Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 23
mín lokast. Andinn mikli gerir sig
heimakominn og ósjálfrátt renna fram
hugrenningar um Guð, vitundina, sál-
ina og tímann þegar þessi magnaði
heimur vaggar mér í kjöltu sér við suð
flugna. Steinn Steinarr kemur gang-
andi út úr hvítunni og kyrjar með
bogadreginni rödd:
Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð afvatninu
og mér til hálfs.
Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.
Lónið gerir mann andaktugann og
rnaður gæti hæglega setið þarna á
steininum til eilífðarnóns eða orðið
einn af jökunum köldu ef bílflauta ryfi
ekki kyrrðina. Leyndardómurinn um
Guð bíður betri tíma en leynd lónsins
verður manni hugstæð á
leiðinni í Skaftafell. f ljós
kemur, þegar sagan er skoðuð að lónið
er bráðungt og fékk mynd á sig um
miðja þessa öld. Ain sem rennur í lón-
ið er ein stysta á landsins, um 1500
metrar og kemur undan Breiðamerk-
urjökli, þeim ljóta, ófrýnilega og illfæra
sem talað er um í bók Árna Óla, Land-
ið er fagurt og frítt frá 1944. Þar segir
um jökuiinn: „Fremst er hann lágur og
flezt út á sandinn, en hækkar smám
saman og myndar tilsýndar bungu á
milli fjallanna. Fyrir nokkrum árum
gekk jökullinn miklu lengra fram á
sandinn en nú, eða nær alla leið út að
sjó.“ Og jökullinn hopar hratt, með
og sest á stein, hinir ferðamennirnir
fikra sig með varfærni á aðra steina
eða þúfur og munda tökutækin. Það er
blankalogn, sól skín í heiði og ein og
ein fluga suðar hjá líkt og sendiboði
Guðs. Verurnar taka á sig mynd ísjaka
sem mara þarna á lóninu í hópum.
Þegar rýnt er í birtuna og formin skýr-
ast fær hver jaki fyrir sig sérstakan svip
og sá svipur er seiðandi eins og arabísk
dansmey í túrkisgrænu silki. Höfgi
þeirra og það sem virðist meðvitað
samspil fær mann til að sundla, um-
hverfið verður að blárri slæðu og vit
hækkandi hitastigi jarðar vex lónið
stöðugt að umfangi og bilið milli vatns
og báru þynnist. Nú eru menn orðnir
uggandi um brúna yfir Jökulsá því sjór
gengur upp í lónið og brim sverfur frá
brúarstólpunum. Þetta vekur spurning-
ar um lónið, landslagið og hvað jökull-
inn geymi eiginlega. í tímaritinu Skaft-
fellingi frá 1993 rakst ég á grein um
breska jarð- og landfræðinga sem verið
hafa hér og rannskað jökulinn og lónið
frá miðri öldinni. Árið 1975 gerðu þeir
dýptarmælingar á Jökulsárlóni undir
forystu manns af nafni G. S. Boulton
og komust að undarlegri niðurstöðu.
Mælingarnar sýndu að lónið næði
minnsta kosti 120 metra niður um lítt
hörðnuð setlög og samkvæmt því gæti
hugsanlega verið þarna alldjúpur set-
fylltur dalur í framhaldi af Breiða-
merkurdjúpi. Flugurnar suða sem
aldrei fyrr og sögurnar sem ég heyrði í
æsku um huldufólk og hulda dali verða
ljóslifandi, leyndardómar landsins
raungerast hér og dulin sagan verður
sönn. Rannsóknir Bretanna árétta fyrri
tíma tilgátur manna um að þarna hafi í
fyrndinni verið fjörður en þarna þafa
fundist kuðungar og skeljar. Árið 1906
rannsakaði dr. Helgi Pjeturs svæðið og
fann um ellefu tegundir lindýra sem
reyndust hlýsjávartegundir sem lifa að-
eins fyrir Suðurlandi. Helgi taldi að
þarna hefði einhverntíma verið sjór
þar sem jökullinn hafði skriðið fram og
líklegast væru þessar leifar frá lokum
ísaldar og því nokkur þúsund ára
gamlar. Við aldursgreiningu G. S.
Boulton og félaga reyndust þær um
5.500 ára gamlar og kenning Helga
rétt. Enn á ný fer tíminn í hring og úr
klakaböndum kemur hann enn og aft-
ur dalurinn leyndi líkt og úr þjóðsögu
og breytir ásýnd landsins. Spádómar
pýramídans mikla virðast á næsta leyti
og hver veit nema dalurinn dularfulli
verði blómleg sveit háþróaðs iðandi
mannlífs þeirrar guðlegu nándar sem
færði mig nær eilífðinni rétt fyrir alda-
hvörfin, enda „lifa menn aðeins
tvisvar“ þegar Jökulsárlón á í hlut. Is-
inn breytist í vatn og vatnið í vitund
þessá suðurfjarðar sem framtíðin ber í
skauti sér.
Vikan 23