Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 53
r
f-:A i I ÍKl
Kæri póstur
Ég er nítján ára og búin
að vera með sama stráknum
í bráðum þrjú ár. Við erum
mjög góðir vinir og hann er í
alla staði ágætur. Hann
dekrar við mig, færir mér
gjafir og er alltaf að bjóða
mér út og stundum elska ég
hann ofboðslega. Hann er
miklu betri en ég á skilið.
Ég varð nefnilega hrifin af
öðrurn í vor og fjarlægðist
kærastann minn unt tíma.
Hann fann það vel og ég
viðurkenndi að ég væri skot-
in í öðrum. Hann áfelldist
mig ekki, sagði mér bara að
ég yrði að velja og á endan-
um valdi ég hann því mér
þykir mjög vænt um hann.
Ég veit að ég valdi rétt.
Núna er hann búinn að
biðja mig að trúlofast sér á
þriggja ára afmælinu okkar
sem er í nóvember. Mér
þykir ofsalega vænt um
hann, en ég er samt eitthvað
smeyk. Ég er ekki vön að
spyrja aðra um ráð og þess
vegna skrifa ég þér, ég vil
ekki spyrja vinkonur mínar
eða aðra sem ég þekki, ég
vil ekki að þeir viti að ég er
ekki viss.
Ein rugluð
Kæra Rugluð
Kærastinn þinn er greini-
lega besti drengur og þú ert
heppin að hafa hitt hann. En
hann er ekkert betri en þú
átt skilið, láttu þér ekki
detta það í hug! Mér sýnist
þú líka vera trygg og trú og
þykja raunverulega mjög
vænt um hann. Það er auð-
velt að hrífast af fólki þegar
maður er svona ungur og
ekkert óeðlilegt að þú hafir
hrifist af einhverjum öðrum
unt stundarsakir.
En það er ekki þar með
sagt að þú eigir að trúlofast
honum núna. Þú gerir
hvorki honum né þér sjálfri
nokkurn greiða með því að
bindast honum meira en
orðið er, ef þú ert ekki full-
komlega ákveðin í því að
það sé það eina rétta. Vænt-
umþykja er nauðsynlegur
þáttur í sambandi sem á að
endast lengi, en þú verður
að vera viss um að ást þín sé
líka sönn og að þú sért að
trúlofast honum vegna þess
að þú vilt það sjálf.
Ef ást ykkar er sönn þá
þolir trúlofunin bið, jafnvel
fram á fjörgurra ára afmæl-
ið. Það væri ekki gaman fyr-
ir ykkur ef þú fengir annað
smáskot eftir trúlofunina og
þess vegna er betra að láta
lengra líða áður en þú
ákveður nokkuð. Þú verður
að vera alveg viss.
Kæri póstur
Ég flutti til Reykjavíkur í
sumar og verð að fara í skól-
ann núna í haust. Ég kvíði
svo mikið fyrir, en mamma
segir að það verði allt í lagi
þegar ég kem þangað. Ég
held samt ekki, ég er ekki
búin að kynnast neinum
stelpum ennþá, ég held þær
vilji ekki þekkja mig.
Dulnefni
Kæra Dulnefni
Ég kalla þig bara það því
mér fannst það góð hug-
mynd hjá þér!
Ég get vel skilið að þú
kvíðir skólanum. Þú skrifar
ekki hvað þú ert gömul, en
ég giska á að þú sért u.þ.b.
11 ára. Það getur
verið erfitt að
flytja milli byggð-
arlaga á þessurn
aldri og þurfa
að kynnast
nýju fólki og
eignast nýja
félaga. Mér
finnst ekkert
skrítið að þú
sért ekki farin að
kynnast stelpunum ennþá,
þetta er svo stuttur tími og á
sumrin eru allir uppteknir
við sitt. Það segir ekkert um
það hvort stelpurnar vilja
þekkja þig eða ekki.
Vertu viss, þú
kynnist krökkunum
þegar þú byrjar í skólan
um. Þú
verður
að
muna að í skólunum
í Reykjavík eru svo margir
krakkar að það er alveg ör-
uggt að einhvers staðar í
hópnum er stelpa á þínu
reki sem verður vinkona þín
seinna. Vertu ekkert að flýta
þér að finna hana, kannski
finnur hún þig. Farðu bara
jákvæð og glöð í skólann.
Stúlka, sem er svo úræðagóð
að hún skrifar Vikunni þeg-
ar hún veit ekki hvert hún á
að snúa sér, mun örugglega
finna sér leið inn í félags-
skapinn. Mundu líka að gef-
ast aldrei upp. Maður á
alltaf að leita sér hjálpar ef
manni líður illa.
Spurningar má
senda til „Kæri
Póstur“ Vikan,
Seljavegi 2, 101
Reykjavík. Farið er
með öll bréf sem
trúnaðarmál og
þau birt undir
dulnefni.
LESIÐ UR
SKRIFT
Vikan num l'ramvcgis
bjóða lcsendum sínum upp á
þá þjónuslu að lála lcsa úr
skril’l.
IJt úr skril’tinni má lcsa
skapgcrðarcinkcnni og
stundum cr hægl að gcl’a ráð
um hvaða slörl’og líl’sstíll
hcnti viðkomandi bcsl. Þeir
scm liafa áhuga á að l’á lcsið
úr skril’t sinni cru bcðnir að
scnda okkui' bciðni um það í
l'ácinum orðum. Síðan skril'a
þcir nal'nið sitl á hvítt, autl
blað scm látið cr l'ylgja mcð
og scnda þetla lil okkar
mcrkt:
Vikan - skrifl
Seljavegi 2
101 Reykjavík
Vikan 53