Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 51
fá sér kökur og tertur.
Ég má borða súkkulaði
sem er hveitilaust en það er
mjög oft hveiti í súkkulaði.
Ég er samt búin að finna
nokkrar súkkulaðitegundir á
íslandi sem ég má borða.
Lakkrís er yfirleitt eina sæl-
gætið sem ég get borðað. Ég
les alltaf á umbúðirnar á því
sem ég er ekki vön að borða
og sérstaklega sælgætinu. Ég
get bara tekið einn bita en
ef ég fæ mér meira verð ég
bara veik.“
Að sögn Ólafar, er úrvalið
á glútenlausum fæðutegund-
um töluvert meira í Svíþjóð
en á íslandi. Skýringin kann
að vera sú að glútenóþol er
mun algegnara í Svíþjóð en
á íslandi. Þar er t.d. hægt að
kaupa tilbúna glútenlausa
pizzabotna, hamborgara-
brauð og pasta. Á McDon-
ald’s er hægt að panta sér-
staklega hamborgara með
glútenlausu hamborgara-
brauði. Á meðan Hanna
Kristín mátti ekki borða egg
reyndi rnikið á hugmynda-
flug móðurinnar við mat-
reiðsluna.
Hrísgrjón í stað eggja
Hún var búin að koma sér
upp ákveðnu kerfi þegar
hún var að elda og baka.
T.d. notaði hún eina mat-
skeið af hrísgrjónagraut í
staðinn fyrir eitt egg. Hún
var ekki að eltast mikið við
sérstakar uppskriftir heldur
reyndi frekar að aðlaga
venjulegar mataruppskriftir
að fæðuóþoli dótturinnar.
Ólöf segir að það sé aðdá-
unarvert hversu mikið tillit
foreldrar annarra barna
taka til hennar.
Fyrir öll afmæli
eða veislur
hringja þeir til
Ólafar og spyrja
hvað Hanna
Kristín megi
borða og hvað
ekki. Þeir útbúa
gjarna sérstaka
rétti bara fyrir
hana og flestir
þeirra eiga til kex
sem hún má
borða, bara til að
geta boðið henni
upp á þegar hún
kemur heim með
vinum sínum. I
mötuneyti skól-
ans fær Hanna
Kristín sérstak-
lega útbúinn mat-
arbakka með
glútenlausu fæði.
Hanna Kristín
var á förum frá
Islandi þegar við
hittum hana að
máli. Að eigin
sögn var hún ekki
alveg tilbúin að
fara frá íslandi en
hlakkar samt til að komast
til Svíþjóðar að hitta pabba
sinn, vini og ættingja. Henni
fannst verst að hafa ekki
komist í Bláa lónið. Hún
ætlaði að fara þangað ásamt
systur sinni sem tók upp á
því að veikjast á meðan þær
dvöldu á höfuðborgarsvæð-
inu og því missti Hanna
Kristín af ferðinni í Bláa
lónið. Hún er harðákveðin í
að kíkja þangað næsta sum-
ar.
Hvort finnst þér nú
skemmtilegra að vera á Is-
landi eða í Svíþjóð?
„Mér finnst alltaf gaman
að koma til íslands. Um leið
og ég er komin til Svíþjóðar
byrja ég að hlakka til að
koma aftur í sveitina til
ömmu og afa. Mér finnst svo
margt skemmtilegt á Islandi.
Ég stoppa alltaf stutt í
Reykjavík en þegar ég fer
þangað finnst mér skemmti-
legast að fara í fatabúðir.
Hérna er miklu meira úrval
af flottum fötum en í Sví-
þjóð. Mér finnst líka margt
gott í Svíþjóð. Ég hef alltaf
átt heima þar nema þegar ég
var fimm ára átti ég heima á
íslandi í eitt ár. Allir vinir
mínir eru í Svíþjóð. Ég get
ekki gert upp á milli land-
anna. Ég vildi samt vera
lengur á íslandi á sumrin,
a.m.k. í tvo mánuði. Mig
langar að prófa einhvern
tímann að búa á íslandi og
þá í sveitinni. Ég er mjög
hrifin af dýrum, sérstaklega
hestum. Mér finnst ég ekki
komin til íslands fyrr en ég
er komin heim til ömmu og
afa.“
Vikan 51