Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 46
Framhaldssaga
dyrunum. Þegar Kaiser sá
gleðisvipinn á andliti hennar
vissi hann að hún hafði búist
við að sjá bróður sinn þegar
hún opnaði fyrir honum
skömmu áður. Hún horfði á
hann með tilbeiðslu í augna-
ráðinu. Elise, viltu fara upp
til Francescu og segja henni
að það sé kominn gestur,
sagði Julian og lagði frá sér
ferðatöskuna. Við verðum í
bókaherberginu. Komdu
Kaiser. Má ég ekki kalla þig
Kaiser?
Hann kinkaði kolli. Hann
beið eftir að vera kynntur
fyrir Elise en Julian var þeg-
ar lagður af stað eftir gang-
inum.
Julian gekk að barnum.
Hvað má bjóða þér að
drekka?
Ég myndi gjarnan þiggja
bjór, sagði Kaiser.
Julian sótti flösku í ísskáp-
inn, opnaði hana og hellti
bjórnum í glas.
Ég hefði giskað á að þú
vildir frekar gin.
Ekki svona snemma dags.
Julian hellti gini í glas
handa sjálfum sér og tæmdi
það meðan Kaiser dreypti á
bjórnum.
Þetta var langt og erfitt
ferðalag, sagði Julian og
blandaði aftur í glasið. Láttu
bara eins og þú sért heima
hjá þér. Hann benti á stól.
Kaiser ætlaði að fara að
setjast þegar dyrnar opnuð-
ust og Francesca kom inn.
Hún var klædd í látlausan
gráan kjól sem undirstrikaði
fegurð hennar. Það var
huggulegt af þér að koma,
sagði hún kurteislega án
þess að rétta honum hönd-
ina.
Ég var búinn að hlakka til
að heilsa upp á þig, frú
Ferrare, sagði Kaiser.
Kallaðu mig Francescu,
sagði hún og gekk að barn-
um. Það gera allir, jafnvel
börnin mín. Það er merki
um veikleika að kalla mig
„mömmu“, ekki satt? Hún
leit á eiginmann sinn.
Það er liður í því að ala
börnin upp sem sjálfstæða
einstaklinga, sagði Julian.
Hún hellti gini í glas og
sneri sér að Kaiser. Skál fyr-
ir betri tímum! Hún brosti
ekki og Kaiser fannst fram-
koma hennar óþægileg.
Við ætlum að bjóða
nokkrum vinum okkar í mat
í kvöld, sagði Julian. Klukk-
an sjö. Má ekki bjóða þér að
slást í hópinn?
Það vil ég gjarnan, sagði
Kaiser og stóð upp. Þá ætla
ég ekki að trufla lengur.
Hann sneri sér að Francescu
og rétti henni höndina. Það
var gaman að kynnast þér.
Hún ætlaði að fara að
taka í hönd hans en hætti
við það og brosti kuldalega.
Við hlökkum til að sjá þig í
kvöld, sagði hún.
Það lítur nú ekki út fyrir
það! hugsaði Kaiser.
Þegar hann gekk út um
hliðið kom hann auga á tvö
lítil andlit sem földu sig á
bak við tré. Hann vinkaði til
þeirra en í stað þess að
vinka á móti drógu börnin
sig hrædd til baka og hurfu
sjónum hans.
Hann sá okkur! sagði
Christian skelkaður. Held-
urðu að hann kjafti frá?
Það held ég ekki, sagði
Hildy rólega. Hann lítur út
fyrir að vera góður maður.
Við vorum heldur ekkert að
gera af okkur.
Christian var niðurlútur.
Ég vona að hann segi eng-
um frá því að ég hafi verið
niðri á strönd.
Christian, þú veist að þú
mátt ekki fara einn á strönd-
ina.
En mamma var veik og ég
var aleinn með Elise. Hún
hatar mig!
Hvaða vitleysa, hvernig
dettur þér það í hug!
Víst hatar hún mig! Hún
segir að ég sé heimskur af
því að ég er ljóshærður. Hún
kann vel við þig af því að þú
ert dökkhærð.
Hildy skellihló. Ég hef nú
aldrei heyrt aðra eins vit-
leysu.
Þetta er engin vitleysa,
sagði Christian hálf-
kjökrandi. Þetta er alveg
satt. Svo breyttist Elise í
norn og ég hljóp í burtu og
faldi mig.
Það getur enginn breytt
sér í norn, sagði Hildy
ákveðin.
Litli strákurinn horfði á
systur sína. Elise getur það,
hvíslaði hann.
Hildy fann að litli bróðir
hennar var gráti næst og
flýtti sér að breyta um um-
ræðuefni. Var mamma lengi
veik?
Alveg þangað til í dag.
Hildy var hugsi. Hún vissi
ekki hvað hún átti að halda
um „sjúkdóminn“ sem bróð-
ir hennar talaði um. Hún
hafði farið nokkrum sinnum
með Julian til Evrópu, eftir
að afi hennar dó, og í hvert
sinn sem hún kom til baka
sagði Christian að mamma
þeirra hefði verið veik.
Christian! Hildy! kallaði
Elise.
Nornin er að kalla á okk-
ur! hvíslaði Christian.
Það eru engar nornir til,
sagði Hildy ákveðin.
Kannski treður hún mér
inn í bakaraofninn og steikir
mig! sagði Christian hrædd-
ur. Þá sérð þú eftir því að
hafa ekki trúað mér!
Elise kallaði aftur og
Hildy tók hönd bróður síns
og dró hann með sér. Þú ert
nú meiri kjáninn, sagði hún
glaðlega enda þótt henni
væri ekki hlátur í huga. Ég
46 Vikan