Vikan


Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 44

Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 44
Framhaldssaga Leyndarmálið 2. KAFLI Kaiser gekk meðfram veð- urbörðnum húsunum nið- ur að höfn- inni. Þar niður frá ríkti þögnin sem var dæmigerð fyrir eyjuna þegar ferða- mannatíminn var liðinn. Napur vindurinn minnti á að veturinn var ekki langt und- an. Hann velti því fyrir sér hversu langan tíma það tæki að gera við skútuna. Hann yrði að vera kominn til baka til Noank fyrir 15. október ef hann vildi koma henni í hús yfir veturinn. Hann gekk út á bryggj- una. Það kom honum ekki á óvart þegar hann sá að ekk- ert var farið að hreyfa við skútunni. Eyjarskeggjar höfðu sitt eigið tímaskyn. Ef hann kvartaði yrði honum sagt að hann gæti farið eitt- hvað annað ef hann væri óá- nægður með þjónustuna. Vandamálið var bara það að þetta var eini staðurinn á allri eyjunni þar sem hægt var að fá gert við skútuna. Kaiser skimaði eftir Hank, manninum sem ætlaði að annast viðgerðina, en hann var hvergi sjáanlegur. Hann kom auga á tvo stráka sem voru að veiða á bryggjunni. Hvað eruð þið að veiða strákar? spurði hann. Ál. Hvað ætlið þið að gera við hann? Selja frú Gladwyn hann, svaraði sá yngri. Og hvað gerir frú Glad- wyn við álinn? Strákarnir grettu sig. Hún borðar hann! Oj bara, sagði Kaiser og strákarnir hlógu. Kaiser leit í kringum sig. Hank hlaut að vera þarna einhvers staðar. í því kom hann auga á Christian Ferrare við bryggjusporð- inn. Hann stóð og horði á strákana sem voru að landa enn einum álnum. Kaiser vinkaði til Christi- ans en hann hreyfði sig ekki. Komdu og sjáðu! kallaði Kaiser til hans. Christian hikaði en svo stóðst hann ekki freistinguna og kom hlaupandi til þeirra. Finnst þér þetta ekki ljótur fiskur? spurði Kaiser. Christian kinkaði kolli. Hefur þú gaman af því að veiða? spurði Kaiser. Eg hef aldrei prófað það, hvíslaði Christian. Julian segir að það sé asnalegur leikur. Hver er Julian? spurði Kaiser þótt hann vissi það mætavel. Hann er pabbi minn. Christian leit upp og það var eins og hann uppgötvaði að hann væri á bannsvæði. Hann ætlaði að fara að hlaupa í burtu en hikaði þegar einhver sagði reiði- lega: Hvar hefur þú verið? Kaiser sneri sér við og virti fyrir sér konuna sem kom gangandi á móti þeim. Hún leit út fyrir að vera um fimmtugt og hann gat sér þess til að þetta væri Elise Ferrare. Elise þreif í handlegginn á Christian. Þú stakkst mig af! sagði hún án þess svo mikið sem að virða Kaiser viðlits. Eg er öskureið út í þig! Það gerðist nú ekkert al- varlegt, sagði Kaiser létti- lega. Hann langaði bara til þess að sjá álana. Hann ætl- aði að fara að kynna sig en Elise teymdi Christian í burtu. Christian kom auga á mömmu sína sem beið þeirra. Hann reif sig lausan frá frænku sinni og hljóp til hennar. Kaiser sá að Francesca var um þrítugt, ekki eins ung og hann hafði fyrst haldið, en hún var ótrúlega falleg. Kaiser gekk í áttina til hennar og eitt augnablik horfðust þau í augu. Komdu Francesca, sagði Elise, og svo hvarf þetta furðulega tríó í áttina að miðbænum. Morguninn eftir spjallaði hann við Fred úti í garði. Fred, sem venjulega var mjög þögull maður, hafði óvenju mikið til málanna að leggja þegar talið barst að Ferrare-fjölskyldunni. Sím- inn þeirra var bilaður morg- uninn sem stjúpfaðir Francescu kom hingað, sagði hann. Þegar hann fékk hjartaáfallið kom ráðskonan þeirra hingað til þess að hringja á sjúkrabíl. Það var áður en gaddavírsgirðingin var sett upp. Hann benti Kaiser á vír- inn sem var strengdur ofan á steinveggnum á milli garð- anna. Hver setti upp þessa girðingu? spurði Kaiser. Julian Ferrare. Girðingin nær niður á ströndina og út í sjó. Ekki hef ég hugmynd um hvort henni er ætlað að halda fólki inni eða úti. Meðan ráðskonan var að hringja fór ég yfir til þeirra til þess að athuga hvort ég gæti eitthvað aðstoðað þau. Hann þagnaði og var greinilega miður sín. Eg þekki Franciscu ekki vel, en hún var alltaf mjög indæl í viðmóti og var börnunum sínum einstaklega góð móð- ir. En þennan dag ... Hann hristi höfuðið. Þú hefðir átt að sjá svipinn á andliti henn- ar. Það var hræðilegt að sjá hana! Hún kraup við hliðina á stjúpföður sínum og sagði ekki orð. Það kom mér ekki á óvart þegar ég heyrði að hún hefði reynt að fremja sjálfsmorð. Hann leit á Kaiser. Þú ert menntaður maður, sagði hann. Heldur þú að þeir sem reyna að fremja sjálfsmorð séu endilega geðveikir? Hvers vegna spyrðu? sagði Kaiser undrandi. Af því að ég hef ekki nokkra trú á því að Fransesca sé geðveik. Eg held aftur á móti að hún berjist fyrir lífi sínu. Kaiser fór upp í risher- bergið og kom auga á Francescu um leið og hann leit út um gluggann. Hún stóð á stöndinni fyrir neðan húsið og starði út á hafið. Það var eitthvað svo brjóst- umkennanlegt við hana að 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.