Vikan


Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 50

Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 50
Texti: Margrét V. Helgadóttir Mynd. Gunnar Gunnarsson Ein fyrirsætanna í skóla- tískuþættinum, sem birt- ist fyrir stuttu, er sænsk- ísiensk ættaða stúlkan Hanna Kristín Johanns- son. Hún geislar af heii- brigði í dag en sem ungabarn var hún alvar- lega veik sökum fæðuó- þols. Hún mátti nánast ekkert borða nema græn- meti og ávexti en i dag hefur fjölgað fæðuteg- undunum sem hún má láta ofan í sig. anna Kristín á íslenska móður en sænskan föð- ur. Fjölskyld- an býr í litlum bæ í Svíþjóð en Hanna Kristín kemur ár hvert til íslands ásamt fjöl- skyldu sinni og dvelur hjá ömmu og afa í sveitinni. Allt frá fæðingu var hún óróleg, grét stanslaust og þyngdist lítið. Foreldrarnir gengu á milli lækna í Sví- þjóð en enginn fann neitt at- hugavert við barnið. Hanna Kristín var mjög grannvaxin og maginn á henni útþaninn. Þau komu til íslands í fyrsta skipti þegar Hanna Kristín var fjórtán mánaða. Ólöf, móðir hennar, fór strax með stúlkuna á heilsugæslustöð foreldra sinna. Þaðan var hún send beint upp á Lands- spítala til frekari rannsókn- ar. Gestur Pálsson, barna- læknir, tók við Hönnu Krist- ínu og fljótlega kom í ljós að 50 Vikan barnið þjáðist af margs kon- ar fæðuóþoli. Hún var með mjólkur-, eggja- og glúten- óþol, ofnæmi fyrir hnetum og frjókornaofnæmi bættist við síðar. Astandið var svo slæmt að líkami barnsins var hættur að vinna næringu úr fæðunni, hann var einfald- lega fullur að úrgagngsefn- um. Til að byrja með voru Hönnu Kristínu gefin lyf til að losa út úrgangsefnin en það tók líkamann tvö ár að hreinsast algjörlega. Ólöf þurfti frá og með þessum degi að breyta öllum matar- uppskriftum, sleppa hveiti, mjólkurvörum og eggjum. Hún sérbakaði brauð og eldaði alltaf sérstakan mat fyrir Hönnu Kristínu. Lækn- arnir á Islandi fylgdust vel með stúlkunni og hún heim- sótti þá á hverju sumri fram- an af. Fimm ára mátti hún byrja að neyta mjólkuraf- urða og mátti líkja því við jólahátíð hjá barninu þegar fyrsta jógúrtdósin var opn- uð. Mijkið úrval af sælgæti á íslandi Fyrir þremur árum komust egg og matvörur, sem innihalda egg, á mat- seðilinn. í dag eru það hveiti, rúg- mjöl, korn og haframjöl sem eru á bannlista og munu verða alla ævi. Fyrir skömmu var gerð rannsókn á Hönnu Kristínu og þar kom í ljós að líkaminn þolir ekki glútenið. Því er talið að glútenóþolið muni ekki eld- ast af henni. Við fengum Hönnu Krist- ínu og móður hennar til gefa okkur innsýn í þeirra dag- lega líf þar sem sífellt þarf að gæta þess hvað er á mat- ardisknum. Er ekki oft erfitt að þurfa alltaf sérstakan mat þegar maður er unglingur? „Jú, stundum. Vinkonur mínar í Svíþjóð eiga samt alltaf eitthvað handa mér þegar þær eru með afmælis- veislur eða boð fyrir krakk- ana í skólanum. Þær eiga kex eða mömmur þeirra búa til salat eða eitthvað gott handa mér. Eftir að ég mátti borða egg finnst mér ég mega borða svo margt. Þeg- ar krakkarnir eru að borða kökur í afmælum borða ég oft popp eða kartöfluflögur. Mér finnst verst að fara inn á pizzastaði, að finna lyktina og sjá alla hina borða pizzur. Mamma er samt dugleg að búa til sérstakan mat handa mér. Hún bakar pizzu úr hveitiblöndu sem er glúten- laus. Hún bakar líka brauð handa mér úr blöndunni. Þegar ég er á íslandi bakar amma handa mér vöfflur úr hveitiblöndunni þegar hinir Nokkrar staðreyndir um glútenóþol Margir hvá þegar þeir heyra talað um glúten- óþol, enda sjúkdómurinn afar sjaldgæfur á ís- iandi. Læknar hérlendis hafa þó eytt drjúgum tíma i að rannsaka þennan sjúkdóm sem hefur reynst erfiður í greiningu og getur leynst lengi í líkamanum. lúten er eggjahvítuefni i tegundum, sérstaklega í hveiti, byggi og rúgi. Glúten-garnamein eins og læknar kalla sjúkdóm- inn í meltingarveginum, lýsir sér þannig að litlu toturnar í görnunum eyðast þegar einstaklingur með glútenóþol neytir fæðu sem inniheldur glúten. Slímhúðin eyðist og næringarefnin sogast ekki upp eins og þau eiga að gera. Sjúkdómurinn getur verið allt frá því að vera einkenna- laus og yfir í að valda verulegum einkennum frá nielting- arvegi og alvarlegum merkjum urn næringarskort. Glúten- óþol er töluvert algengt í nágrannalöndunum og þá sér- staklega í Svíþjóð. Þar í landi er talið að einn glútenóþolsjúklingur sé á hverja 1000 íbúa og sjúkdómurinn er talinn vera einn al- gengasti langvinni barnasjúkdómurinn í Svíþjóð. Á ís- landi er hins vegar einn sjúklingur á hverja 9600 íbúa. Helstu einkenni glútenóþols sjúklinga eru þyngdartap, þreyta, slappleiki, niðurgangur, kviðverkir og útþaninn kviður. Samkvæmt rannsóknum íslensku læknanna var greiningartími sjúkdómsins að meðaltali sextán ár sem er býsna langur tími. Ein ástæðan gæti verið sú að margir eru einkennalausir eða einkennalitlir framan af ævinni og því getur reynst erfitt að greina sjúkdóminn. Heimildir: Glútenóþol í görn á íslandi - faraldsfrœði, sjúdómsmynd og greining. Jón Sigmundsson, Hallgrímur Guðjónsson, Jóhannes Björnsson, Nicholas J. Cariglia, Gestur Pálsson. Lœknablaðið 1995; 81:393-400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.