá Tví- buranum. Sé hann áberandi í fari Meyjunnar er hún skarp- greind og á auðvelt með að til- einka sér það sem hugur hennar stendur til. Tolstoj var þesskonar Meyja og sést það vel á verkum hans. Pað má segja um Meyjuna að hún lifi á vissan hátt í heimi takmark- ana, því hún virðir reglur og aðhald umfram „frelsi" til at- hafna. Þetta stafar af sálrænu sniði hennar þar sem formúl- ur, hlutlæg form og skilgrein- ing þeirra eru mest áberandi. Utan um það byggir hún svo vé sitt og verður ósnertanleg af heiminum, hrein Mey. Hugur og hjarta Haldi maður áfram og rýni inn í þetta vé birtist manni heimur fullkomnunar. Hugur og hjarta eru eitt í fáguðu skipulagi líkt og í fullkominni tölvu. Meyjan vill hafa hlutina á hreinu, allt í röð og reglu í lífi sínu ásamt góðri yfirsýn, þá líður henni vel og hún get- ur sinnt hugðarefnum sínum af kostgæfni. Par blanda aftur stjörnurnar geði við hana og í fylgd með Tunglinu verður hún eirðarlaus, óörugg og barnsleg. Nái Venus í hana má búast við hlédrægri og blygð- unarfullri Meyju. Taki Mars undir handlegg hennar er best að vara sig, þar gæti farið út- smoginn og kaldrifjaður ein- staklingur. En komist Júpíter í tæri við hana sjáum við dreng- lyndan mann með alla þá hæfileika sem prýtt geta einn dauðlegan dreng. Satúrnus dregur hana með sér í bælingu allra hvata og smámunalega stjórnsemi. Úranus snýr blað- inu við og Meyjan sú gerir byltingu, hvort sem er í sínu lífi eða þínu. Og nái Neptúnus að krækja í hana verður Meyj- an uppfinningasamur einstak- lingur með afar auðugt ímynd- unarafl. Af þessu má sjá að ekki er ein báran stök í lífi Meyjunnar en hjartað slær í takt við stjörnurnar og því getur Meyjan orðið fegurst merkja og eftirsótt eða eit- urnaðra sem heggur þá í spað sem snerta hana. Áhugamál og störf Meyjarmerkið hefur löng- um verið tengt þjónustu vegna ágætra eiginleika þess að um- gangast aðra og skilja þarfir fólks, auk frábærra skipulags- hæfileika og natni við hlutina svo verk hennar verða alltaf til fyrirmyndar. Þetta skilar sér bæði í starfi og leik, Meyj- an hefur yndi af að leysa flók- in mál fyrir vini og vanda- menn, skapa áhugaverðar að- stæður, skipulegga leiki og aðrar uppákomur eða ferðir til forvitnilegra staða. Meyjan ann ferðalögum sem eru and- lega gefandi og krefjast líkam- legrar áreynslu, hún er veiði- maður, könnuður og frum- herji. Ef ástin blandast í leik- inn blómstrar Meyjan og kraftaverk gerast. Starfssvið Meyjunnar er vítt, henni hent- ar að gerast gjaldkeri, rithöf- undur, smiður, gagnrýnandi, forritari, hönnuður, rannsókn- arlögreglumaður eða heilari svo nokkuð sé nefnt af þeim fjölda starfa sem passa Mey- merkingum. Þó má segja að öðrum störfum ólöstuðum þá nái fleiri Meyjur lengra í við- skiptum en á öðrum sviðum enda eru þær sem fæddar í það hlutverk og margar Meyj- ur klífa létt háa tinda við- skiptalífsins. Þar kemur til góð jarðtenging, natni, meðfædd stærðfræðikunnátta, skipu- lagshæfileikar og innbyggt tímaskyn sem gerir Meyjuna að ábyrgum og stundvísum einstaklingi. Ofan á þetta bæt- ist svo mottó Meyjunnar sem er: „Eg hugsa, þess vegna er ég“ enda er Meyjan mikill hugsuður og djúpur pælari. 56 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.