Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 28
Eg vorkenni ekki s
Ég las á dögunum grein
í Vikunni um konur og
alkóhólisma sem hafði
mikil áhrif á mig. Sjálf
hef ég barist við alkó-
hólisma í yfir tuttugu ár
en hef verið þurr í bráð-
um átta mánuði en það
er lengsta tímabil sem
mér hefur tekist að
halda mér edrú til
þessa. Greinin snart
mig ekki hvað síst
vegna fyrirsagnarinnar
um að læra þyrfti að
hata áfengissýkina en
elska sjúklinginn. Ég
hef í gegnum tíðina
gengið fram af flestum
mínum nánustu og á
enga vini heldur aðeins
drykkjufélaga. Edrú sé
ég hlutina í allt öðru
Ijósi en ég gerði áður
og skil nú að sú fram-
koma sem ég neyddi
fólk til að þola er óaf-
sakanleg. Mér ætlar að
reynast erfiðast að
sættast við fyllibyttuna
í mér.
g það er
einmitt
það. Er ég
og fylli-
byttan
sama per-
sónan? Ég veit að „hún“
sagði oft hluti sem mér dytti
aldrei í hug að segja og gerði
margt sem ég myndi aldrei
gera. Var það þá bara alkó-
hólið sem stjórnaði gerðum
mínum þá og er mér óhætt
að skella skuldinni á það?
Eða er þessi viðbjóðslega
kona sem flæktist dauða-
drukkin milli bara, undi sér
vel í félagsskap karlmanna,
sem ég myndi aldrei leggja
lag mitt við, og ofbauð börn-
unum sínum með því að
liggja ósjálfbjarga hingað og
þangað inni á heimilinu fyrir
allra augum, partur af mér
og mínum persónuleika.
Ég var eins og hver önnur
unglingsstúlka í mennta-
skóla þegar ég byrjaði að
drekka. Ég býst við að ég
komi frá því sem telst „fínt“
heimili því pabbi var emb-
ættismaður og mamma vel
menntuð útivinnandi kona
sem var svo sem ekkert al-
gengt á þeim tíma. Heima
voru oft haldnar fínar veisl-
ur. Pabbi átti alltaf áfengi og
oft fengu foreldrar mínir sér
vín með mat eða sérríglas á
eftir. Ég var mikið engla-
barn fram yfir fermingu.
Amma mín sem var sjúk-
lingur bjó inni á heimilinu
og hún ól mig upp að miklu
leyti. Amma var mjög trúuð
og kenndi mér, barninu, að
meta kristnidóminn. Það
varð til þess að ég hélt mig
frá öllum ósiðum þótt það
kostaði mig nokkrar óvin-
sældir meðal skólafélag-
anna.
Ég fór í annan mennta-
skóla en hinir úr mínum
bekk og byrjaði því með
óskrifað blað. Það vissi eng-
inn að ég var englabarn sem
ekki reykti og smakkaði
aldrei vín. Stelpurnar gáfu
sig því að mér eins og öðr-
um og ég var boðin velkom-
in í hópinn. I fyrsta skipti frá
því að svokölluð unglingsár
byrjuðu leið mér vel og mér
fannst ég vera viðurkennd.
Félagarnir gerðu bara ráð
fyrir að ég drykki og ég var
aldrei spurð hvort ég vildi
drekka heldur boðið vín
þegar ég var ekki með neitt
með mér. Freistingin að
halda áfram að vera með,
falla inn í hópinn var of
sterk og ég byrjaði að
drekka. Við drukkum ekki
bjór eða létt vín á þessum
árum eins og nú er algengt.
Yfirleitt voru margir um
hverja flösku og keypt það
sterkasta sem hægt var að fá
svo allir fyndu á sér.
Fljótlega fór að bera á því
að ég þurfti meira til að
finna á mér en hinar. Ég fór
þess vegna að drýgja mínar
birgðir með því að stela frá
pabba. í fyrstu hellti ég af
flöskum með glærum vínum
og fyllti upp með vatni en
svo fór ég að taka heilu
flöskurnar. í kjallaranum
var geymt léttvín í kössum
og stundum afgangar úr
veislum. Ég gekk í þetta eins
og ég ætti það sjálf og fyllti
upp í eyðurnar með tómum
flöskum eða reyndi að
kaupa nýjar í staðinn þegar
ég átti fyrir því.
Auðvitað kom að því að
pabbi uppgötvaði hvað gekk
á. Það varð mikið uppþot í
fjölskyldunni og amma var
ekki mönnum sinnandi. Ég
laug að stelpurnar, vinkonur
mínar, hefðu beðið mig að
stela fyrir sig og að ég hefði
ekki smakkað dropa af
áfenginu sjálf. Mér var
bannað að hitta vinkonurn-
ar um tíma og pabbi ætlaði
að tala við foreldra þeirra.
Ég grátbað hann um að láta
það vera og fékk að lokum
talið hann af því með að út-
skýra að eftir langt erfið-
leikatímabil ætti ég loks vini
og hann mætti ekki spilla
því. Ég sagðist sjálf ætla að
segja stelpunum til synd-
anna og það var samþykkt.
Pabbi féllst á að þetta væru
bernskubrek sem ekki væri
þess virði að gera stórmál
úr. Að sjálfsögðu tryggði ég
mig líka í hinum hópnum
með að segja að ég hefði
orðið að ljúga til að firra
mig stórvandræðum og varla
þarf að taka það fram að ég
umgekkst vinkonurnar rétt
eins og áður, laumaðist út
um helgar þótt ég væri í far-
banni og hélt áfram að
drekka ótæpilega.
Ég var innan við tvítugt
þegar ég upplifði mín fyrstu
„black-out“ eða óminn-
isköst. Þetta var ákaflega
óþægileg reynsla. Mér voru
sagðar alls konar sögur dag-
28 Vikan