Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 31
og hann efaðist um að hún
hugsaði um hann. Hann hafði
ekki hugmynd um hvort hún
hafði einhvern tíma hugleitt
skilnað og hvort hún hafði átt
eða átti elskhuga.
En enginn gat sagt að þeim
hafi liðið illa saman. Þögn
þeirra var ekki þrungin neinu,
allra síst spennu. Deilumálin
voru nákvæmlega engin.
Það kom honum ekki á óvart
að hann skyldi ekki hafa þekkt
hana í sjón úti á götu. Hann ef-
aðist um að það kæmi henni á
óvart. En það var meira en
óheppilegt að það skyldi hafa
gerst. Líf þeirra hafði verið
gott fram að þessari stundu. En
atburðurinn hafði gerst og hann
var óhæfa. Þau gátu ekki vikið
sér undan þeirri óhæfu. Honum
fannst að hér eftir yrði þögnin
þvinguð, jafnvel óbærileg.
III
Hann hafði ekki kjark til að
hitta hana aftur þennan dag.
Hélt sig á skrifstofunni til mið-
nættis en gat í fyrsta skipti á æv-
inni ekki einbeitt sér að verk-
efnunum. Allt sitt líf hafði hann
einmitt ekki getað einbeitt sér
að neinu öðru en þeim.
Eins og vanalega þegar hann
kom svo seint heim var hún sof-
andi í hjónarúminu. Nærvera
hennar þar var skyndilega orðin
áþreifanleg. Andardrátturinn
þungur og hlaðinn ásökunum í
hans garð. Hann hugsaði með
sér: „Eg deili rúmi með konu
sem ég þekki ekki í sjón úti á
götu. Enginn myndi trúa því.
En það er einmitt nægilega
ótrúlegt til að vera satt.“
Næsta kvöld kom hann heim
um níuleytið. Hjartað barðist í
brjósti hans. Hann reyndi að
fara eins hljóðlega inn um úti-
dyrnar og hann gat þó honum
fyndist það öfugsnúið og af-
káralegt, því raunar var ekki
ætlunin að leyna heimkomunni.
Inni í stofu var opið fyrir
sjónvarpið, hún sat í sófanum
og sneri baki í hann. Hann
færði sig í augsýn hennar. Hún
heilsaði honum eins og vana-
lega með því að færa höfuðið í
áttina að honum og hreyfa var-
irnar án þess að gefa frá sér
greinilegt hljóð.
Hann vissi ekki hvað hann
ætlaði að gera. Fannst hann
þurfa að gera eitthvað, fannst
hann þurfa að segja eitthvað en
gat ekkert sagt. Þegar hann
kom heim svona snemma var
hann vanur að setjast við tölv-
una í vinnuherberginu eða
breiða úr pappírum á skrifborð-
ið þar. Hann minntist þess ekki
að hafa horft á sjónvarpið
heima árum saman, einstaka
sinnum horfði hann á kvöld-
fréttirnar í sjónvarpstæki á
skrifstofunni en oftast fylgdist
hann með fréttum í gegnum
tölvu.
Enn síður var hann vanur að
standa eins og þvara á miðju
stofugólfinu og honum var ljóst
að með því gerði hann ástandið
enn vandræðalegra.
Hún lét sem hún vissi ekki af
honum, hafði augun á sjón-
varpsskjánum, en honum virtist
hún stífari á svipinn en vana-
lega. Og þó? Ekki var hann svo
sem vanur að veita því athygli
hvernig hún var á svipinn. Þar
til nú hafði það engu máli skipt.
Og í því lá raunar vandinn sem
hann var staddur í nú.
Honum fannst hann í sjálf-
heldu: gat hvorki látið eins og
ekkert hefði í skorist né hafið
máls á því sem brann í þögn-
inni. En það virtist aðeins um
þessa tvo möguleika að ræða.
Hann hafði tekið margar
vandasamar ákvarðanir á
starfsferli sínum og nær oftast
þær réttu. En honum fannst
hann aldrei hafa staðið frammi
fyrir jafn erfiðu vali og á þessari
stundu, a.m.k. hafði ákvarðana-
taka aldrei valdið honum jafn-
örum hjartslætti:
Átti hann að þegja? Átti
hann ekki að þegja?
Skyndilega leiddi eitthvað
hann að sófanum, blind
heimska eða skynsöm eðlisávís-
un, og hann settist við hliðina á
konu sinni. Hjartslátturinn var
orðinn svo hár að í stutta stund
fannst honum hann yfirgnæfa
hljóðið úr sjónvarpinu. Engu að
síður greindi hann andardrátt
hennar í gegnum hann.
Henni virtist illa brugðið,
gott ef hún hrökk ekki við, og
svipur hennar þyngdist enn. En
hún sagði ekkert. Hélt bara
áfram að horfa á sjónvarpið.
Hann þorði ekki að horfa á
hana af ótta við að hún myndi
mæta augum hans svo hann lét
eins og hann ætlaði að horfa á
sjónvarpið með henni. í sjón-
varpinu baðaði myndarlegur
miðaldra maður út höndunum
og sagði: „Við verðum að tala
saman“. En kona hans var á
hraðferð, strunsaði glaðlega
framhjá honum, sendi honum
fingurkoss og hvarf út um dyrn-
ar. Maðurinn spennti greipar og
horfði bænaraugum upp í loftið
og uppskar nokkurn hlátur frá
ósýnilegum áhorfendum.
Skyndilega varð þögnin hon-
um svo óbærileg að hann herti
upp hugann og sagði: „Er þetta
skemmtilegur þáttur?“
Honum fannst þetta hljóma
bjánalega. í ofanálag fann hann
skyndilega fyrir kæfandi hita en
gerði sér ekki grein fyrir aug-
ljósri skýringunni á því fyrr enn
hún brást við spurningu hans
með því að snúa sér að honum
og segja: „Hvers vegna tekurðu
ekki af þér?“
Hann horfði niður á sig eins
og í leit að kuski eða bletti. En
hann var allur hreinn og strok-
inn. Hann var í frakka, með ull-
artrefil á herðunum, undir
frakkanum var hann í jakka,
skyrtu og með bindi. Á fótun-
um bar hann gljáburstaða skó
og undir þeim var hann í þykk-
um sokkum. Honum varð hugs-
að til þess að það væri undar-
legt að hann skyldi klæða sig
umhugsunarlaust en samt svo
óaðfinnanlega.
Sú tilhugsun sótti líka á hann
að færi hann úr frakkanum yrði
ekki aftur snúið, hann myndi
afklæða sig út í það óendanlega,
fletta hverju laginu af öðru uns
ekkert yrði eftir, því hann væri
ekkert nema hvert lagið ofan á
öðru og fyrir innan væri enginn
kjarni, ekkert.
Þó fannst honum þetta'ekki
rétt: hann var eitthvað. Það var
bara orðið of seint að hugsa um
það. Það var líka orðið of seint
að afklæða sig. En ef til vill
gætu þau þraukað þessa þögn
svo lengi að hún yrði ekki
þvingandi. Síðan gætu þau horft
saman á sjónvarpið.
Við þessa tilhugsun fylltist
hann þeim kunnuglega létti sem
svo oft hafði fylgt því að sjá
hilla undir lausn á erfiðum
verkefnum eða vandamálum í
starfinu. Það hægðist á
hjartslættinum og hann naut
þessarar kenndar til hins ýtrasta
allar þær sekúndur sem liðu þar
til konan slökkti á sjónvarpinu,
reis á fætur og gekk orðalaust
út úr stofunni.
Wcan 31