Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 15
Þar sem lifrarbólgu C vírusinn getur lifað í blóðdropa eða
þornaðri blóðslcttu í marga daga er mögulegt að smitast af
sjúkdómnum með því að skiptast á tannburstum.
marga lækna um syfju sína og
máttleysi en fékk mismunandi
svör frá þeim. Flensa, síþreyta
og þunglyndi voru á meðal
þess sem taldar voru líkleg-
ustu orsakirnar.
Rosalie reyndi mismunandi
matarræði, líkamsþjálfun og
fæðubótarefni en allar þær til-
raunir voru án sýnilegs árang-
urs. Það var ekki fyrr en hún
var orðin 35 ára og hafði
barist við þennan slappleika í
tíu ár að hún komst að sann-
leikanum í málinu. Hún
reyndist vera með lifrarbólgu
C og hafði líklega verið með
vírusinn í líkamanum í tíu ár.
Það var blóðprufa sem leiddi
hið rétta í ljós en þótt grein-
ingin hefði leyst eitt vandamál
þá kom annað í stað þess.
Rosalie hafði enga hugmynd
um hvernig hún hefði smitast
og það er henni hulin ráðgáta
enn í dag. Rosalie taldist ekki
vera einstaklingur í áhættuhóp
þar sem hún var
hvorki háð eitur-
lyfjum né hafði
hún verið blóð-
þegi eða lagt stund
á óábyrgt kynlíf.
Hvernig er
hægt að var-
ast smit?
Til þess að verj-
ast lifrarbólgu C
er mjög áríðandi
að fólk stundi
ábyrgt kynlíf með því að nota
smokk, haldi sig fjarri fíkni-
efnum (sérstaklega sprautum)
og fái alls ekki lánaða tann-
bursta, rakvélar, naglaþjalir
eða naglaklippur hjá elskhug-
um eða vinum. Ef þú færð þér
tattú, handsnyrtingu eða lætur
setja göt í eyru eða aðra lík-
amshluta þá skaltu ganga úr
skugga um að áhöldin hafi
verið sótthreinsuð áður. Vertu
viss um að tattúið sé með nýju
bleki en ekki afgangur frá síð-
asta viðskiptavini og einnig að
nálarnar séu sótthreinsaðar.
Því fyrr sem vírusinn
greinist, því betra.
Það er engin lækning til við
lifrarbólgu C en þrátt fyrir
það er mikilvægt að sjúkdóm-
urinn greinist sem fyrst. Ef þú
Talið er að dauðsföll af völdum
lifrarbólgu C muni þrefaldast á
næstu 10-20 árum og útkoman
verði fleiri dauðsföll af völdum
hennar en eyðniveirunnar.
hefur fengið þá greiningu að
þú sért með lifrarbólgu C er
ýmislegt sem þú getur gert til
þess að hægja á þróun sjúk-
dómsins. Það er t.d. mjög áríð-
andi að forðast áfengi og al-
menna lyfjatöku til þess að
hlífa lifrinni sem allra mest.
Alkóhól í líkama lifrar-
bólgusjúklings virkar eins og
olía á eld.
Allir þeir sem eiga marga
rekkjunauta, sérstaklega þeir
sem eru kærulausir gagnvart
getnaðarvörnum eða hafa
sprautað sig með fíkniefnum,
ættu hiklaust að fara í blóð-
rannsókn til þess að kanna
hvort þeir hafi smitast af lifr-
arbólgu C. Heimilislæknir ætti
að geta gefið greinargóðar
upplýsingar um sjúkdóminn
og látið framkvæma blóðrann-
sókn. Ef þú hefur einkenni
eins og óútskýranlega þreytu,
eymsli í liðum eða kviði, upp-
köst og flökurleika, þá skaltu
ræða það við lækninn þinn.
Er lækning í augsýn?
Þrátt fyrir að lifrarbólga geti
verið mjög alvarlegur sjúk-
dómur þá er hún ekki alltaf
dauðadómur. í 15-20% tilfella
hverfur lifrarbólga
C úr líkamanum og
er ekki vitað hvers
vegna. Hins vegar er
það líka staðreynd
að einn af hverjum
þremur sem fá
vírusinn verður fyrir miklum
skaða af völdum hans. Fyrir
marga er lifrarígræðsla eina
vonin til þess að halda lífi.
Fyrir tveimur árum var inn-
taka Iyfsins Interferon eina
meðferðin sem læknar gátu
boðið sjúklingum upp á. Inter-
feron er lyf í sprautuformi
sem getur haft slæmar hliðar-
verkanir og hjálpar aðeins 10-
15% sjúklinga. Á síðasta ári
var samþykkt ný meðferð af
bandaríska lyfjaeftirlitinu en
það er lyf sem er blanda af
Interferon og öðru lyfi. Það
hefur gefið nokkuð góða raun.
Læknar veigra sér enn við
að nota orðið „lækning" þegar
lifrarbólga C á í hlut enda eru
vírusar þeim slæmu eiginleik-
um gæddir, að þótt þeir virðist
horfnir úr líkamanum þá geta
þeir blossað upp aftur jafnvel
mörgum árum síðar.
C er ekki eini bókstafurinn
sem þarf að varast þegar
kemur að lifrarbólgu.
Þessi tafla skýrir í stuttu
máli hin mismunandi
afbrigði lifrarbólgu.
Lifrarbólgutegundir
A B C D E.
Smitleiðir
A Snerting við sýkla fæðu cða
valn.
B Bein snerting við blóð eða
blóðvökva (að kynlíl'i með-
töldu).
C Bein snerting við sýkl blóð.
D Einkenni þau söntu og í lifr-
arbólgu B. Fólk smitast ekki
af D afbrigðinu nema það
hafi sýksl af B.
E Snerting við sýkta fæðu eða
vatn.
Einkenni
A Þreyla, ógleði, Iystarleysi,
vöðvaverkir, dökklcitl þvag,
Ijósari hægðir.
B Sömu einkenni og A nema
öllu svæsnari.
C Engin eða flensuleg ein-
kenni. Geta orðið krónísk.
D Einkenni líkjast slæmri
flensu og geta orðið krónísk.
E Væg flensueinkenni
Meðferð
A Hverfur ávallt af sjálfu sér
B Hverfur oftast af sjálfu sér,
Interferon notað í alvarleg-
um tilfellum, bólusetning
möguleg.
C Interferon eða Interferon
blandað lyf er notað. Engin
bólusetning er lil við þessu
afbrigði lifrarbólgu.
D Hverfur oftast af sjálfu sér en
krónísk tilfelli fá meðhöndl-
un nteð Interferon. Bólusetn-
ing gegn lifrarbólgu B kemur
einnig í veg fyrir að lólk smit-
ist af lifrarbólgu D.
E Hverfur af sjálfu sér.
Ef þú færð þér tattú skaltu vera viss um að nálarnar séu vand-
lega sótthreinsaðar og einnig að nýtt blek sé notað en ekki af-
gangur frá síðasta viðskiptavini.