Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 57

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 57
Tíska og litir Þar sem Meyjan er frekar jarðbundin og alvarleg í fram- göngu sinni sækir hún í dekkri deild litaflórunnar. Svartir, brúnir, dökkgrænir, djúpbláir og gráir litir eru alltaf nálægir og þar sem Meymerkingar eru ekki mikið fyrir að sýnast þurfa þeir engar skrautfjaðrir til að fanga athygli annarra. Þegar Meyjan dubbar sig upp er það ekkert slor og fólk tek- ur andköf að sjá þennan eðal- stein birtast á húmdökku kvöldi í veislu aldarinnar. I logandi bláma að því er virðist líður hún í salinn þótt hún sé „aðeins“ klædd í svart og hvítt eða pipar og salt. Töfrarnir liggja í samsetningunni, áferð- inni og efnisvalinu enda er Meyjan afbragðs hönnuður að upplagi. Allt smell passar ein- hvern veginn. Föt, aukahlutir, skraut og annað sem skapar heildarútlit er á einhvern hátt nákvæmlega hárrétt í hlutföll- um líkt og Jing og Jang séu þar að verki. Það var Meyja sem fann upp gullinsniðið, formúl- una að fegurð og jafnvægi hlutanna svo guð gæti allt eins verið í Meyjarmerkinu. Líkami og heilsa Meyjan er líkamlegt merki og íþróttir falla þeim vel í geð. Að temja líkamann, teygja hann og spenna er nokkuð sem Meyjan lætur ekki hjá líða í dagsins önn, hún skýst í hádeginu í ræktina eða hjólar rúnt um höfnina áður en rokið er á fund. Yfir veturinn er hún vel skipulögð í fimleikum, klifri og öðrum Batman leikj- um en þegar vorar halda henni engin bönd og hún hendir sér í fallhlíf fram af björgum, þeytist niður gljúfur eða annað sem veitir henni út- rás. Þessi ofurþörf Meyjunnar fyrir útrás uppsafnaðrar orku stafar bæði af eðlislægum áhuga á hreyfingu og þörf til að knýja sig fram á ystu nöf, ganga ögn lengra og ögra öfl- um lífs og dauða. Þessi hættu- lega hvöt er illskýranleg en hún á sér djúpar rætur sem gæti tengst goðsögninni um Demetru þar sem Hades drottnari undirheima rændi Persefónu dóttur Demetru sem hljóp í æðiskasti um all- ar trissur í leit sinni og hálfsturl- aðist af óvissu um afdrif dóttur- innar. Óttinn að vita ekki knýr því Meyjuna áfram en um leið forð- ast hún vitneskj- una því þá er allt púður úr tunn- unni. Málalyktir goðsögunnar urðu þær að Seif- ur gat miðlað málum á þann hátt að Persefóna skyldi dvelja um vetur í undirheim- um hjá Hades en sumrin löng hjá Demetru. Þetta gæti einnig skýrt geðræna heilsu Meyjunnar sem er sveiflu- kennd og hún sökkvir sér iðu- lega í þunglyndi í skammdeg- inu en eltir sólarhringinn á röndum yfir sumarið. Að öðru leyti er heilsufar Meyjunnar gott og ekkert til að tala um þótt hún fái smá iðrakveisu annað slagið og verki í nár- ann. Heimili, listir og menning Það er gott að koma í kaffi til Meyjunnar, hún er gestrisin og heimilið sem hún býr sér er aðlaðandi og „kósí“, hvort sem stíllinn er nútímalegur, hefðbundinn eða sér á báti. Þar, sem í fatavali er samræmi hlutanna mikilvægast svo að jafnvægi náist og „góður andi“ komist í húsið. Meyjan er jafn- víg á miðaldamenningu sem bítlatímann og skapar rétta andrúmsloftið þegar hún inn- réttar heimili sitt. Með fáum en ákveðnum litum og form- um skapar hún umgjörðina og raðar svo inn réttu hlutunum á réttan stað, þetta er ekki ósvipað og þegar listmálari málar mynd sem verður meist- araverk. Líkt er um listina í lífi Meyjunnar, þau listaverk sem freista hennar eru valin af kostgæfni. Meyjan er mjög krítísk svo ekki verða þeir margir listamennirnir sem hljóta náð fyrir augum hennar og verða þeir fáir sem hanga munu á veggjum hússins sem hýsir Meyjuna. En í menning- arlegu tilliti er Meyjan stór- neytandi ef hún á annað borð skiptir sér af þeim geira og þá skipar tónlistin háan sess á þeim bæ. Þar er allur skalinn farinn frá Lukku Láka til Liebenstraum en samt er alltaf einhver ein stefna í há- vegum höfð og henni sinnt af alúð. Foreldrar og börn Sem foreldri er Meyjan nokkuð sérstæður uppalandi. Hún hefur þann sið að láta barn sitt eiginlega sjálft um uppeldið, af því að hún sjálf ól sig upp og finnst því börn hennar geta gert slíkt hið sama. Gott og blessað ef son- urinn eða dóttirin er sjálf Meyja en ekki ef barnið er fætt á öðrum tíma ársins, þetta þurfa pabbar og mömmur í Meyjarmerkinu að ígrunda vel. Annars eru Meyjur sem foreldrar ágætis fólk þótt þeir hafi tilhneigingu til að ráðskast um of með hvernig krílin eigi að vera í útliti, sið- um og háttum. Þetta gengur meðan börnin eru lítil en þeg- ar gelgjuskeiðið hefst er von á verulegum árekstrum. Kennarar elska börn í Meyj- armerkinu því þau eru stöðugt að spyrja spurninga og eru mjög fróðleiksfúsir einstak- Vikan 5 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.