Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 36
Brauðsnitta með tómötum og
ansjósum
4 sneiðar gróft brauð, eða ristað,
fínt brauð
1 hvítlauksrif pressað
1 lítil dós ansjósur
4 tómatsneiðar
1 laukur
4 eggjarauður, hráar
Aðferð: Stingið brauðið út í
hringlaga sneiðar. Merjið ansjósurn-
ar og bætið pressaða hvítlauksrifinu
út í og hrærið. Smyrjið þessu ofan á
hringlaga brauðsneiðarnar. Setjið
tómatsneið þar ofan á og 1 hráan
laukhring. Eggjarauðan er annað-
hvort sett innan í laukhringinn eða
til hliðar við brauðið. Þá má fylla
innan í laukhringinn með söxuðum
graslauk (sjá mynd). Þetta má nota
sem forrétt eða bara hvenær sem er
með góðu vínglasi.
Fylltir tómatar
4 þroskaðir tómatar
Fylling:
4 sneiðar skinka, söxuð
150 g camembert ostur eða hvítur kastali
1 eggjarauða
1 tsk. ferskt rósmarín saxað
1 tsk. ferskt tímían saxað
1 tsk. fersk basilíkum saxað
salt og pipar
Aðferð: Skerið lokið ofan af tómötunum og skaf-
ið þeim innan úr með skeið. Setjið frækjarnana,
ásamt safanum, í pott. Merjið ostinn með gaffli og
bætið honum út í ásamt saxaðri skinkunni. Látið
suðuna koma upp og hrærið vel í á meðan. Bætið
eggjarauðunni og söxuðum kryddjurtunum saman
við. Bragðbætið með salti og pipar. Setjið fyllinguna
í tómatana og setjið þá síðan í eldfast mót. Pennslið
tómatana aðeins með olíu og bakið í 10 -15 mínútur
við 200°C. Þennan rétt má nota sem forrétt t.d. með
ristuðu brauði, eða sem meðlæti með góðri kjöt- eða
fiskmáltíð og má þá sleppa skinkunni.